„Það gekk ekki hvað henni leið illa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2024 10:31 Þau Jóhann og Guðný búa á Bessastöðum og hafa gert síðan 1995. Í þáttunum Sveitarómantík fá áhorfendur að fylgjast með sex pörum á mismunandi aldri sem eiga það sameiginlegt að búa í sveit. Áhorfendur fá að skyggnast inn í daglegt líf paranna og heyra frá ástarsögu þeirra, fortíð og framtíðardraumum en fyrst og fremst upplifa rómantíkina í hversdeginum. Ása Ninna Pétursdóttir er umsjónarmaður þáttanna og eru þeir framleiddir af Atlavík. Í fyrsta þættinum leit hún við á bænum Bessastöðum fyrir norðan. Hjónin á Bessastöðum þau Jóhann Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir hafa verið saman í áraraðir og eiga saman þrjú börn. Þau elska lífið í sveitinni og njóta nærveru hvors annars. Þau hafa búið á Bessastöðum síðan 1995. Helga Eyrún, Mara Birna og Fríða Rós eru dætur þeirra hjóna. Mara Birna fékk úthlutað karlkyni við fæðingu en sagði foreldrum sínum í kringum átján ára aldur að hún væri í raun kona. Helltist yfir hana vanlíðan „Við sáum bara að barninu leið bara ekki vel,“ segir Guðný. „Hún var ofboðslega skemmtilegur krakki og rosalega uppátækjasöm,“ segir Jóhann. „Svo kemur unglingsaldurinn og þá bara lokast hún inni,“ bætir Guðný við. „Það bara helltist svoleiðis yfir hana einhver vanlíðan,“ segir Jóhann. Guðný segir að hún hafi áttað sig á því um kringum átján ára aldurinn að Mara Birna væri trans. „Hún tæklaði þetta bara vel. Kemur til okkar um kvöldmatarleytið og lætur okkur vita. Maður var bara fegin að vita hvað þetta væri. Þetta er ekki stórmál. Við viljum bara að fólki líði vel alveg sama hvernig það er og hún er að blómstra núna,“ segir Guðný. „Það gekk ekki hvað henni leið illa og við skynjuðum það vel og hvað það var mikið svartnætti yfir öllu. Það varð eitthvað að gerast, þetta gat aldrei gengið svona,“ segir Jóhann en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Hjónin á Bessastöðum Málefni trans fólks Sveitarómantík Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Áhorfendur fá að skyggnast inn í daglegt líf paranna og heyra frá ástarsögu þeirra, fortíð og framtíðardraumum en fyrst og fremst upplifa rómantíkina í hversdeginum. Ása Ninna Pétursdóttir er umsjónarmaður þáttanna og eru þeir framleiddir af Atlavík. Í fyrsta þættinum leit hún við á bænum Bessastöðum fyrir norðan. Hjónin á Bessastöðum þau Jóhann Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir hafa verið saman í áraraðir og eiga saman þrjú börn. Þau elska lífið í sveitinni og njóta nærveru hvors annars. Þau hafa búið á Bessastöðum síðan 1995. Helga Eyrún, Mara Birna og Fríða Rós eru dætur þeirra hjóna. Mara Birna fékk úthlutað karlkyni við fæðingu en sagði foreldrum sínum í kringum átján ára aldur að hún væri í raun kona. Helltist yfir hana vanlíðan „Við sáum bara að barninu leið bara ekki vel,“ segir Guðný. „Hún var ofboðslega skemmtilegur krakki og rosalega uppátækjasöm,“ segir Jóhann. „Svo kemur unglingsaldurinn og þá bara lokast hún inni,“ bætir Guðný við. „Það bara helltist svoleiðis yfir hana einhver vanlíðan,“ segir Jóhann. Guðný segir að hún hafi áttað sig á því um kringum átján ára aldurinn að Mara Birna væri trans. „Hún tæklaði þetta bara vel. Kemur til okkar um kvöldmatarleytið og lætur okkur vita. Maður var bara fegin að vita hvað þetta væri. Þetta er ekki stórmál. Við viljum bara að fólki líði vel alveg sama hvernig það er og hún er að blómstra núna,“ segir Guðný. „Það gekk ekki hvað henni leið illa og við skynjuðum það vel og hvað það var mikið svartnætti yfir öllu. Það varð eitthvað að gerast, þetta gat aldrei gengið svona,“ segir Jóhann en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Hjónin á Bessastöðum
Málefni trans fólks Sveitarómantík Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira