Cheerios-mótið í Víkinni er fyrsta fótboltamót ársins sem fjallað er um í Sumarmótunum á Stöð 2 Sport. Andri Már Eggertsson er umsjónarmaður þáttarins. Stiklu úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan.
Cheerios-mótið hefur farið fram árlega síðustu ár og á því kepptu börn í 6., 7. og 8. flokki, í fimm manna liðum sem raðað var eftir styrkleikaflokkum. Hvert lið fékk fékk að spila nokkra leiki en engin úrslitakeppni var á mótinu „enda erum við öll sigurvegarar“, eins og segir á heimasíðu mótsins.
Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20 á Stöð 2 Sport og er eins og fyrr segir í opinni dagskrá.