Um 800.000 Evrópubúar taldir hafa fallið fyrir kínverskri svikamyllu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 06:50 Fjöldi fólks hefur fallið fyrir svikunum, sem standa enn yfir. Getty Umfangsmikið netverslunarsvindl hefur verið rakið til Kína en um 800.000 Evrópubúar eru taldi hafa fallið fyrir því og deilt persónulegum upplýsingum í gegnum falskar vefsíður. Þetta eru niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar Guardian, Die Zeit og Le Monde en yfirvöld í Bretlandi segja um að ræða eitt umfangsmesta svindl sinnar tegundar sem vitað er um. Blaðamenn og sérfræðingar í tæknimálum segja gögn benda til þess að um sé að ræða afar skipulagða og fágaða svikastarfsemi. Glæpamennirnir á bak við svikamylluna eru sagðir hafa búið til um það bil 76 þúsund vefsíður þar sem lúxusvarningur sé sagður til sölu, til að mynda merkjavara frá Dior, Hugo Boss, Nike, Prada og Versace. Síðurnar eru á fjölda tungumála en tilgangur þeirra virðist vera að fá fólk til að gefa upp persónulegar upplýsingar, til að mynda netföng, og debet- og kreditkortanúmer. Fólk pantar þannig vörur í gegnum síðurnar, sem það fær aldrei í hendurnar. Fyrsta síðan er sögð hafa farið í loftið árið 2015 en á síðustu þremur árum hafa yfir milljón „pantanir“ farið í gegnum síðurnar. Svo virðist sem glæpamönnunum hafi ekki tekist að hafa fé af öllum notendum. Svikin eru sögð standa yfir enn í dag en af umræddum 76 þúsund síðum eru 22.500 enn virkar. Katherine Hart hjá Chartered Trading Standards Institute segir skipulagða glæpahópa oft á bak við gagnaþjófnað af þessu tagi og upplýsingarnar kunni að verða nýttar gegn fólki síðar meir. „Gögn eru hinn nýi gjaldmiðill,“ segir Jake Moore, ráðgjafi í netöryggismálum hjá ESET. Hann segir umfangsmikla gagnagrunna verðmæta og að gera verði ráð fyrir að þau gögn sem þarna hafi verið safnað endi í höndunum á yfirvöldum í Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið. Netglæpir Kína Neytendur Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar Guardian, Die Zeit og Le Monde en yfirvöld í Bretlandi segja um að ræða eitt umfangsmesta svindl sinnar tegundar sem vitað er um. Blaðamenn og sérfræðingar í tæknimálum segja gögn benda til þess að um sé að ræða afar skipulagða og fágaða svikastarfsemi. Glæpamennirnir á bak við svikamylluna eru sagðir hafa búið til um það bil 76 þúsund vefsíður þar sem lúxusvarningur sé sagður til sölu, til að mynda merkjavara frá Dior, Hugo Boss, Nike, Prada og Versace. Síðurnar eru á fjölda tungumála en tilgangur þeirra virðist vera að fá fólk til að gefa upp persónulegar upplýsingar, til að mynda netföng, og debet- og kreditkortanúmer. Fólk pantar þannig vörur í gegnum síðurnar, sem það fær aldrei í hendurnar. Fyrsta síðan er sögð hafa farið í loftið árið 2015 en á síðustu þremur árum hafa yfir milljón „pantanir“ farið í gegnum síðurnar. Svo virðist sem glæpamönnunum hafi ekki tekist að hafa fé af öllum notendum. Svikin eru sögð standa yfir enn í dag en af umræddum 76 þúsund síðum eru 22.500 enn virkar. Katherine Hart hjá Chartered Trading Standards Institute segir skipulagða glæpahópa oft á bak við gagnaþjófnað af þessu tagi og upplýsingarnar kunni að verða nýttar gegn fólki síðar meir. „Gögn eru hinn nýi gjaldmiðill,“ segir Jake Moore, ráðgjafi í netöryggismálum hjá ESET. Hann segir umfangsmikla gagnagrunna verðmæta og að gera verði ráð fyrir að þau gögn sem þarna hafi verið safnað endi í höndunum á yfirvöldum í Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið.
Netglæpir Kína Neytendur Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira