Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2024 12:48 Guðrún Karls Helgudóttir Vísir/Einar Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Þetta var tilkynnt á vef Kirkjunnar í dag. Þar segir að Guðrún hafi fengið 52,19 prósent atkvæða og Guðmundur hlaut 46,97 prósent atkvæða. Kjörsókn var 88,85 prósent. Sr. Guðrún verður vígð í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september. Um var að ræða seinni umferð biskupskjörs en í fyrri hluta kjörsins var valið milli þeirra tveggja, auk Sr. Elínborgar Sturludóttur. Guðrún hlaut þar 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur 28,11 prósent og Elínborg 25,48 prósent. Enginn hlaut meira en helming atkvæða og því var kosið á ný. Á kjörskrá voru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn. Kosningarétt áttu aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá áttu einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52. Guðrún var stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992 og lauk B.A. í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 1998 og cand. theol. frá sama skóla árið 2000. Guðrún hafði umsjón með barnastarfi við Árbæjarkirkju og var æskulýðsfulltrúi við Akraneskirkju og Grafarvogskirkju 1999-2000. Auk þess sinnti hún ýmsum störfum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu með námi svo sem í Hjallakirkju og Seltjarnarneskirkju og sá um leikjanámskeið í Reykjavíkurprófastsdæmum og hafði umsjón með fermingarbarnanámskeiðum í Skálholti og Gautaborg. Guðrún tók starfsnám í Gautaborgarstifti árin 2001-2003. Hún var meðferðarfulltrúi í kvennaathvarfi í Gautaborg 2000-2001 og æskulýðsfulltrúi í Lunby söfnuði í Gautaborg. Hún vígðist þann 11. janúar árið 2011 í Dómkirkjunni í Gautaborg og þjónaði í Näsets söfnuði 2004 – 2005 og í Lerums söfnuði árin 2005-2008. Hún varð prestur í Grafarvogssöfnuði árið 2008 og hefur þjónað sem sóknarprestur í sama söfnuði frá árinu 2016. Sr. Guðrún lauk framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá The Lutheran School of Chicago árið 2016 og sat á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil frá árinu 2014-2022. Eiginmaður sr. Guðrúnar er Einar Örn Sveinbjörnsson og eiga þau tvær dætur og tvær dótturdætur. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Vistaskipti Reykjavík Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Þetta var tilkynnt á vef Kirkjunnar í dag. Þar segir að Guðrún hafi fengið 52,19 prósent atkvæða og Guðmundur hlaut 46,97 prósent atkvæða. Kjörsókn var 88,85 prósent. Sr. Guðrún verður vígð í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september. Um var að ræða seinni umferð biskupskjörs en í fyrri hluta kjörsins var valið milli þeirra tveggja, auk Sr. Elínborgar Sturludóttur. Guðrún hlaut þar 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur 28,11 prósent og Elínborg 25,48 prósent. Enginn hlaut meira en helming atkvæða og því var kosið á ný. Á kjörskrá voru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn. Kosningarétt áttu aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá áttu einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52. Guðrún var stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992 og lauk B.A. í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 1998 og cand. theol. frá sama skóla árið 2000. Guðrún hafði umsjón með barnastarfi við Árbæjarkirkju og var æskulýðsfulltrúi við Akraneskirkju og Grafarvogskirkju 1999-2000. Auk þess sinnti hún ýmsum störfum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu með námi svo sem í Hjallakirkju og Seltjarnarneskirkju og sá um leikjanámskeið í Reykjavíkurprófastsdæmum og hafði umsjón með fermingarbarnanámskeiðum í Skálholti og Gautaborg. Guðrún tók starfsnám í Gautaborgarstifti árin 2001-2003. Hún var meðferðarfulltrúi í kvennaathvarfi í Gautaborg 2000-2001 og æskulýðsfulltrúi í Lunby söfnuði í Gautaborg. Hún vígðist þann 11. janúar árið 2011 í Dómkirkjunni í Gautaborg og þjónaði í Näsets söfnuði 2004 – 2005 og í Lerums söfnuði árin 2005-2008. Hún varð prestur í Grafarvogssöfnuði árið 2008 og hefur þjónað sem sóknarprestur í sama söfnuði frá árinu 2016. Sr. Guðrún lauk framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá The Lutheran School of Chicago árið 2016 og sat á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil frá árinu 2014-2022. Eiginmaður sr. Guðrúnar er Einar Örn Sveinbjörnsson og eiga þau tvær dætur og tvær dótturdætur.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Vistaskipti Reykjavík Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45