Dæmdur fyrir aðstoð við morð en valinn í landslið Síle Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 16:30 Luciano Cabral hefur staðið sig vel á fótboltavellinum eftir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hinn 29 ára gamli fótboltamaður Luciano Cabral gæti spilað á Copa América í sumar, á reynslulausn eftir að hafa verið dæmdur fyrir að aðstoða pabba sinn við morð. Morðið var framið á nýársdag árið 2017 og var pabbi Cabrals dæmdur í 16 ára fangelsi. Cabral, sem þá var 21 árs, var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir að aðstoða pabba sinn en blóð úr fórnarlambinu fannst á skóm Cabrals. Cabral er í dag 29 ára og kominn á reynslulausn, eftir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hann er í dag leikmaður eins af betri liðum Síle, Coquimbo Unido, og hefur skorað þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. „Félagið okkar veitir mönnum annað tækifæri,“ sagði félagið í fréttatilkynningu um komu Cabrals. Og nú hefur Cabral verið valinn í 55 manna hóp leikmanna sem Ricardo Gareca, landsliðsþjálfari Síle, hyggst velja úr fyrir Copa América í sumar. 🚨➡️ Estos son los 5️⃣5️⃣ jugadores que conforman la lista provisional de La Roja🇨🇱 informada a @CONMEBOL por el Cuerpo Técnico de su entrenador Ricardo Gareca para la Conmebol @CopaAmerica USA 2024. pic.twitter.com/UNZymAM3B0— Selección Chilena (@LaRoja) May 6, 2024 Það gæti þó flækt málið að mótið fer fram í Bandaríkjunum, því óvíst er að Cabral yrði hleypt inn í landið. Cabral hefur aldrei leikið A-landsleik en áður en hann lenti í fangelsi hafði hann spilað fyrir U20-landslið bæði Argentínu og Síle. Hann er fæddur í Argentínu en afi hans er frá Síle. Copa America hefst 20. júní og þar eru Síle og Argentína saman í riðli, ásamt Kanada og Perú. Gareca þarf að velja 23 leikmanna landsliðshóp Síle fyrir 12. júní. Copa América Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Morðið var framið á nýársdag árið 2017 og var pabbi Cabrals dæmdur í 16 ára fangelsi. Cabral, sem þá var 21 árs, var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir að aðstoða pabba sinn en blóð úr fórnarlambinu fannst á skóm Cabrals. Cabral er í dag 29 ára og kominn á reynslulausn, eftir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hann er í dag leikmaður eins af betri liðum Síle, Coquimbo Unido, og hefur skorað þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. „Félagið okkar veitir mönnum annað tækifæri,“ sagði félagið í fréttatilkynningu um komu Cabrals. Og nú hefur Cabral verið valinn í 55 manna hóp leikmanna sem Ricardo Gareca, landsliðsþjálfari Síle, hyggst velja úr fyrir Copa América í sumar. 🚨➡️ Estos son los 5️⃣5️⃣ jugadores que conforman la lista provisional de La Roja🇨🇱 informada a @CONMEBOL por el Cuerpo Técnico de su entrenador Ricardo Gareca para la Conmebol @CopaAmerica USA 2024. pic.twitter.com/UNZymAM3B0— Selección Chilena (@LaRoja) May 6, 2024 Það gæti þó flækt málið að mótið fer fram í Bandaríkjunum, því óvíst er að Cabral yrði hleypt inn í landið. Cabral hefur aldrei leikið A-landsleik en áður en hann lenti í fangelsi hafði hann spilað fyrir U20-landslið bæði Argentínu og Síle. Hann er fæddur í Argentínu en afi hans er frá Síle. Copa America hefst 20. júní og þar eru Síle og Argentína saman í riðli, ásamt Kanada og Perú. Gareca þarf að velja 23 leikmanna landsliðshóp Síle fyrir 12. júní.
Copa América Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira