Sýknaður af nauðgun en enginn vafi að konan telji á sér brotið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 17:01 Maðurinn var sýknaður af Héraðsdómi Austurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun af Héraðsdómi Austurlands. Segir í dómnum að ekki hafi verið færð nógu sannfærandi rök fyrir því að manninum hafi verið ljóst að hann gengi gegn vilja konunnar. Enginn vafi sé þó hjá dómnum að konan telji að á sér hafi verið brotið. Aðalmeðferð hófst í málinu 1. mars síðastliðinn og var dómur upp kveðinn 22. apríl. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi líkt og hann gerði við rannsókn lögreglu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 30. október 2022 á heimili sínu eftir að hafa haft samfarir við konuna með beggja vilja, beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og haft við hana samræði og önnur kynferðismök án hennar samþykkis. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi meðal annars stungið fingrum inn í leggöng konunnar þrátt fyrir að hún reyndi að ýta höndum hans frá, þvingað hana til munnmaka og haft við hana samræði. Á meðan þessu stóð hafi maðurinn klipið konuna víðs vegar um líkamann, rifið í hár hennar, slegið í andlitið, hellt yfir hana vökva, tekið hana kverkataki og haldið þessu áfram þrátt fyrir að hún segði honum að henni þætti þetta vont. Kynlífið hafist með vilja beggja en fljótt orðið harkalegt Segir í dómnum að fólkið hafi kynnst á skemmtistað kvöldið 29. október og ekkert þekkst fyrir. Bæði hafi verið nokkuð ölvuð. Óumdeilt sé að bæði hafi haft skýran vilja til að stunda kynlíf þessa nótt. Það hafi þau gert heima hjá manninum, sem hafi búið á heimili foreldra sinna. Fram kemur í dómnum að fólkið hafi stundað kynlíf á milli klukkan fjögur um nóttina og hálf sex og þau bæði sofnað. Konan hafi vaknað á milli hálf sjö og sjö um morguninn en ákveðið að halda kyrru fyrir þar til vinkona hennar gæti sótt hana, klukkan 9:45. Við heimkomu hafi hún greint meðleigjanda sínum frá því hvað gerst hafi, hún væri með eymsli víðs vegar á líkamanum og þar að auki andlega miður sín. Segir í dómnum að bæði séu sammála um að kynlífið hafi hafist með vilja beggja og fljótlega orðið harkalegt og margvíslegar stellingar og athafnir verið viðhafðar. „Brotaþoli hefur staðhæft að ákærði hafi ekki spurt hana um leyfi fyrir einstökum athöfnum, líkt og hún hefði áður þekkt til, t.d. varðandi kyrkingar. Brotaþoli hefur staðhæft að ákærð hafi verð mjög harðhentur í athöfnum sínum, en jafnframt borið að hún hafi ekki beðið hann um að hætta, a.m.k. eki fyrri hluta nefnds tíma,“ segir í dómnum. Segist hafa hræðst manninn Maðurinn sagði konuna hafa óskað eftir því að kynlífið væri „svolítið harkalegt“, sem konan kveðst ekki muna að hafa óskað eftir. Auk kyrkingartaka hafi í því falist ítrekaðar rassskellingar og hártog og hann auk þess gripið í bak hennar og herðar. Þá mótmælti maðurinn frásögn konunnar um að hann hafi slegið hana lauslega í andlitið og hellt yfir hana vatni. Hann hafi hins vegar bundið hendur hennar eitt skipti en að hans sögn lauslega og konan hafi getað losað sig auðveldlega. Konan sagðist hafa hræðst manninn, bæði vegna stærðar hans og vegna þess hve stæltur hann var, en einnig vegna hótunarorða hans á meðan á kynferðisathöfnum stóð. Vegna þessa hafi hún ekki andmælt gjörðum hans en hlýtt í einu og öllu án viðbragða, framan af. Þegar um fjörutíu mínútur hafi verið liðnar hafi konan sagt manninum að hún væri orðin þreytt en hann í engu skeytt um orð hennar. Hún hafi ekki aðhafst frekar vegna ótta. Konan segir viðhorf hennar til kynlífsins hafa endanlega breyst þegar maðurinn lagði hönd á kynfæri hennar og setti fingur inn í leggöngin. Konan segist vegna sársauka hafa brugðist við og kröftuglega með eigin hendi reynt að streitast á móti án árangurs þar sem maðurinn hafi skipað henni að slaka á. Maðurinn mótmælti því að hafa verið harðhentur og kvaðst ekki hafa orðið þess var að konunni líkaði illa. Ekki vafamál að konan telji á sér brotið Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað á neyðarmóttöku. Þar hafi verið skráðir sýnilegir áverkar, þar á meðal marbletti á öxl, brjósti, baki, mjóbaki og mjöðmum, handleggjum og báðum fótleggjum. Þá hafi verið sýnileg háræðaslit fyrir ofan viðbein konunnar sem hafi líklega komið til vegna kverkataks og bólga aftan á höfði, líklega vegna hártogs. Loks hafi verið rifa við leggangaop. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að ekki sé vafi á því að brotaþoli hafi talið á sér hafa verið brotið. Á hinn bóginn standi orð gegn orði hvað varðar hvort manninum hafi átt að vera ljóst að konan vildi hætta kynlífinu. Ekkert óeðlilegt sé við það viðbragðsleysi sem konan hafi lýst við hörku mannsins og það að hún hafi ekki haft uppi frekari tilraunir til að stöðva manninn. „Þegar allt framangreint er virt heildstætt þykir að áliti dómsins varhugavert að telja, gegn neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi sannað svo ekki verði vefengt með skyndamlegum rökum að ákærða hafi hlotið að vera ljóst að hann gengi gegn vilja brotaþola.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Aðalmeðferð hófst í málinu 1. mars síðastliðinn og var dómur upp kveðinn 22. apríl. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi líkt og hann gerði við rannsókn lögreglu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 30. október 2022 á heimili sínu eftir að hafa haft samfarir við konuna með beggja vilja, beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og haft við hana samræði og önnur kynferðismök án hennar samþykkis. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi meðal annars stungið fingrum inn í leggöng konunnar þrátt fyrir að hún reyndi að ýta höndum hans frá, þvingað hana til munnmaka og haft við hana samræði. Á meðan þessu stóð hafi maðurinn klipið konuna víðs vegar um líkamann, rifið í hár hennar, slegið í andlitið, hellt yfir hana vökva, tekið hana kverkataki og haldið þessu áfram þrátt fyrir að hún segði honum að henni þætti þetta vont. Kynlífið hafist með vilja beggja en fljótt orðið harkalegt Segir í dómnum að fólkið hafi kynnst á skemmtistað kvöldið 29. október og ekkert þekkst fyrir. Bæði hafi verið nokkuð ölvuð. Óumdeilt sé að bæði hafi haft skýran vilja til að stunda kynlíf þessa nótt. Það hafi þau gert heima hjá manninum, sem hafi búið á heimili foreldra sinna. Fram kemur í dómnum að fólkið hafi stundað kynlíf á milli klukkan fjögur um nóttina og hálf sex og þau bæði sofnað. Konan hafi vaknað á milli hálf sjö og sjö um morguninn en ákveðið að halda kyrru fyrir þar til vinkona hennar gæti sótt hana, klukkan 9:45. Við heimkomu hafi hún greint meðleigjanda sínum frá því hvað gerst hafi, hún væri með eymsli víðs vegar á líkamanum og þar að auki andlega miður sín. Segir í dómnum að bæði séu sammála um að kynlífið hafi hafist með vilja beggja og fljótlega orðið harkalegt og margvíslegar stellingar og athafnir verið viðhafðar. „Brotaþoli hefur staðhæft að ákærði hafi ekki spurt hana um leyfi fyrir einstökum athöfnum, líkt og hún hefði áður þekkt til, t.d. varðandi kyrkingar. Brotaþoli hefur staðhæft að ákærð hafi verð mjög harðhentur í athöfnum sínum, en jafnframt borið að hún hafi ekki beðið hann um að hætta, a.m.k. eki fyrri hluta nefnds tíma,“ segir í dómnum. Segist hafa hræðst manninn Maðurinn sagði konuna hafa óskað eftir því að kynlífið væri „svolítið harkalegt“, sem konan kveðst ekki muna að hafa óskað eftir. Auk kyrkingartaka hafi í því falist ítrekaðar rassskellingar og hártog og hann auk þess gripið í bak hennar og herðar. Þá mótmælti maðurinn frásögn konunnar um að hann hafi slegið hana lauslega í andlitið og hellt yfir hana vatni. Hann hafi hins vegar bundið hendur hennar eitt skipti en að hans sögn lauslega og konan hafi getað losað sig auðveldlega. Konan sagðist hafa hræðst manninn, bæði vegna stærðar hans og vegna þess hve stæltur hann var, en einnig vegna hótunarorða hans á meðan á kynferðisathöfnum stóð. Vegna þessa hafi hún ekki andmælt gjörðum hans en hlýtt í einu og öllu án viðbragða, framan af. Þegar um fjörutíu mínútur hafi verið liðnar hafi konan sagt manninum að hún væri orðin þreytt en hann í engu skeytt um orð hennar. Hún hafi ekki aðhafst frekar vegna ótta. Konan segir viðhorf hennar til kynlífsins hafa endanlega breyst þegar maðurinn lagði hönd á kynfæri hennar og setti fingur inn í leggöngin. Konan segist vegna sársauka hafa brugðist við og kröftuglega með eigin hendi reynt að streitast á móti án árangurs þar sem maðurinn hafi skipað henni að slaka á. Maðurinn mótmælti því að hafa verið harðhentur og kvaðst ekki hafa orðið þess var að konunni líkaði illa. Ekki vafamál að konan telji á sér brotið Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað á neyðarmóttöku. Þar hafi verið skráðir sýnilegir áverkar, þar á meðal marbletti á öxl, brjósti, baki, mjóbaki og mjöðmum, handleggjum og báðum fótleggjum. Þá hafi verið sýnileg háræðaslit fyrir ofan viðbein konunnar sem hafi líklega komið til vegna kverkataks og bólga aftan á höfði, líklega vegna hártogs. Loks hafi verið rifa við leggangaop. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að ekki sé vafi á því að brotaþoli hafi talið á sér hafa verið brotið. Á hinn bóginn standi orð gegn orði hvað varðar hvort manninum hafi átt að vera ljóst að konan vildi hætta kynlífinu. Ekkert óeðlilegt sé við það viðbragðsleysi sem konan hafi lýst við hörku mannsins og það að hún hafi ekki haft uppi frekari tilraunir til að stöðva manninn. „Þegar allt framangreint er virt heildstætt þykir að áliti dómsins varhugavert að telja, gegn neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi sannað svo ekki verði vefengt með skyndamlegum rökum að ákærða hafi hlotið að vera ljóst að hann gengi gegn vilja brotaþola.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira