Skilyrði að koma Borgarnesi á kortið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 18:44 Borgarnes fékk að vera í aðalhlutverki í stigakynningu Friðriks Ómars. skjáskot Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gerði það að skilyrði fyrir því að kynna stig Íslands í Eurovision, að fá að koma Borgarnesi á kortið í leiðinni. Þangað flutti hann fyrir ári síðan, nýtur sín vel og segir það merki um að hann sé að eldast og þroskast. Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision í ár, síðasta sætið var niðurstaðan. Íslendingar áttu þó sinn fulltrúa á úrslitakvöldinu og gátu glaðst yfir frammistöðu Friðriks Ómars í stigakynningunni. Hann heilsaði frá „Borgarnes city“ og sendi strákunum kveðju. Það er óhætt að fullyrða að Friðrik hefði ekki lent í síðasta sæti í stigakynnakeppninni. Í samtali við Vísi segir Friðrik að tími hafi verið kominn til þess að annar staður en Reykjavík yrði í aðalhlutverki. „Þessa stundina var Borgarnes efst á blaði, ég hugsaði alveg um Dalvík. En Borgarnes var það núna, mér fannst það við hæfi. Vonandi tökum við bara hringinn næstu ár. Ég legg það til.“ Rétt er að áretta að stigin voru ekki kynnt í Borgarnesi, heldur í höfuðstöðvum Rúv í Efstaleitinu. Græna tjaldið breyttist í Borgarnes í útsendingunni. facebook Friðrik Ómar flutti í Borgarnes í byrjun þessa árs, eftir að hafa fest kaup á glæsilegu húsi þar. Hann ólst upp á Akureyri og Dalvík og sagði í viðtali við Vísi að hans innri sveitastrákur blómstri í smábæjarlífinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér í bænum enda ekki oft sem Borgarnes fær slíkan vettvang. „Hér er bara yndislegt að vera. Ég vinn mikið í bænum en þetta er 50 mínútna rúntur og maður tekur bara fundi í símanum á leiðinni og svona. Maður getur verið 50 mínútur úr Hafnarfirði niður í bæ, það er óþolandi. Þannig þetta er bara rosalega fínt,“ segir Friðrik. Hann hafði ekki svör á reiðum höndum þegar blaðamaður spurði hvers vegna Brogarnes hafi orðið fyrir valinu. „Það var ekkert planað, ég fylgdi bara einhverri tilfinningu. Fann hérna hús sem ég var alveg ástfanginn af, með frábært útsýni inn Borgarfjörðinn. Ætli ég sé ekki bara að eldast og þroskast. Að kunna að meta að geta horft á íslenska náttúru út um stofugluggann.“ Friðrik skilaði sömuleiðis kveðju á strákana sem voru að horfa á Eurovision í gær. „Það kom mér reyndar á óvart að tíu mínútum síðar kíki ég á símann minn og þá er fólk út um allan heim búið að senda manni skilaboð, þannig það er bara gaman. Það er auðvitað þvílíkur fjöldi að horfa.“ Eurovision Borgarbyggð Ástin og lífið Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision í ár, síðasta sætið var niðurstaðan. Íslendingar áttu þó sinn fulltrúa á úrslitakvöldinu og gátu glaðst yfir frammistöðu Friðriks Ómars í stigakynningunni. Hann heilsaði frá „Borgarnes city“ og sendi strákunum kveðju. Það er óhætt að fullyrða að Friðrik hefði ekki lent í síðasta sæti í stigakynnakeppninni. Í samtali við Vísi segir Friðrik að tími hafi verið kominn til þess að annar staður en Reykjavík yrði í aðalhlutverki. „Þessa stundina var Borgarnes efst á blaði, ég hugsaði alveg um Dalvík. En Borgarnes var það núna, mér fannst það við hæfi. Vonandi tökum við bara hringinn næstu ár. Ég legg það til.“ Rétt er að áretta að stigin voru ekki kynnt í Borgarnesi, heldur í höfuðstöðvum Rúv í Efstaleitinu. Græna tjaldið breyttist í Borgarnes í útsendingunni. facebook Friðrik Ómar flutti í Borgarnes í byrjun þessa árs, eftir að hafa fest kaup á glæsilegu húsi þar. Hann ólst upp á Akureyri og Dalvík og sagði í viðtali við Vísi að hans innri sveitastrákur blómstri í smábæjarlífinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér í bænum enda ekki oft sem Borgarnes fær slíkan vettvang. „Hér er bara yndislegt að vera. Ég vinn mikið í bænum en þetta er 50 mínútna rúntur og maður tekur bara fundi í símanum á leiðinni og svona. Maður getur verið 50 mínútur úr Hafnarfirði niður í bæ, það er óþolandi. Þannig þetta er bara rosalega fínt,“ segir Friðrik. Hann hafði ekki svör á reiðum höndum þegar blaðamaður spurði hvers vegna Brogarnes hafi orðið fyrir valinu. „Það var ekkert planað, ég fylgdi bara einhverri tilfinningu. Fann hérna hús sem ég var alveg ástfanginn af, með frábært útsýni inn Borgarfjörðinn. Ætli ég sé ekki bara að eldast og þroskast. Að kunna að meta að geta horft á íslenska náttúru út um stofugluggann.“ Friðrik skilaði sömuleiðis kveðju á strákana sem voru að horfa á Eurovision í gær. „Það kom mér reyndar á óvart að tíu mínútum síðar kíki ég á símann minn og þá er fólk út um allan heim búið að senda manni skilaboð, þannig það er bara gaman. Það er auðvitað þvílíkur fjöldi að horfa.“
Eurovision Borgarbyggð Ástin og lífið Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira