Holan í kerfinu Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar 10. maí 2024 14:01 Hjól samfélagsins snúast aðeins með sanngjörnum framlögum allra til samneyslunnar. Stærsti hluti almennings greiðir skatta af launum sínum, sem fara svo til ríkis og sveitarfélaga, sem starfrækja þau grunnkerfi sem við ætlumst til að séu til staðar í samfélaginu. Allir vilja að kerfin sem við treystum á virki hnökralaust og að allir leggi sitt af mörkum til samfélagsins, það finnst okkur flestum sanngjarnt. Að taka ekki þátt Skýrar vísbendingar eru um að hérlendis sé fólk sem sniðgengur skattgreiðslur með því að skrá launatekjur ranglega sem fjármagnstekjur. Þó flestir Íslendingar afli launatekna þá eru sumir sem afla einungis fjármagnstekna, má þar nefna vaxtatekjur, arð, söluhagnað, leigutekjur og fleira. Af fjármagnstekjum er innheimt lægri skattprósenta auk þess sem ekki er innheimt útsvar til þess sveitarfélags sem viðkomandi er búsettur í. Innan sveitarfélaga er því fólk sem nýtir sér þjónustu þeirra án þess þó að greiða krónu fyrir. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að sveitarfélög fái útsvar frá öllum þeim sem nýta þjónustu en sú þjónusta er annars vegna lögbundin og hins vegar ólögbundin en þykir þó í flestum tilfellum sjálfsögð. Stoppum í gatið Það að skapa velferðarsamfélag krefst þess að allir taki þátt og leggi sitt á vogarskálarnar. Lengi hefur verið varað við þessu ósamræmi og hvernig ákveðin hópur fólks kemst hjá réttlátum skattgreiðslum. Árlega er talið að ríkissjóður verði af mörgum milljörðum króna í núverandi fyrirkomulagi. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið í stjórnarsáttmála að endurskoða regluverk í kringum tekjutilflutning og tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar. Í september 2022 hóf starfshópur störf á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um skattlagningu launa og reiknuð laun og skilaði hópurinn skýrslu til ráðherra í september 2023 og var hún kynnt í ríkisstjórn í desember sama ár. Lagði hópurinn m.a. til að strax yrði farið í breytingar sem ekki kölluðu á lagabreytingar auk tillagna sem þarfnast aðkomu löggjafans. Undirritaður vonast til að frumvarp þess efnis rati bráðlega inn til Alþingis. Það er sanngirnismál að klára slíka löggjöf sem allra fyrst og vonast ég til þess að um það ríki þverpólitísk samstaða á Alþingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hjól samfélagsins snúast aðeins með sanngjörnum framlögum allra til samneyslunnar. Stærsti hluti almennings greiðir skatta af launum sínum, sem fara svo til ríkis og sveitarfélaga, sem starfrækja þau grunnkerfi sem við ætlumst til að séu til staðar í samfélaginu. Allir vilja að kerfin sem við treystum á virki hnökralaust og að allir leggi sitt af mörkum til samfélagsins, það finnst okkur flestum sanngjarnt. Að taka ekki þátt Skýrar vísbendingar eru um að hérlendis sé fólk sem sniðgengur skattgreiðslur með því að skrá launatekjur ranglega sem fjármagnstekjur. Þó flestir Íslendingar afli launatekna þá eru sumir sem afla einungis fjármagnstekna, má þar nefna vaxtatekjur, arð, söluhagnað, leigutekjur og fleira. Af fjármagnstekjum er innheimt lægri skattprósenta auk þess sem ekki er innheimt útsvar til þess sveitarfélags sem viðkomandi er búsettur í. Innan sveitarfélaga er því fólk sem nýtir sér þjónustu þeirra án þess þó að greiða krónu fyrir. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að sveitarfélög fái útsvar frá öllum þeim sem nýta þjónustu en sú þjónusta er annars vegna lögbundin og hins vegar ólögbundin en þykir þó í flestum tilfellum sjálfsögð. Stoppum í gatið Það að skapa velferðarsamfélag krefst þess að allir taki þátt og leggi sitt á vogarskálarnar. Lengi hefur verið varað við þessu ósamræmi og hvernig ákveðin hópur fólks kemst hjá réttlátum skattgreiðslum. Árlega er talið að ríkissjóður verði af mörgum milljörðum króna í núverandi fyrirkomulagi. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið í stjórnarsáttmála að endurskoða regluverk í kringum tekjutilflutning og tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar. Í september 2022 hóf starfshópur störf á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um skattlagningu launa og reiknuð laun og skilaði hópurinn skýrslu til ráðherra í september 2023 og var hún kynnt í ríkisstjórn í desember sama ár. Lagði hópurinn m.a. til að strax yrði farið í breytingar sem ekki kölluðu á lagabreytingar auk tillagna sem þarfnast aðkomu löggjafans. Undirritaður vonast til að frumvarp þess efnis rati bráðlega inn til Alþingis. Það er sanngirnismál að klára slíka löggjöf sem allra fyrst og vonast ég til þess að um það ríki þverpólitísk samstaða á Alþingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun