Telja að Man United hafi saknað leiðtogahæfileika Martínez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 20:30 Martínez hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni. Jan Kruger/Getty Images Starfslið Manchester United telur að liðið hafi saknað leiðtogahæfileika Lisandro Martínez á leiktíðinni. Argentíski miðvörðurinn hefur verið mikið meiddur og aðeins tekið þátt í 11 leikjum á leiktíðinni. Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og eftir erfiða byrjun var hann frábær það sem eftir lifði tímabils. Var hann ein helsta ástæða þess að liðið vann deildarbikarinn og endaði í 3. sæti. Hann meiddist því miður undir lok tímabils og þar sem þau meiðsli voru illa meðhöndluð af sjúkraliði Man United þá tóku þau sig upp á nýjan leik í upphafi tímabilsins sem nú stendur yfir. Þegar hann sneri svo til baka varð hann fyrir hnémeiðslum og hefur því verið meira og minna frá allt tímabilið. Starfslið félagsins telur að leikmannahópur Man Utd hafi saknað hans bæði á leikdögum sem og á æfingasvæðinu. Frá þessu greinir The Guardian en í frétt miðilsins segir að Martínez sé bæði duglegur að láta í sér heyra sem og hann leiðir með fordæmi. Ekki nóg með það heldur er hann gríðarlega mikilvægur í öllu uppspili Man United sem og hann er þeirra langbesti varnarmaður. Fjarvera hans er því ein helsta ástæða þess að liðið hefur lekið mörkum og átt í stökustu vandræðum með að spila boltanum úr öftustu línu. Man United tapaði 4-0 fyrir Crystal Palace á mánudagskvöld og ef sæti Erik Ten Hag þjálfara var ekki heitt fyrir þann leik er ljóst að það er orðið það nú. Það gæti verið að sigur í ensku bikarkeppninni bjargi Hollendingnum en það þarf þó að hafa í huga að Louis van Gaal var rekinn þrátt fyrir að vinna bikarkeppnina vorið 2016. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og eftir erfiða byrjun var hann frábær það sem eftir lifði tímabils. Var hann ein helsta ástæða þess að liðið vann deildarbikarinn og endaði í 3. sæti. Hann meiddist því miður undir lok tímabils og þar sem þau meiðsli voru illa meðhöndluð af sjúkraliði Man United þá tóku þau sig upp á nýjan leik í upphafi tímabilsins sem nú stendur yfir. Þegar hann sneri svo til baka varð hann fyrir hnémeiðslum og hefur því verið meira og minna frá allt tímabilið. Starfslið félagsins telur að leikmannahópur Man Utd hafi saknað hans bæði á leikdögum sem og á æfingasvæðinu. Frá þessu greinir The Guardian en í frétt miðilsins segir að Martínez sé bæði duglegur að láta í sér heyra sem og hann leiðir með fordæmi. Ekki nóg með það heldur er hann gríðarlega mikilvægur í öllu uppspili Man United sem og hann er þeirra langbesti varnarmaður. Fjarvera hans er því ein helsta ástæða þess að liðið hefur lekið mörkum og átt í stökustu vandræðum með að spila boltanum úr öftustu línu. Man United tapaði 4-0 fyrir Crystal Palace á mánudagskvöld og ef sæti Erik Ten Hag þjálfara var ekki heitt fyrir þann leik er ljóst að það er orðið það nú. Það gæti verið að sigur í ensku bikarkeppninni bjargi Hollendingnum en það þarf þó að hafa í huga að Louis van Gaal var rekinn þrátt fyrir að vinna bikarkeppnina vorið 2016.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira