„Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 12:29 Dagur fer ítarlega í Kastljós-þátt Maríu Sigrúnar og gefur því ekki háa einkunn. Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. Og það sem meira er, hann segir hana hafa sett hlutina fram gegn sér betri vitund sem er alvarleg ásökun þegar um blaða- og fréttamenn er að ræða. Dagur segist hafa verið spurður um það af Friðjóni Friðjónssyni í borgarstjórn í gær hvað honum hefði þótt um framsetningu Kastljós-þáttar Maríu Sigrúnar sem sýndur var á mánudagskvöldinu og hefur verið mikið til umræðu. Hann fer yfir málið eins og það snýr við honum í ítarlegri Facebook-færslu og birtir tölvupóst til Maríu Sigrúnar sem hann telur sýna að hún hafi farið fram með málið gegn betri vitund. „Mér fannst svo sem ekkert óeðlilegt að María Sigrún kynni ekki skil á öllu í þessum fimm ára gömlu gögnum borgarráðs og gaf mér að hún myndi nota tímann eftir viðtalið og fara yfir þetta. Mér fannst hins vegar fráleitt að hún myndi nota þetta myndbrot eftir að hún legðist yfir gögnin. Ég fékk þó einhverja skrýtna tilfinningu með þetta allt saman og settist því strax niður eftir viðtalið og sendi henni tölvupóst þar sem ég klippti inn setningarnar sem hún sagðist ekki sjá og sagði að minnihlutinn vildi ekki kannast við,“ segir Dagur. Sendi Maríu Sigrúnu tölvupóst samdægurs Hann lætur svo skjáskot af póstinum fylgja. Hann var sendur henni sama dag og viðtalið fór fram þannig að ekki gæti farið á milli mála að hún vissi hvað væri hið sanna í málinu, sama hvernig framsetning hennar á endanum yrði, að sögn Dags. Dagur segist hreinlega eiga bágt með að trúa framsetningu Maríu Sigrúnar. Hún gerði ekki aðeins þessa senu þar sem þau blöðuðu í gögnunum að einu meginatriði umfjöllunarinnar heldur lét hún hanga í lausu loft hvort Dagur hafi verið að benda eitthvað út í bláinn. Og hún „birti alls ekki kaflann úr samningsmarkmiðum og erindisbréfi samninganefndarinnar sem er kýrskírt og við vorum með fyrir framan okkur og var sönnun þess að viðmælendur hennar: Eyþór Arnalds, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir voru ekki að fara rétt með þegar þau könnuðust ekki við að þau hefðu samþykkt þetta svona. Sömu sögu hefur reyndar verið að segja af Hildi Björnsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur sem einnig sátu fundinn.“ Kannski gott sjónvarp en ekki merkileg fréttamennska Dagur segir fyrir liggja að María Sigrún hafi verið með öll gögn sem sönnuðu að minnihlutinn í borgarstjórn samþykkti aðferðarfræði og upplegg samningana um bensínstöðvalóðir árið 2019. „Hún var með það á upptöku úr viðtölum vorið 2024 að þau könnuðust alls ekki við það fimm árum síðar en hlífði þeim við að draga það fram. Þar með er hún óbeint að taka þátt í þeirra pólitíska leik í stað þess að miðla því sem fyrir liggur í málinu svart á hvítu til almennings. Hún notaði upptöku af mér þar sem ég bendi henni á hvar þetta standi í gögnunum til að gefa til kynna að það sé ekki þar.“ Dagur segir þetta kannski gott sjónvarp, drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir - en varla merkileg fréttamennska. „Kastljós á ekki að vera Staksteinar,“ segir Dagur, langt í frá kátur með umfjöllunina. Færslu Dags á Facebook í heild má lesa að neðan. Ég var spurður að því af Friðjóni Friðjónssyni í borgarstjórn í gær hvað mér hefði þótt um framsetningu Kastljós-þáttar Maríu Sigrúnar sem sýndur var á mánudagskvöld og hefur verið mikið til umræðu. Ég legg út af fyrir sig ekki í vana minn að gefa fjölmiðlum einkunnir - þótt ég viðurkenni að Morgunblaðið hefur á köflum verðskuldað setningu eða tvær. Ég hef þess vegna setið á mér að tjá mig um Kastljós og viljað gefa fréttastofu Rúv færi á að leiðrétta sumt af því sem þar var sett fram. Það virðist þó eitthvað djúpt á þeim leiðréttingum og þess vegna rakti ég augljósustu atriðin í því í ræðu í borgarstjórn. Ég lá heldur ekki á því að mér fannst framsetningin einhliða og ýkjukennd og þar með og því miður í mikilvægum atriðum röng. Það var svo undarleg upplifun að vera kynntur til leiks í myrku herbergi undir sorglegri eða dramatískri fiðlutónlist þar sem ég virtist vera að benda á eitthvað á blaði sem alls ekki væri þar. Ég sé að Staksteinar Morgunblaðsins telja þessa senu hina merkilegustu og hafa komið neyðarlega út fyrir mig. Fallegt og gott að geta glatt Moggann. En þessi sena og úrvinnsla Kastljóss á henni segir einmitt sögu af því hvernig mér líður með framsetninguna í þættinum. Meira um það hér síðar.En fyrst að hinum efnislegu leiðréttingum:1. Reykjavíkurborg gerði í gær athugasemdir við þann útgangspunkt Kastjóss að byggja mætti 700 íbúðir á bensínstöðvarlóðum þar sem ekki væri greitt viðbótar byggingarréttargjald. Hið rétta er að þar megi líklega 450 íbúðir þótt endanleg tala verði ekki komin fyrr en deiliskipulag hefur verið samþykkt, ef samstaða næst um slíkt. Villan felst í því að til viðbótar við bensínstöðvasamninga bætti Kastljós við tveimur stórum lóðum sem hafa verið í eigu olíufélaga, mjög stóru svæði í Norður-Mjódd sem Hagar höfðu keypt upp af öðrum einkaaðilum. Þar hefur aldrei verið bensínstöð og samningar um uppbyggingu þar kveða á um greiðslu viðbótar byggingarréttargjald. Sömu sögu er að segja um lóð Krónunnar við Rofabæ sem sýnd var í þættinum. Þar var einnig samningur sem kveður á um greiðslu byggingaréttargjalds. Á hvorugri þessara lóða hafa nokkurn tímann verið bensínstöðvar og því gilda aðrir samningar um þær. Alla þessa samningar var Kastljós með en blandar þeim saman við umfjöllun um bensínstöðvalóðir og samninga um þær. Fyrir vikið eru tölurnar of háar.2. Kastljós sló svo fram, án rökstuðnings, því að verðmæti byggingarréttar á bensínstöðvalóðum væri um 10 milljarðar og hafði fyrir því ónafngreindar heimildir. Ekki virðist hafa verið unnið formlegt verðmat þessu til rökstuðnings heldur útbúin tafla með samningum og lóðum, áætlað byggingarmagn og verð fyrir sölu byggingarréttar. Sérfræðingar borgarinnar mótmæltu þessari nálgun. Hún er villandi og ýkt af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi virðist aftur vera blandað inn í matið stórum lóðum við Stekkjabakka (Norður-Mjódd) og Rofabæ sem eru alls ekki bensínstöðvarlóðir, þótt þær séu í eigu sömu aðila. Og þeim tölum bætt ofan á. Í öðru lagi eru mjög háar tölur notaðar sem hugsanlegt byggingarmagn á lóðunum. Á Ægissíðulóðinni er til dæmis miðað við 15.000 m2 en fyrirliggjandi tillaga sem mér lýst best á kveður um tæpa 4.000 m2 ofanjarðar. Munurinn er nær fjórfaldur. Ég nefni þetta dæmi því ég benti Maríu Sigrúnu sérstaklega á það í viðtali okkar (sá hluti var ekki birtur) og sendi henni sömu staðreyndir jafnframt skriflega því ég taldi líklegt að hún þekkti til Ægissíðu-lóðarinnar þar sem hún býr nálægt og aðilar henni nákomnir hafa beitt sér mjög í umræðu um hana. Í þriðja lagi bar taflan með sér að miðað var við að verðmæti byggingarréttar um alla borg væri 130.000-150.000 kr á fermetrann, sem er á við hæstu sölur sem sést hafa í sögunni en hafa aldrei sést á flestum þeim svæðum þar sem bensínstöðvar standa mér að vitandi. Ég hef því enga trú á því að svo gríðarháar tölur yrðu niðurstaða formlegs verðmats hefði Kastljós látið slíkt fara fram. Tekið skal fram að þessum ábendingum var öllum komið á framfæri af hálfu Reykjavíkurborgar fyrir sýningu þáttarins, en þær hafðar að engu. Þessar þrjár forsendur eru að mínu mati allar teygðar í sömu átt til að setja fram sem hæsta tölu og gefa því mjög villandi og raunar al-ranga niðurstöðu.3. Eina sem skilja má sem rökstuðning fyrir þessu háa verðmati Kastljóss er að þátturinn vísaði til þess að Hagar hefðu fært byggingarrétt í bækur sínar upp á 3,9 milljarða króna. Þetta er orðað svona í þættinum.„Metnaður olíufélaganna sé að hámarka það því þau eru skráð á markað og leitist við að hagnast sem mest. Sem dæmi hafa Hagar sem eiga og reka Olís, eitt af þessum þremur olíufélögum, þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa. Hagar eiga 1/3 í Klasa eftir þessi viðskipti.“Engin leið er að skilja þetta öðru vísi en að fullyrt sé að a ferðinni sé verðmat á bensínstöðvalóðum upp á 3,9 milljarða miðað við framsetningu Kastljóss. Einföld leit að tilkynningu um stofnun viðkomandi fasteignafélags staðfestir strax að svo er alls ekki. Hvergi kemur fram í umfjöllun í Kastljós er þarna er að stærstum og raunar langstærstum hluta um að ræða fasteignir og byggingaréttur á miklu fleiri og verðmætari lóðum en bensínstöðvalóðum. Innan Reykjavíkur eru þar um að ræða bæði tæplega 20.000 m2 lóð við Stekkjabakka (áðurnefnd) og ein glæsilegasta sjávarlóð borgarinnar við Klettagarða 27 (útsýni yfir Hörpu, Viðey og Esjuna), hvorug þeirra er bensínstöðvalóð. Tvær stórar lóðir til viðbótar eru hluti af þessu áætlaða verðmæti og þær eru ekki einu sinni í Reykjavík, annars vegar við Nýbýlaveg 1 í Kópavogi (7.700 m2) og hins vegar í Hafnarfirði, sem er atvinnu lóð með samþykktum byggingarrétti fyrir atvinnuhúsnæði upp á yfir 5.000 m2. Í framsetningu Kastljóss má hins vegar ætla að 3,9 milljarðar séu verðmæti byggingarréttar vegna bensínstöðvalóða. Einsog þessi stutta yfirferð ber með sér er það bæði gróflega villandi og al-rangt. Engir fyrirvarar eða upplýsingar komu fram í Kastljósi um að á bak við töluna 3,9 milljarða séu að langstærstum hluta aðrar lóðir og fasteignir í Reykjavik og öðrum sveitarfélögum. Hagar/Klasi - sem eiga hið nýja félag upplýstu í gær að þær þrjár bensínstöðvarlóðir sem væru inni i félaginu hefðu verið metnar á 1,2 milljarð en ekki 3,9 milljarða. Það er enn ein staðfestingin á því að talan 10 milljarðar sem Kastljós sló fram er afar ýkt. Þetta þarf Kastljós auðvitað að kannast við og leiðrétta.Reykjavíkurborg gerði athugasemdir við fleiri augljósar skekkjur í gær sem ég ætla ekki að rekja hér en hægt er að kynna sér á vef borgarinnar. Mig langar hins vegar að segja ykkur frá furðulegri persónulegri upplifun í tengslum við þáttinn og viðtalið sem var við mig tekið. Þetta er sannarlega ekki stærsta efnislega atriðið en situr ekki síður í mér. Já, ég er að tala um senuna þar sem við erum að fletta í blöðum.María Sigrún bað mig um viðtal vegna undirbúnings þessarar umfjöllunar sem ég samþykkti strax, enda sjálfsagt. Hún vildi taka það í fundarherbergi í ráðhúsinu þannig að við mæltum okkur mót í borgarráðsherberginu. Mér fannst það þó nokkuð dimmt og sagði eitthvað á þá leið að við ættum auðvelt með að finna bjartari og betri stað. María sagði, „Nei, þetta er fullkomið“. Viðtalið sem átti að vera hálftími, sem er óvenju langt, stóð yfir í einn og hálfan tíma. Það eitt og sér var sérstakt en mér fannst það fínt vegna þess að mjög margar spurningarnar sem settar voru fram byggðu upplýsingum sem mér fannst ýktar, ónákvæmar eða jafnvel beinlínis rangar og fannst gott að geta komið á framfæri svörum við því - og svo sem ekkert óeðlilegt að fréttamaður væri að bera undir mig eitthvað sem viðkomandi hefði heyrt eða fullyrt hefði verið, ekki síst af minnihlutanum í borgarstjórn.Þarna kom svo þetta furðulega augnablik þegar María Sigrún fullyrti að það kæmi hvergi fram í gögnum borgarráðs í upphafi málsins að lóðahafar myndu geta byggt íbúðir á lóðunum þá forsendu að ekki þyrfti að borga viðbótarbyggingarréttargjald ef unnið yrði að skipulagi og teikningum fyrir íbúðir á bensínstöðvareitunum innan þriggja ára. Ég mótmælti því og sagði það sannarlega hafa verið skýrt og að það hefði öllum verið ljóst, líka fulltrúum minnihlutans í borgarráði sem greiddu þessari aðferðarfræði atkvæði sitt. María Sigrún sagði að þau væru á öðru máli. Ég svaraði eitthvað á þá leið að það væri ekki heil brú í því og það væri eitthvað sem sagt væri eftir á. "Samþykkt borgarráðs er alveg skýr hvað þetta varðar og öll gögn." María Sigrún rengir þetta og spyr mig: "Hvar sérðu það?" Ég færi mig að henni í viðtalinu og við blöðum í gögnunum og ég bendi henni meðal annars á staðinn þar sem þetta stendur. Hún segir hins vegar eitthvað á þá leið: "Af hverju stendur það ekki? Þeim fannst þetta ekki skýrt."Mér fannst svo sem ekkert óeðlilegt að María Sigrún kynni ekki skil á öllu í þessum fimm ára gömlu gögnum borgarráðs og gaf mér að hún myndi nota tímann eftir viðtalið og fara yfir þetta. Mér fannst hins vegar fráleitt að hún myndi nota þetta myndbrot eftir að hún legðist yfir gögnin. Ég fékk þó einhverja skrýtna tilfinningu með þetta allt saman og settist því strax niður eftir viðtalið og sendi henni tölvupóst þar sem ég klippti inn setningarnar sem hún sagðist ekki sjá og sagði að minnihlutinn vildi ekki kannast við. Ég læt skjáskot af póstinum fylgja með.Ég átti bágt með að trúa framsetningu Maríu Sigrúnar og Kastljóss hvað þetta varðar þegar það loks birtist á mánudaginn. María Sigrún gerði ekki aðeins þessa senu þar sem við blöðum í gögnunum að einu meginatriði umfjöllunarinnar. Hún lét jafnframt hanga alveg í lausu loft hvort ég hafi verið að benda eitthvað út í bláinn og birti alls ekki kaflann úr samningsmarkmiðum og erindisbréfi samninganefndarinnar sem er kýrskírt og við vorum með fyrir framan okkur og var sönnun þess að viðmælendur hennar: Eyþór Arnalds, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir voru ekki að fara rétt með þegar þau könnuðust ekki við að þau hefðu samþykkt þetta svona. Sömu sögu hefur reyndar verið að segja af Hildi Björnsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur sem einnig sátu fundinn.Þannig að María Sigrún var með öll gögn sem sönnuðu að minnihlutinn í borgarstjórn samþykkti aðferðarfræði og upplegg samningana um bensínstöðvalóðir árið 2019 - hún var með það á upptöku úr viðtölum vorið 2024 að þau könnuðust alls ekki við það fimm árum síðar en hlífði þeim við að draga það fram. Þar með er hún óbeint að taka þátt í þeirra pólitíska leik í stað þess að miðla því sem fyrir liggur í málinu svart á hvítu til almennings. Hún notaði upptöku af mér þar sem ég bendi henni á hvar þetta standi í gögnunum til að gefa til kynna að það sé ekki þar. Kannski var það gott sjónvarp - drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir - en varla merkileg fréttamennska. Kastjós á ekki að vera Staksteinar. Ég læt tölvupóstinn til Maríu Sigrúnar með hinni tilvitnuðu grein úr samningsmarkmiðunum og erindisbréfi samninganefndar - úr gögnum borgarráðs frá 9. maí 2019 fylgja með. Hann var sendur henni sama dag og viðtalið fór fram þannig að ekki gæti farið á milli mála að hún vissi hvað væri hið sanna í málinu, sama hvernig framsetning hennar á endanum yrði. Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Samfylkingin Ríkisútvarpið Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Samþykktu tillögu Sjálfstæðisflokksins Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019. 7. maí 2024 18:36 „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36 Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37 Lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga. 29. apríl 2024 23:27 María Sigrún látin fara úr Kveik Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. 26. apríl 2024 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Og það sem meira er, hann segir hana hafa sett hlutina fram gegn sér betri vitund sem er alvarleg ásökun þegar um blaða- og fréttamenn er að ræða. Dagur segist hafa verið spurður um það af Friðjóni Friðjónssyni í borgarstjórn í gær hvað honum hefði þótt um framsetningu Kastljós-þáttar Maríu Sigrúnar sem sýndur var á mánudagskvöldinu og hefur verið mikið til umræðu. Hann fer yfir málið eins og það snýr við honum í ítarlegri Facebook-færslu og birtir tölvupóst til Maríu Sigrúnar sem hann telur sýna að hún hafi farið fram með málið gegn betri vitund. „Mér fannst svo sem ekkert óeðlilegt að María Sigrún kynni ekki skil á öllu í þessum fimm ára gömlu gögnum borgarráðs og gaf mér að hún myndi nota tímann eftir viðtalið og fara yfir þetta. Mér fannst hins vegar fráleitt að hún myndi nota þetta myndbrot eftir að hún legðist yfir gögnin. Ég fékk þó einhverja skrýtna tilfinningu með þetta allt saman og settist því strax niður eftir viðtalið og sendi henni tölvupóst þar sem ég klippti inn setningarnar sem hún sagðist ekki sjá og sagði að minnihlutinn vildi ekki kannast við,“ segir Dagur. Sendi Maríu Sigrúnu tölvupóst samdægurs Hann lætur svo skjáskot af póstinum fylgja. Hann var sendur henni sama dag og viðtalið fór fram þannig að ekki gæti farið á milli mála að hún vissi hvað væri hið sanna í málinu, sama hvernig framsetning hennar á endanum yrði, að sögn Dags. Dagur segist hreinlega eiga bágt með að trúa framsetningu Maríu Sigrúnar. Hún gerði ekki aðeins þessa senu þar sem þau blöðuðu í gögnunum að einu meginatriði umfjöllunarinnar heldur lét hún hanga í lausu loft hvort Dagur hafi verið að benda eitthvað út í bláinn. Og hún „birti alls ekki kaflann úr samningsmarkmiðum og erindisbréfi samninganefndarinnar sem er kýrskírt og við vorum með fyrir framan okkur og var sönnun þess að viðmælendur hennar: Eyþór Arnalds, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir voru ekki að fara rétt með þegar þau könnuðust ekki við að þau hefðu samþykkt þetta svona. Sömu sögu hefur reyndar verið að segja af Hildi Björnsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur sem einnig sátu fundinn.“ Kannski gott sjónvarp en ekki merkileg fréttamennska Dagur segir fyrir liggja að María Sigrún hafi verið með öll gögn sem sönnuðu að minnihlutinn í borgarstjórn samþykkti aðferðarfræði og upplegg samningana um bensínstöðvalóðir árið 2019. „Hún var með það á upptöku úr viðtölum vorið 2024 að þau könnuðust alls ekki við það fimm árum síðar en hlífði þeim við að draga það fram. Þar með er hún óbeint að taka þátt í þeirra pólitíska leik í stað þess að miðla því sem fyrir liggur í málinu svart á hvítu til almennings. Hún notaði upptöku af mér þar sem ég bendi henni á hvar þetta standi í gögnunum til að gefa til kynna að það sé ekki þar.“ Dagur segir þetta kannski gott sjónvarp, drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir - en varla merkileg fréttamennska. „Kastljós á ekki að vera Staksteinar,“ segir Dagur, langt í frá kátur með umfjöllunina. Færslu Dags á Facebook í heild má lesa að neðan. Ég var spurður að því af Friðjóni Friðjónssyni í borgarstjórn í gær hvað mér hefði þótt um framsetningu Kastljós-þáttar Maríu Sigrúnar sem sýndur var á mánudagskvöld og hefur verið mikið til umræðu. Ég legg út af fyrir sig ekki í vana minn að gefa fjölmiðlum einkunnir - þótt ég viðurkenni að Morgunblaðið hefur á köflum verðskuldað setningu eða tvær. Ég hef þess vegna setið á mér að tjá mig um Kastljós og viljað gefa fréttastofu Rúv færi á að leiðrétta sumt af því sem þar var sett fram. Það virðist þó eitthvað djúpt á þeim leiðréttingum og þess vegna rakti ég augljósustu atriðin í því í ræðu í borgarstjórn. Ég lá heldur ekki á því að mér fannst framsetningin einhliða og ýkjukennd og þar með og því miður í mikilvægum atriðum röng. Það var svo undarleg upplifun að vera kynntur til leiks í myrku herbergi undir sorglegri eða dramatískri fiðlutónlist þar sem ég virtist vera að benda á eitthvað á blaði sem alls ekki væri þar. Ég sé að Staksteinar Morgunblaðsins telja þessa senu hina merkilegustu og hafa komið neyðarlega út fyrir mig. Fallegt og gott að geta glatt Moggann. En þessi sena og úrvinnsla Kastljóss á henni segir einmitt sögu af því hvernig mér líður með framsetninguna í þættinum. Meira um það hér síðar.En fyrst að hinum efnislegu leiðréttingum:1. Reykjavíkurborg gerði í gær athugasemdir við þann útgangspunkt Kastjóss að byggja mætti 700 íbúðir á bensínstöðvarlóðum þar sem ekki væri greitt viðbótar byggingarréttargjald. Hið rétta er að þar megi líklega 450 íbúðir þótt endanleg tala verði ekki komin fyrr en deiliskipulag hefur verið samþykkt, ef samstaða næst um slíkt. Villan felst í því að til viðbótar við bensínstöðvasamninga bætti Kastljós við tveimur stórum lóðum sem hafa verið í eigu olíufélaga, mjög stóru svæði í Norður-Mjódd sem Hagar höfðu keypt upp af öðrum einkaaðilum. Þar hefur aldrei verið bensínstöð og samningar um uppbyggingu þar kveða á um greiðslu viðbótar byggingarréttargjald. Sömu sögu er að segja um lóð Krónunnar við Rofabæ sem sýnd var í þættinum. Þar var einnig samningur sem kveður á um greiðslu byggingaréttargjalds. Á hvorugri þessara lóða hafa nokkurn tímann verið bensínstöðvar og því gilda aðrir samningar um þær. Alla þessa samningar var Kastljós með en blandar þeim saman við umfjöllun um bensínstöðvalóðir og samninga um þær. Fyrir vikið eru tölurnar of háar.2. Kastljós sló svo fram, án rökstuðnings, því að verðmæti byggingarréttar á bensínstöðvalóðum væri um 10 milljarðar og hafði fyrir því ónafngreindar heimildir. Ekki virðist hafa verið unnið formlegt verðmat þessu til rökstuðnings heldur útbúin tafla með samningum og lóðum, áætlað byggingarmagn og verð fyrir sölu byggingarréttar. Sérfræðingar borgarinnar mótmæltu þessari nálgun. Hún er villandi og ýkt af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi virðist aftur vera blandað inn í matið stórum lóðum við Stekkjabakka (Norður-Mjódd) og Rofabæ sem eru alls ekki bensínstöðvarlóðir, þótt þær séu í eigu sömu aðila. Og þeim tölum bætt ofan á. Í öðru lagi eru mjög háar tölur notaðar sem hugsanlegt byggingarmagn á lóðunum. Á Ægissíðulóðinni er til dæmis miðað við 15.000 m2 en fyrirliggjandi tillaga sem mér lýst best á kveður um tæpa 4.000 m2 ofanjarðar. Munurinn er nær fjórfaldur. Ég nefni þetta dæmi því ég benti Maríu Sigrúnu sérstaklega á það í viðtali okkar (sá hluti var ekki birtur) og sendi henni sömu staðreyndir jafnframt skriflega því ég taldi líklegt að hún þekkti til Ægissíðu-lóðarinnar þar sem hún býr nálægt og aðilar henni nákomnir hafa beitt sér mjög í umræðu um hana. Í þriðja lagi bar taflan með sér að miðað var við að verðmæti byggingarréttar um alla borg væri 130.000-150.000 kr á fermetrann, sem er á við hæstu sölur sem sést hafa í sögunni en hafa aldrei sést á flestum þeim svæðum þar sem bensínstöðvar standa mér að vitandi. Ég hef því enga trú á því að svo gríðarháar tölur yrðu niðurstaða formlegs verðmats hefði Kastljós látið slíkt fara fram. Tekið skal fram að þessum ábendingum var öllum komið á framfæri af hálfu Reykjavíkurborgar fyrir sýningu þáttarins, en þær hafðar að engu. Þessar þrjár forsendur eru að mínu mati allar teygðar í sömu átt til að setja fram sem hæsta tölu og gefa því mjög villandi og raunar al-ranga niðurstöðu.3. Eina sem skilja má sem rökstuðning fyrir þessu háa verðmati Kastljóss er að þátturinn vísaði til þess að Hagar hefðu fært byggingarrétt í bækur sínar upp á 3,9 milljarða króna. Þetta er orðað svona í þættinum.„Metnaður olíufélaganna sé að hámarka það því þau eru skráð á markað og leitist við að hagnast sem mest. Sem dæmi hafa Hagar sem eiga og reka Olís, eitt af þessum þremur olíufélögum, þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa. Hagar eiga 1/3 í Klasa eftir þessi viðskipti.“Engin leið er að skilja þetta öðru vísi en að fullyrt sé að a ferðinni sé verðmat á bensínstöðvalóðum upp á 3,9 milljarða miðað við framsetningu Kastljóss. Einföld leit að tilkynningu um stofnun viðkomandi fasteignafélags staðfestir strax að svo er alls ekki. Hvergi kemur fram í umfjöllun í Kastljós er þarna er að stærstum og raunar langstærstum hluta um að ræða fasteignir og byggingaréttur á miklu fleiri og verðmætari lóðum en bensínstöðvalóðum. Innan Reykjavíkur eru þar um að ræða bæði tæplega 20.000 m2 lóð við Stekkjabakka (áðurnefnd) og ein glæsilegasta sjávarlóð borgarinnar við Klettagarða 27 (útsýni yfir Hörpu, Viðey og Esjuna), hvorug þeirra er bensínstöðvalóð. Tvær stórar lóðir til viðbótar eru hluti af þessu áætlaða verðmæti og þær eru ekki einu sinni í Reykjavík, annars vegar við Nýbýlaveg 1 í Kópavogi (7.700 m2) og hins vegar í Hafnarfirði, sem er atvinnu lóð með samþykktum byggingarrétti fyrir atvinnuhúsnæði upp á yfir 5.000 m2. Í framsetningu Kastljóss má hins vegar ætla að 3,9 milljarðar séu verðmæti byggingarréttar vegna bensínstöðvalóða. Einsog þessi stutta yfirferð ber með sér er það bæði gróflega villandi og al-rangt. Engir fyrirvarar eða upplýsingar komu fram í Kastljósi um að á bak við töluna 3,9 milljarða séu að langstærstum hluta aðrar lóðir og fasteignir í Reykjavik og öðrum sveitarfélögum. Hagar/Klasi - sem eiga hið nýja félag upplýstu í gær að þær þrjár bensínstöðvarlóðir sem væru inni i félaginu hefðu verið metnar á 1,2 milljarð en ekki 3,9 milljarða. Það er enn ein staðfestingin á því að talan 10 milljarðar sem Kastljós sló fram er afar ýkt. Þetta þarf Kastljós auðvitað að kannast við og leiðrétta.Reykjavíkurborg gerði athugasemdir við fleiri augljósar skekkjur í gær sem ég ætla ekki að rekja hér en hægt er að kynna sér á vef borgarinnar. Mig langar hins vegar að segja ykkur frá furðulegri persónulegri upplifun í tengslum við þáttinn og viðtalið sem var við mig tekið. Þetta er sannarlega ekki stærsta efnislega atriðið en situr ekki síður í mér. Já, ég er að tala um senuna þar sem við erum að fletta í blöðum.María Sigrún bað mig um viðtal vegna undirbúnings þessarar umfjöllunar sem ég samþykkti strax, enda sjálfsagt. Hún vildi taka það í fundarherbergi í ráðhúsinu þannig að við mæltum okkur mót í borgarráðsherberginu. Mér fannst það þó nokkuð dimmt og sagði eitthvað á þá leið að við ættum auðvelt með að finna bjartari og betri stað. María sagði, „Nei, þetta er fullkomið“. Viðtalið sem átti að vera hálftími, sem er óvenju langt, stóð yfir í einn og hálfan tíma. Það eitt og sér var sérstakt en mér fannst það fínt vegna þess að mjög margar spurningarnar sem settar voru fram byggðu upplýsingum sem mér fannst ýktar, ónákvæmar eða jafnvel beinlínis rangar og fannst gott að geta komið á framfæri svörum við því - og svo sem ekkert óeðlilegt að fréttamaður væri að bera undir mig eitthvað sem viðkomandi hefði heyrt eða fullyrt hefði verið, ekki síst af minnihlutanum í borgarstjórn.Þarna kom svo þetta furðulega augnablik þegar María Sigrún fullyrti að það kæmi hvergi fram í gögnum borgarráðs í upphafi málsins að lóðahafar myndu geta byggt íbúðir á lóðunum þá forsendu að ekki þyrfti að borga viðbótarbyggingarréttargjald ef unnið yrði að skipulagi og teikningum fyrir íbúðir á bensínstöðvareitunum innan þriggja ára. Ég mótmælti því og sagði það sannarlega hafa verið skýrt og að það hefði öllum verið ljóst, líka fulltrúum minnihlutans í borgarráði sem greiddu þessari aðferðarfræði atkvæði sitt. María Sigrún sagði að þau væru á öðru máli. Ég svaraði eitthvað á þá leið að það væri ekki heil brú í því og það væri eitthvað sem sagt væri eftir á. "Samþykkt borgarráðs er alveg skýr hvað þetta varðar og öll gögn." María Sigrún rengir þetta og spyr mig: "Hvar sérðu það?" Ég færi mig að henni í viðtalinu og við blöðum í gögnunum og ég bendi henni meðal annars á staðinn þar sem þetta stendur. Hún segir hins vegar eitthvað á þá leið: "Af hverju stendur það ekki? Þeim fannst þetta ekki skýrt."Mér fannst svo sem ekkert óeðlilegt að María Sigrún kynni ekki skil á öllu í þessum fimm ára gömlu gögnum borgarráðs og gaf mér að hún myndi nota tímann eftir viðtalið og fara yfir þetta. Mér fannst hins vegar fráleitt að hún myndi nota þetta myndbrot eftir að hún legðist yfir gögnin. Ég fékk þó einhverja skrýtna tilfinningu með þetta allt saman og settist því strax niður eftir viðtalið og sendi henni tölvupóst þar sem ég klippti inn setningarnar sem hún sagðist ekki sjá og sagði að minnihlutinn vildi ekki kannast við. Ég læt skjáskot af póstinum fylgja með.Ég átti bágt með að trúa framsetningu Maríu Sigrúnar og Kastljóss hvað þetta varðar þegar það loks birtist á mánudaginn. María Sigrún gerði ekki aðeins þessa senu þar sem við blöðum í gögnunum að einu meginatriði umfjöllunarinnar. Hún lét jafnframt hanga alveg í lausu loft hvort ég hafi verið að benda eitthvað út í bláinn og birti alls ekki kaflann úr samningsmarkmiðum og erindisbréfi samninganefndarinnar sem er kýrskírt og við vorum með fyrir framan okkur og var sönnun þess að viðmælendur hennar: Eyþór Arnalds, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir voru ekki að fara rétt með þegar þau könnuðust ekki við að þau hefðu samþykkt þetta svona. Sömu sögu hefur reyndar verið að segja af Hildi Björnsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur sem einnig sátu fundinn.Þannig að María Sigrún var með öll gögn sem sönnuðu að minnihlutinn í borgarstjórn samþykkti aðferðarfræði og upplegg samningana um bensínstöðvalóðir árið 2019 - hún var með það á upptöku úr viðtölum vorið 2024 að þau könnuðust alls ekki við það fimm árum síðar en hlífði þeim við að draga það fram. Þar með er hún óbeint að taka þátt í þeirra pólitíska leik í stað þess að miðla því sem fyrir liggur í málinu svart á hvítu til almennings. Hún notaði upptöku af mér þar sem ég bendi henni á hvar þetta standi í gögnunum til að gefa til kynna að það sé ekki þar. Kannski var það gott sjónvarp - drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir - en varla merkileg fréttamennska. Kastjós á ekki að vera Staksteinar. Ég læt tölvupóstinn til Maríu Sigrúnar með hinni tilvitnuðu grein úr samningsmarkmiðunum og erindisbréfi samninganefndar - úr gögnum borgarráðs frá 9. maí 2019 fylgja með. Hann var sendur henni sama dag og viðtalið fór fram þannig að ekki gæti farið á milli mála að hún vissi hvað væri hið sanna í málinu, sama hvernig framsetning hennar á endanum yrði.
Ég var spurður að því af Friðjóni Friðjónssyni í borgarstjórn í gær hvað mér hefði þótt um framsetningu Kastljós-þáttar Maríu Sigrúnar sem sýndur var á mánudagskvöld og hefur verið mikið til umræðu. Ég legg út af fyrir sig ekki í vana minn að gefa fjölmiðlum einkunnir - þótt ég viðurkenni að Morgunblaðið hefur á köflum verðskuldað setningu eða tvær. Ég hef þess vegna setið á mér að tjá mig um Kastljós og viljað gefa fréttastofu Rúv færi á að leiðrétta sumt af því sem þar var sett fram. Það virðist þó eitthvað djúpt á þeim leiðréttingum og þess vegna rakti ég augljósustu atriðin í því í ræðu í borgarstjórn. Ég lá heldur ekki á því að mér fannst framsetningin einhliða og ýkjukennd og þar með og því miður í mikilvægum atriðum röng. Það var svo undarleg upplifun að vera kynntur til leiks í myrku herbergi undir sorglegri eða dramatískri fiðlutónlist þar sem ég virtist vera að benda á eitthvað á blaði sem alls ekki væri þar. Ég sé að Staksteinar Morgunblaðsins telja þessa senu hina merkilegustu og hafa komið neyðarlega út fyrir mig. Fallegt og gott að geta glatt Moggann. En þessi sena og úrvinnsla Kastljóss á henni segir einmitt sögu af því hvernig mér líður með framsetninguna í þættinum. Meira um það hér síðar.En fyrst að hinum efnislegu leiðréttingum:1. Reykjavíkurborg gerði í gær athugasemdir við þann útgangspunkt Kastjóss að byggja mætti 700 íbúðir á bensínstöðvarlóðum þar sem ekki væri greitt viðbótar byggingarréttargjald. Hið rétta er að þar megi líklega 450 íbúðir þótt endanleg tala verði ekki komin fyrr en deiliskipulag hefur verið samþykkt, ef samstaða næst um slíkt. Villan felst í því að til viðbótar við bensínstöðvasamninga bætti Kastljós við tveimur stórum lóðum sem hafa verið í eigu olíufélaga, mjög stóru svæði í Norður-Mjódd sem Hagar höfðu keypt upp af öðrum einkaaðilum. Þar hefur aldrei verið bensínstöð og samningar um uppbyggingu þar kveða á um greiðslu viðbótar byggingarréttargjald. Sömu sögu er að segja um lóð Krónunnar við Rofabæ sem sýnd var í þættinum. Þar var einnig samningur sem kveður á um greiðslu byggingaréttargjalds. Á hvorugri þessara lóða hafa nokkurn tímann verið bensínstöðvar og því gilda aðrir samningar um þær. Alla þessa samningar var Kastljós með en blandar þeim saman við umfjöllun um bensínstöðvalóðir og samninga um þær. Fyrir vikið eru tölurnar of háar.2. Kastljós sló svo fram, án rökstuðnings, því að verðmæti byggingarréttar á bensínstöðvalóðum væri um 10 milljarðar og hafði fyrir því ónafngreindar heimildir. Ekki virðist hafa verið unnið formlegt verðmat þessu til rökstuðnings heldur útbúin tafla með samningum og lóðum, áætlað byggingarmagn og verð fyrir sölu byggingarréttar. Sérfræðingar borgarinnar mótmæltu þessari nálgun. Hún er villandi og ýkt af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi virðist aftur vera blandað inn í matið stórum lóðum við Stekkjabakka (Norður-Mjódd) og Rofabæ sem eru alls ekki bensínstöðvarlóðir, þótt þær séu í eigu sömu aðila. Og þeim tölum bætt ofan á. Í öðru lagi eru mjög háar tölur notaðar sem hugsanlegt byggingarmagn á lóðunum. Á Ægissíðulóðinni er til dæmis miðað við 15.000 m2 en fyrirliggjandi tillaga sem mér lýst best á kveður um tæpa 4.000 m2 ofanjarðar. Munurinn er nær fjórfaldur. Ég nefni þetta dæmi því ég benti Maríu Sigrúnu sérstaklega á það í viðtali okkar (sá hluti var ekki birtur) og sendi henni sömu staðreyndir jafnframt skriflega því ég taldi líklegt að hún þekkti til Ægissíðu-lóðarinnar þar sem hún býr nálægt og aðilar henni nákomnir hafa beitt sér mjög í umræðu um hana. Í þriðja lagi bar taflan með sér að miðað var við að verðmæti byggingarréttar um alla borg væri 130.000-150.000 kr á fermetrann, sem er á við hæstu sölur sem sést hafa í sögunni en hafa aldrei sést á flestum þeim svæðum þar sem bensínstöðvar standa mér að vitandi. Ég hef því enga trú á því að svo gríðarháar tölur yrðu niðurstaða formlegs verðmats hefði Kastljós látið slíkt fara fram. Tekið skal fram að þessum ábendingum var öllum komið á framfæri af hálfu Reykjavíkurborgar fyrir sýningu þáttarins, en þær hafðar að engu. Þessar þrjár forsendur eru að mínu mati allar teygðar í sömu átt til að setja fram sem hæsta tölu og gefa því mjög villandi og raunar al-ranga niðurstöðu.3. Eina sem skilja má sem rökstuðning fyrir þessu háa verðmati Kastljóss er að þátturinn vísaði til þess að Hagar hefðu fært byggingarrétt í bækur sínar upp á 3,9 milljarða króna. Þetta er orðað svona í þættinum.„Metnaður olíufélaganna sé að hámarka það því þau eru skráð á markað og leitist við að hagnast sem mest. Sem dæmi hafa Hagar sem eiga og reka Olís, eitt af þessum þremur olíufélögum, þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa. Hagar eiga 1/3 í Klasa eftir þessi viðskipti.“Engin leið er að skilja þetta öðru vísi en að fullyrt sé að a ferðinni sé verðmat á bensínstöðvalóðum upp á 3,9 milljarða miðað við framsetningu Kastljóss. Einföld leit að tilkynningu um stofnun viðkomandi fasteignafélags staðfestir strax að svo er alls ekki. Hvergi kemur fram í umfjöllun í Kastljós er þarna er að stærstum og raunar langstærstum hluta um að ræða fasteignir og byggingaréttur á miklu fleiri og verðmætari lóðum en bensínstöðvalóðum. Innan Reykjavíkur eru þar um að ræða bæði tæplega 20.000 m2 lóð við Stekkjabakka (áðurnefnd) og ein glæsilegasta sjávarlóð borgarinnar við Klettagarða 27 (útsýni yfir Hörpu, Viðey og Esjuna), hvorug þeirra er bensínstöðvalóð. Tvær stórar lóðir til viðbótar eru hluti af þessu áætlaða verðmæti og þær eru ekki einu sinni í Reykjavík, annars vegar við Nýbýlaveg 1 í Kópavogi (7.700 m2) og hins vegar í Hafnarfirði, sem er atvinnu lóð með samþykktum byggingarrétti fyrir atvinnuhúsnæði upp á yfir 5.000 m2. Í framsetningu Kastljóss má hins vegar ætla að 3,9 milljarðar séu verðmæti byggingarréttar vegna bensínstöðvalóða. Einsog þessi stutta yfirferð ber með sér er það bæði gróflega villandi og al-rangt. Engir fyrirvarar eða upplýsingar komu fram í Kastljósi um að á bak við töluna 3,9 milljarða séu að langstærstum hluta aðrar lóðir og fasteignir í Reykjavik og öðrum sveitarfélögum. Hagar/Klasi - sem eiga hið nýja félag upplýstu í gær að þær þrjár bensínstöðvarlóðir sem væru inni i félaginu hefðu verið metnar á 1,2 milljarð en ekki 3,9 milljarða. Það er enn ein staðfestingin á því að talan 10 milljarðar sem Kastljós sló fram er afar ýkt. Þetta þarf Kastljós auðvitað að kannast við og leiðrétta.Reykjavíkurborg gerði athugasemdir við fleiri augljósar skekkjur í gær sem ég ætla ekki að rekja hér en hægt er að kynna sér á vef borgarinnar. Mig langar hins vegar að segja ykkur frá furðulegri persónulegri upplifun í tengslum við þáttinn og viðtalið sem var við mig tekið. Þetta er sannarlega ekki stærsta efnislega atriðið en situr ekki síður í mér. Já, ég er að tala um senuna þar sem við erum að fletta í blöðum.María Sigrún bað mig um viðtal vegna undirbúnings þessarar umfjöllunar sem ég samþykkti strax, enda sjálfsagt. Hún vildi taka það í fundarherbergi í ráðhúsinu þannig að við mæltum okkur mót í borgarráðsherberginu. Mér fannst það þó nokkuð dimmt og sagði eitthvað á þá leið að við ættum auðvelt með að finna bjartari og betri stað. María sagði, „Nei, þetta er fullkomið“. Viðtalið sem átti að vera hálftími, sem er óvenju langt, stóð yfir í einn og hálfan tíma. Það eitt og sér var sérstakt en mér fannst það fínt vegna þess að mjög margar spurningarnar sem settar voru fram byggðu upplýsingum sem mér fannst ýktar, ónákvæmar eða jafnvel beinlínis rangar og fannst gott að geta komið á framfæri svörum við því - og svo sem ekkert óeðlilegt að fréttamaður væri að bera undir mig eitthvað sem viðkomandi hefði heyrt eða fullyrt hefði verið, ekki síst af minnihlutanum í borgarstjórn.Þarna kom svo þetta furðulega augnablik þegar María Sigrún fullyrti að það kæmi hvergi fram í gögnum borgarráðs í upphafi málsins að lóðahafar myndu geta byggt íbúðir á lóðunum þá forsendu að ekki þyrfti að borga viðbótarbyggingarréttargjald ef unnið yrði að skipulagi og teikningum fyrir íbúðir á bensínstöðvareitunum innan þriggja ára. Ég mótmælti því og sagði það sannarlega hafa verið skýrt og að það hefði öllum verið ljóst, líka fulltrúum minnihlutans í borgarráði sem greiddu þessari aðferðarfræði atkvæði sitt. María Sigrún sagði að þau væru á öðru máli. Ég svaraði eitthvað á þá leið að það væri ekki heil brú í því og það væri eitthvað sem sagt væri eftir á. "Samþykkt borgarráðs er alveg skýr hvað þetta varðar og öll gögn." María Sigrún rengir þetta og spyr mig: "Hvar sérðu það?" Ég færi mig að henni í viðtalinu og við blöðum í gögnunum og ég bendi henni meðal annars á staðinn þar sem þetta stendur. Hún segir hins vegar eitthvað á þá leið: "Af hverju stendur það ekki? Þeim fannst þetta ekki skýrt."Mér fannst svo sem ekkert óeðlilegt að María Sigrún kynni ekki skil á öllu í þessum fimm ára gömlu gögnum borgarráðs og gaf mér að hún myndi nota tímann eftir viðtalið og fara yfir þetta. Mér fannst hins vegar fráleitt að hún myndi nota þetta myndbrot eftir að hún legðist yfir gögnin. Ég fékk þó einhverja skrýtna tilfinningu með þetta allt saman og settist því strax niður eftir viðtalið og sendi henni tölvupóst þar sem ég klippti inn setningarnar sem hún sagðist ekki sjá og sagði að minnihlutinn vildi ekki kannast við. Ég læt skjáskot af póstinum fylgja með.Ég átti bágt með að trúa framsetningu Maríu Sigrúnar og Kastljóss hvað þetta varðar þegar það loks birtist á mánudaginn. María Sigrún gerði ekki aðeins þessa senu þar sem við blöðum í gögnunum að einu meginatriði umfjöllunarinnar. Hún lét jafnframt hanga alveg í lausu loft hvort ég hafi verið að benda eitthvað út í bláinn og birti alls ekki kaflann úr samningsmarkmiðum og erindisbréfi samninganefndarinnar sem er kýrskírt og við vorum með fyrir framan okkur og var sönnun þess að viðmælendur hennar: Eyþór Arnalds, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir voru ekki að fara rétt með þegar þau könnuðust ekki við að þau hefðu samþykkt þetta svona. Sömu sögu hefur reyndar verið að segja af Hildi Björnsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur sem einnig sátu fundinn.Þannig að María Sigrún var með öll gögn sem sönnuðu að minnihlutinn í borgarstjórn samþykkti aðferðarfræði og upplegg samningana um bensínstöðvalóðir árið 2019 - hún var með það á upptöku úr viðtölum vorið 2024 að þau könnuðust alls ekki við það fimm árum síðar en hlífði þeim við að draga það fram. Þar með er hún óbeint að taka þátt í þeirra pólitíska leik í stað þess að miðla því sem fyrir liggur í málinu svart á hvítu til almennings. Hún notaði upptöku af mér þar sem ég bendi henni á hvar þetta standi í gögnunum til að gefa til kynna að það sé ekki þar. Kannski var það gott sjónvarp - drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir - en varla merkileg fréttamennska. Kastjós á ekki að vera Staksteinar. Ég læt tölvupóstinn til Maríu Sigrúnar með hinni tilvitnuðu grein úr samningsmarkmiðunum og erindisbréfi samninganefndar - úr gögnum borgarráðs frá 9. maí 2019 fylgja með. Hann var sendur henni sama dag og viðtalið fór fram þannig að ekki gæti farið á milli mála að hún vissi hvað væri hið sanna í málinu, sama hvernig framsetning hennar á endanum yrði.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Samfylkingin Ríkisútvarpið Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Samþykktu tillögu Sjálfstæðisflokksins Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019. 7. maí 2024 18:36 „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36 Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37 Lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga. 29. apríl 2024 23:27 María Sigrún látin fara úr Kveik Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. 26. apríl 2024 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Samþykktu tillögu Sjálfstæðisflokksins Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019. 7. maí 2024 18:36
„Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36
Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37
Lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga. 29. apríl 2024 23:27
María Sigrún látin fara úr Kveik Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. 26. apríl 2024 12:04