Anníe Mist fór í keisaraskurð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir með nýfæddum syni sínum. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist dreng í síðustu viku en hún tók þá ákvörðun að fara frekar í keisaraskurð en að fara í gegnum náttúrulega fæðingu. Þetta er annað barn Anníe en fyrri fæðingin, þegar Freyja Mist kom í heiminn haustið 2020, var henni mjög erfið og Anníe tapaði þá meðal annars miklu blóði. Anníe skrifaði pistil inn á miðla sína þar sem hún ræddi þá ákvörðun að fara að þessu sinni í keisaraskurð. „Ég var tvístígandi með fæðinguna að þessu sinni. Á Íslandi getur þú ekki valið en þú færð möguleika á því að fara í keisaraskurð ef fyrsta fæðingin hefur verið mjög erfið eða einhver vandamál koma upp,“ skrifaði Anníe Mist. „Fólkið næst mér vildi að ég færi í keisaraskurð en ég veit að ástæðan var væntumþykja og hræðsla við það hvernig þetta fór hjá mér síðast,“ skrifaði Anníe. „Mér fannst samt sem áður að þetta væri mín ákvörðun. Ég var að vissu leyti hrædd við aðra náttúrulega fæðingu en ég var samt ekki tilbúin að útiloka slíka fæðingu. Ég vildi láta reyna á það, ná mér í góða reynslu af náttúrulegri fæðingu sem ég trúi að sé það besta fyrir alla,“ skrifaði Anníe. „Um jólin áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara spurning um mig sjálfa. Þetta varð að snúast um hvað væri það rétta í stöðinni fyrir mína fjölskyldu. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna, stráksins okkar vegna en einnig vegna þriggja ára stelpunnar okkar,“ skrifaði Anníe. „Að koma heim og vera eins eyðilögð eins og ég var eftir fyrri fæðinguna. Mér fannst ég ekki geta tekið slíka áhættu,“ skrifaði Anníe. „Að mínu mati þá var þetta rétta ákvörðunin, alls ekki sársaukalaus en mun minna blóðtap og ég er að fullu til staðar fyrir nýburann minn og dóttur mína. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskyldu mína. Þegar kemur að því að taka ákvörðun eins og þessa þá eru kringumstæður hvers og eins altaf ólíkar. Ég er bara að deila hér minni upplifun,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Sjá meira
Þetta er annað barn Anníe en fyrri fæðingin, þegar Freyja Mist kom í heiminn haustið 2020, var henni mjög erfið og Anníe tapaði þá meðal annars miklu blóði. Anníe skrifaði pistil inn á miðla sína þar sem hún ræddi þá ákvörðun að fara að þessu sinni í keisaraskurð. „Ég var tvístígandi með fæðinguna að þessu sinni. Á Íslandi getur þú ekki valið en þú færð möguleika á því að fara í keisaraskurð ef fyrsta fæðingin hefur verið mjög erfið eða einhver vandamál koma upp,“ skrifaði Anníe Mist. „Fólkið næst mér vildi að ég færi í keisaraskurð en ég veit að ástæðan var væntumþykja og hræðsla við það hvernig þetta fór hjá mér síðast,“ skrifaði Anníe. „Mér fannst samt sem áður að þetta væri mín ákvörðun. Ég var að vissu leyti hrædd við aðra náttúrulega fæðingu en ég var samt ekki tilbúin að útiloka slíka fæðingu. Ég vildi láta reyna á það, ná mér í góða reynslu af náttúrulegri fæðingu sem ég trúi að sé það besta fyrir alla,“ skrifaði Anníe. „Um jólin áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara spurning um mig sjálfa. Þetta varð að snúast um hvað væri það rétta í stöðinni fyrir mína fjölskyldu. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna, stráksins okkar vegna en einnig vegna þriggja ára stelpunnar okkar,“ skrifaði Anníe. „Að koma heim og vera eins eyðilögð eins og ég var eftir fyrri fæðinguna. Mér fannst ég ekki geta tekið slíka áhættu,“ skrifaði Anníe. „Að mínu mati þá var þetta rétta ákvörðunin, alls ekki sársaukalaus en mun minna blóðtap og ég er að fullu til staðar fyrir nýburann minn og dóttur mína. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskyldu mína. Þegar kemur að því að taka ákvörðun eins og þessa þá eru kringumstæður hvers og eins altaf ólíkar. Ég er bara að deila hér minni upplifun,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Sjá meira