Tíska og hönnun

Lauf­ey skein skært á Met Gala

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Laufey skín ótrúlega skært í þessum bleika fallega kjól á Met Gala.
Laufey skín ótrúlega skært í þessum bleika fallega kjól á Met Gala. Kevin Mazur/MG24/Getty Images for The Met Museum/Vogue

Tónlistarkonan, súperstjarnan og Grammy verðlaunahafinn Laufey fékk boð á eftirsóttasta tískuviðburð í heimi, Met Gala í New York. Hún skein skært í gærkvöldi í bleikum síðkjól frá tískuhúsinu Pra­bal Gur­ung.  

Laufey birti færslu á Instagram af sér þar sem hún var hin allra glæsilegasta með bleikt slör við kjólinn. Á mynd númer tvö í færslunni má sjá hönnuðinn sjálfan Gurung setja slörið yfir Laufeyju. 

Það er mikið um að vera í lífi Laufeyjar sem vann eftirminnilega til Grammy verðlauna fyrr á árinu. Sömuleiðis hefur hún verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin undanfarna mánuði. 

Laufey er sannarlega stórglæsileg á Met Gala. Kevin Mazur/MG24/Getty Images for The Met Museum/Vogue





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.