Laufey birti færslu á Instagram af sér þar sem hún var hin allra glæsilegasta með bleikt slör við kjólinn. Á mynd númer tvö í færslunni má sjá hönnuðinn sjálfan Gurung setja slörið yfir Laufeyju.
Það er mikið um að vera í lífi Laufeyjar sem vann eftirminnilega til Grammy verðlauna fyrr á árinu. Sömuleiðis hefur hún verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin undanfarna mánuði.