„Persónulegt markmið að skora einu sinni á móti öllum liðum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. maí 2024 19:04 Sandra María Jessen er komin með átta mörk í fjórum leikjum vísir/Hulda Margrét Sandar María Jessen var allt í öllu hjá sínu liði, Þór/KA, gegn Víkingi í dag. Norðankonur unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir eftir aðeins fimm mínútur. Sandra María lagði upp fyrra mark síns liðs og skoraði það síðara. „Auðvitað er aldrei gott að byrja leik og fá mark snemma á sig, en ég held að það hafi bara verið smá stress og spenna í hópnum,“ sagði Sandra María eftir leik. „Við vorum kannski ekki alveg klárara þegar var flautað til leiks, en síðan hertum við okkur og tókum okkur saman og náðum að pota inn tveimur í fyrri hálfleik sem var mjög gott. Gott hugarfar og góður karakter í liðinu að koma til baka og frábært bara að ná sigri hérna. Þetta er mjög sterkt lið og erfiður útivöllur, þannig að ég er mjög ánægð.“ Blaðamaður benti Söndru Maríu á að mark hennar hafi ekki beint verið „pot“, en markið hennar var skot utan teigs sem sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Víkings og söng í netinu. Sandra María lýsti marki sínu á eftirfarandi hátt. „Það kom einhver fyrirgjöf þar sem Gígja, miðvörður Víkings, er að skalla hann í burtu en náði honum ekki alveg. Boltinn datt bara beint fyrir framan mig og hann var bara smassaður í markið.“ Sandra María er búin að skora átta mörk í fjórum leikjum í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Aðspurð út í hvort hún sé með markmið hvað varðar markaskorun eða hvort hún sé eingöngu að reyna hjálpa liðinu, þá var svar Söndru Maríu tvíþætt. „Að sjálfsögðu bara að hjálpa liðinu sem mest. Það eru allir með sín hlutverk í liðinu og mitt hlutverk er að reyna að koma að mörkum, aðrir eru að gera annað. Ég er bara ánægð svo lengi sem ég hjálpa til með það. Samt eitt lítið skemmtilegt persónulegt markmið er að ná að skora einu sinni á móti öllum liðum í deildinni.“ Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins í vor og lagði upp það níunda en hægt er að sjá mörkin í innslaginu hér að neðan. Var þetta þriðji sigur Þórs/KA í röð og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks. „Auðvitað er gott að hafa náð þremur sigrum í röð, á móti líka sterkum liðum. Þetta eru ekki lið sem maður fer inn í leiki gegn vitandi að maður sé að fara vinna einhverja leiki. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning og mér finnst bara við sýna karakter, eins og í dag að klára þennan leik.“ „Þetta var bara helvíti erfitt í lokinn. Þær voru bara góðar, Víkings stelpur, vel skipulagðar. Mér finnst við bara búnar að taka skref fram á við frá síðasta tímabili þar sem við erum búin að vera vinna í okkar veikleikum og gera styrkleikana okkar enn sterkari,“ sagði Sandra María að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
„Auðvitað er aldrei gott að byrja leik og fá mark snemma á sig, en ég held að það hafi bara verið smá stress og spenna í hópnum,“ sagði Sandra María eftir leik. „Við vorum kannski ekki alveg klárara þegar var flautað til leiks, en síðan hertum við okkur og tókum okkur saman og náðum að pota inn tveimur í fyrri hálfleik sem var mjög gott. Gott hugarfar og góður karakter í liðinu að koma til baka og frábært bara að ná sigri hérna. Þetta er mjög sterkt lið og erfiður útivöllur, þannig að ég er mjög ánægð.“ Blaðamaður benti Söndru Maríu á að mark hennar hafi ekki beint verið „pot“, en markið hennar var skot utan teigs sem sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Víkings og söng í netinu. Sandra María lýsti marki sínu á eftirfarandi hátt. „Það kom einhver fyrirgjöf þar sem Gígja, miðvörður Víkings, er að skalla hann í burtu en náði honum ekki alveg. Boltinn datt bara beint fyrir framan mig og hann var bara smassaður í markið.“ Sandra María er búin að skora átta mörk í fjórum leikjum í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Aðspurð út í hvort hún sé með markmið hvað varðar markaskorun eða hvort hún sé eingöngu að reyna hjálpa liðinu, þá var svar Söndru Maríu tvíþætt. „Að sjálfsögðu bara að hjálpa liðinu sem mest. Það eru allir með sín hlutverk í liðinu og mitt hlutverk er að reyna að koma að mörkum, aðrir eru að gera annað. Ég er bara ánægð svo lengi sem ég hjálpa til með það. Samt eitt lítið skemmtilegt persónulegt markmið er að ná að skora einu sinni á móti öllum liðum í deildinni.“ Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins í vor og lagði upp það níunda en hægt er að sjá mörkin í innslaginu hér að neðan. Var þetta þriðji sigur Þórs/KA í röð og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks. „Auðvitað er gott að hafa náð þremur sigrum í röð, á móti líka sterkum liðum. Þetta eru ekki lið sem maður fer inn í leiki gegn vitandi að maður sé að fara vinna einhverja leiki. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning og mér finnst bara við sýna karakter, eins og í dag að klára þennan leik.“ „Þetta var bara helvíti erfitt í lokinn. Þær voru bara góðar, Víkings stelpur, vel skipulagðar. Mér finnst við bara búnar að taka skref fram á við frá síðasta tímabili þar sem við erum búin að vera vinna í okkar veikleikum og gera styrkleikana okkar enn sterkari,“ sagði Sandra María að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira