Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2024 08:00 Arnar Pétursson er búinn að koma kvennalandsliðinu í handbolta á tvö stórmót síðan hann tók við því sumarið 2019. vísir/hulda margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. Bæði U-18 og U-20 ára landslið Íslands í handbolta kvenna verða meðal þátttökuliða á HM í sumar. Því fylgir mikill kostnaður en áætlað er að hver leikmaður liðanna þurfi að greiða sex hundruð þúsund krónur úr eigin vasa til að taka þátt á mótunum. HSÍ á fjölmörg lið á stórmótum og upphæðin sem sambandið fær úr Afrekssjóði ÍSÍ dugir skammt. Arnar stakk niður penna á Facebook í gær þar sem hann fjallaði um Afrekssjóð ÍSÍ og afreksstarf ríkisstjórnar Íslands. Landsliðsþjálfarinn segir ekki rétt að beina reiðinni að HSÍ þar sem sambandið sé að gjalda fyrir góðan árangur handboltalandsliðanna. Vandamálið sé að tekjur frá Afrekssjóði ÍSÍ, sem styrkir sérsamböndin fjárhagslega, hafi ekki aukist í samræmi við aukna þátttöku á stórmótum. Bara 22 prósent af þörf sérsambandanna Arnar bendir á að heildarkostnaður afreksstarfs sé að meðaltali 2.423 milljónir króna hjá samböndunum sem sóttu um styrki til Afrekssjóðs ÍSÍ. Framlag ríkisins til hans sé hins vegar aðeins 392 milljónir króna eins og hann hafi verið undanfarin ár. „Stuðningur ríkisins er því að meðaltali um 22% af árlegri þörf sérsambandanna og kostnaði þeirra við afreksstarfið. Upphæðin ein og sér er grín. Það að hún sé ekki vísitölutengd og hafi haldist óbreytt síðust fjögur ár er enn meira grín. Þúsund krónur í dag eru ekki það sama og þúsund krónur í janúar 2020. Það vita allir rétt eins og þau sem vinna hjá sérsamböndum ÍSÍ. Sérsamböndin fengu mun meira fyrir 400 m.kr. í janúar 2020 en þau fá í dag fyrir 392 m.kr. Ekki aðeins er upphæðin lægri heldur hefur á þessu tímabili vísitala neysluverðs hækkað um 33%.“ Vantar 125 milljónir upp á framlagið Arnar notaði verðlagsreiknivél Háskóla Íslands til að uppreikna framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann segir að fjögur hundruð milljónir í janúar 2020 jafngildi 517 milljónum fjórum árum seinna. Framlag ríkisins hafi sem fyrr verið 392 milljónir og því vanti 125 milljónir upp á. „Hlutur HSÍ af framlagi ríkisins í afrekssjóð nú í janúar var 16,5%. 16,5% af 125 m.kr. eru 20,7 m.kr.Hlutur HSÍ af því sem upp á vantar af framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ er því 1,5 m.kr. hærri upphæð en stúlkurnar í U-20 og U-18 ára landsliðunum þurfa að safna áður en þær komast á HM í sumar. Það vantar aðeins upp á sanngirnina til að auðvelda þessum stúlkum lífið.“ Hver króna skilar sér margfalt til baka Arnar segir nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar verði að styðja betur við afreksstarf og ekki sé í boði að spara þegar kemur að Afrekssjóði ÍSÍ. „Ábyrgð þeirra sem velja sér starfsframa á alþingi er mikil. Skylda ríkisins er að fara vel með þá fjármuni sem við leggjum því til og að tryggja að nýting þeirra sé eins góð og hugsast getur þannig að árangur náist til lengri tíma, lengri en aðeins fram að næstu kosningum. Að mínu mati getur ríkið almennt gert betur á mörgum sviðum og sparað víða en það á ekki við þegar kemur að afrekssjóði ÍSÍ. Þar má gera mun betur. Forvarnarstarf íþrótta þekkja allir og hver króna sem ráðstafað er í okkar besta íþróttafólk skilar sér margfalt til baka á ekki löngum tíma. Gerum einfaldlega betur.“ Pistil Arnars má lesa hér fyrir neðan. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Íþróttir barna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Bæði U-18 og U-20 ára landslið Íslands í handbolta kvenna verða meðal þátttökuliða á HM í sumar. Því fylgir mikill kostnaður en áætlað er að hver leikmaður liðanna þurfi að greiða sex hundruð þúsund krónur úr eigin vasa til að taka þátt á mótunum. HSÍ á fjölmörg lið á stórmótum og upphæðin sem sambandið fær úr Afrekssjóði ÍSÍ dugir skammt. Arnar stakk niður penna á Facebook í gær þar sem hann fjallaði um Afrekssjóð ÍSÍ og afreksstarf ríkisstjórnar Íslands. Landsliðsþjálfarinn segir ekki rétt að beina reiðinni að HSÍ þar sem sambandið sé að gjalda fyrir góðan árangur handboltalandsliðanna. Vandamálið sé að tekjur frá Afrekssjóði ÍSÍ, sem styrkir sérsamböndin fjárhagslega, hafi ekki aukist í samræmi við aukna þátttöku á stórmótum. Bara 22 prósent af þörf sérsambandanna Arnar bendir á að heildarkostnaður afreksstarfs sé að meðaltali 2.423 milljónir króna hjá samböndunum sem sóttu um styrki til Afrekssjóðs ÍSÍ. Framlag ríkisins til hans sé hins vegar aðeins 392 milljónir króna eins og hann hafi verið undanfarin ár. „Stuðningur ríkisins er því að meðaltali um 22% af árlegri þörf sérsambandanna og kostnaði þeirra við afreksstarfið. Upphæðin ein og sér er grín. Það að hún sé ekki vísitölutengd og hafi haldist óbreytt síðust fjögur ár er enn meira grín. Þúsund krónur í dag eru ekki það sama og þúsund krónur í janúar 2020. Það vita allir rétt eins og þau sem vinna hjá sérsamböndum ÍSÍ. Sérsamböndin fengu mun meira fyrir 400 m.kr. í janúar 2020 en þau fá í dag fyrir 392 m.kr. Ekki aðeins er upphæðin lægri heldur hefur á þessu tímabili vísitala neysluverðs hækkað um 33%.“ Vantar 125 milljónir upp á framlagið Arnar notaði verðlagsreiknivél Háskóla Íslands til að uppreikna framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann segir að fjögur hundruð milljónir í janúar 2020 jafngildi 517 milljónum fjórum árum seinna. Framlag ríkisins hafi sem fyrr verið 392 milljónir og því vanti 125 milljónir upp á. „Hlutur HSÍ af framlagi ríkisins í afrekssjóð nú í janúar var 16,5%. 16,5% af 125 m.kr. eru 20,7 m.kr.Hlutur HSÍ af því sem upp á vantar af framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ er því 1,5 m.kr. hærri upphæð en stúlkurnar í U-20 og U-18 ára landsliðunum þurfa að safna áður en þær komast á HM í sumar. Það vantar aðeins upp á sanngirnina til að auðvelda þessum stúlkum lífið.“ Hver króna skilar sér margfalt til baka Arnar segir nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar verði að styðja betur við afreksstarf og ekki sé í boði að spara þegar kemur að Afrekssjóði ÍSÍ. „Ábyrgð þeirra sem velja sér starfsframa á alþingi er mikil. Skylda ríkisins er að fara vel með þá fjármuni sem við leggjum því til og að tryggja að nýting þeirra sé eins góð og hugsast getur þannig að árangur náist til lengri tíma, lengri en aðeins fram að næstu kosningum. Að mínu mati getur ríkið almennt gert betur á mörgum sviðum og sparað víða en það á ekki við þegar kemur að afrekssjóði ÍSÍ. Þar má gera mun betur. Forvarnarstarf íþrótta þekkja allir og hver króna sem ráðstafað er í okkar besta íþróttafólk skilar sér margfalt til baka á ekki löngum tíma. Gerum einfaldlega betur.“ Pistil Arnars má lesa hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Íþróttir barna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira