Byrjaði að hlaupa til að sýna fyrrverandi í tvo heimana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 13:00 Mari Järsk hlaupagarpur mætti í fyrsta langhlaupið nánast í bikiníi, eins og hún lýsir því. Vísir/Einar Ofurhlaupakonan Mari Järsk tók þátt í sínu fyrsta langhlaupi eftir að fyrrverandi kærastinn hennar tjáði henni að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu. Hún skráði sig til leiks án þess að hafa nokkra reynslu og endaði í þriðja sæti. Frá þessu greinir Mari í heimildamynd um hana sem var frumsýnd á Stöð 2 í síðustu viku. Í myndinni spyr Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, sem fylgdist með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi, hvenær hún hafi áttað sig á því að hún væri betri í íþróttum en aðrir. „Ég hef nú aldrei hugsað þannig. Ég vissi alltaf innst inni að ég hefði þetta í mér,“ segir Mari í heimildamyndinni. Mari sigraði Bakgarðshlaupið, sem fór fram í Öskjuhlíð um helgina, og setti nýtt Íslandsmet í leiðinni. Hún hljóp tæplega 382 kílómetra og hafði þá verið vakandi í 57 klukkustundir, frá því að hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Mari segist ekki hafa byrjað að hlaupa af ráði fyrr en seint og um síðir. Hún var á krossgötum, nýhætt í sambandi en fyrrverandi kærastinn tilkynnti henni stuttu eftir sambandsslitin að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu og stefndi á tvær ferðir upp og niður. „Og ég bara: Já ókei, ég ætla sko meira en þú. Þannig að ég mætti, næstum því í bikiníi, mjög stuttum buxum og pínkulitlum topp með bakpoka á bakinu að fara að keppa í Esju Ultra maraþoninu. Ég vissi ekkert um hlaup,“ segir Mari. Hvernig gekk það? „Það gekk svo vel að ég var í þriðja sæti. Þarna byrjaði mín ástríða.“ Næsta markmið var að klára 50 kílómetra í Hengill Ultra, þar næsta var að klára 100 kílómetra. „Ég var sú manneskja strax að ég vildi meira. Mér fannst, þegar ég er búin með 50 kílómetra þá má ég hoppa í 100.“ Horfa má á brot úr heimildamyndinni í spilaranum hér að neðan. Myndina má sjá á Stöð 2+. Bakgarðshlaup Hlaup Ástin og lífið Tengdar fréttir „Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31 Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00 Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Frá þessu greinir Mari í heimildamynd um hana sem var frumsýnd á Stöð 2 í síðustu viku. Í myndinni spyr Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, sem fylgdist með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi, hvenær hún hafi áttað sig á því að hún væri betri í íþróttum en aðrir. „Ég hef nú aldrei hugsað þannig. Ég vissi alltaf innst inni að ég hefði þetta í mér,“ segir Mari í heimildamyndinni. Mari sigraði Bakgarðshlaupið, sem fór fram í Öskjuhlíð um helgina, og setti nýtt Íslandsmet í leiðinni. Hún hljóp tæplega 382 kílómetra og hafði þá verið vakandi í 57 klukkustundir, frá því að hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Mari segist ekki hafa byrjað að hlaupa af ráði fyrr en seint og um síðir. Hún var á krossgötum, nýhætt í sambandi en fyrrverandi kærastinn tilkynnti henni stuttu eftir sambandsslitin að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu og stefndi á tvær ferðir upp og niður. „Og ég bara: Já ókei, ég ætla sko meira en þú. Þannig að ég mætti, næstum því í bikiníi, mjög stuttum buxum og pínkulitlum topp með bakpoka á bakinu að fara að keppa í Esju Ultra maraþoninu. Ég vissi ekkert um hlaup,“ segir Mari. Hvernig gekk það? „Það gekk svo vel að ég var í þriðja sæti. Þarna byrjaði mín ástríða.“ Næsta markmið var að klára 50 kílómetra í Hengill Ultra, þar næsta var að klára 100 kílómetra. „Ég var sú manneskja strax að ég vildi meira. Mér fannst, þegar ég er búin með 50 kílómetra þá má ég hoppa í 100.“ Horfa má á brot úr heimildamyndinni í spilaranum hér að neðan. Myndina má sjá á Stöð 2+.
Bakgarðshlaup Hlaup Ástin og lífið Tengdar fréttir „Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31 Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00 Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
„Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31
Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00
Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning