Utan vallar: Mótlæti smakkast vel í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 11:01 Igor Maric fagnar sigri með syni sínum eftir leikinn í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Ef það er eitthvað sem einkennir þetta tímabil í Keflavík þá er það magnaður hæfileiki karlaliðsins til að takast á við mótlæti. Þeir sýndu það enn á ný í gær með því að tryggja sér oddaleik um laust sæti í úrslitaeinvíginu í Subway deild karla í körfubolta. Á stærstu stundum tímabilsins til þessa hefur karakter, samheldni og sigurvilji Keflvíkinga komið liðinu í gegnum mótlæti sem hefur svo sannarlega ekki verið að skornum skammti á þessari leiktíð. Pétri Ingvarssyni hefur á sínu fyrsta tímabili tekist að gjörbreyta hugarfari og ásýnd þessa Keflavíkurliðs. Um leið hefur það tekið upp hugarfar hans um að halda alltaf áfram sama hvað dynur á. Það gerði hann sem leikmaður og hélt því síðan áfram sem þjálfari. Fyrsti titill í tólf ár Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í mars og unnu þar sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Það stefndi þó ekki í það þegar liðið var fjórtán stigum undir á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í bikarúrslitaleiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Keflavíkurliðið kom til baka og gott betur. Liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-18 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Eftir vandræðalega stórt tap í öðrum leiknum á móti Álftanesi í átta liða úrslitunum þá svaraði Keflavíkurliðið með tveimur sigurleikjum í röð þar af 29 stiga sigri í endurkomu sinni í Forsetahöllina. Ballið búið, ekki satt? Í þessum leikjum fór Remy Martin á kostum eins og oft áður í vetur þegar allt er undir. Vandamálið var hins vegar að Martin sleit hásin í fyrsta leik undanúrslitanna á móti Grindavík. Ballið búið, ekki satt? Keflvíkingar töpuðu bæði leiknum og sínum besta leikmanni. Það að leggja árar í bát er hugtak sem er ekki til í orðaforða þessa Keflavíkurliðs. Það voru flestir búnir að afskrifa þá án Martin en þeir jöfnuðu einvígið í leik tvö. Dramatískur sigur en um leið táknrænn. Þeir létu okkur vita að þeir voru ekki hættir. Eftir stóran skell í þriðja leiknum í Smáranum töldu samt álíka margir að það yrði hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið. 15-1 byrjun 15-1 byrjun í gærkvöldi gaf aftur á móti skýr skilaboð og Keflavíkurliðið hljóp yfir Grindvíkinga langt fram í seinni hálfleik. Þá lenti liðið í enn einu mótlætinu þegar fyrirliðanum Halldóri Garðari Hermannssyni var vísað úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu ofan á óíþróttamannslega villu sína fyrr í leiknum. Liðið var þunnskipað án Martin og í enn verri stöðu nú þegar þessi baráttuhundur var líka kominn inn í klefa. Grindvíkingar svöruðu með svakalegum spretti og það leit út fyrir að Keflavíkurliðið væri að brotna. Þeir sönnuðu í staðinn fyrir okkur að þetta er lið sem vex við mótlæti og brotnar ekki svo auðveldlega. Liðið lifði af áhlaup Grindvíkinga og tókst að landa lífsnauðsynlegum sigri. Það er ekki hægt að halda öðru fram en að mótlæti smakkist vel í Keflavík. Keflavík í Keflavík en hvað með Smárann? Nú er bara að sjá hvernig liðið mætir til leiks í Smáranum annað kvöld. Það gerir enginn þau mistök lengur að afskrifa karakter og keppnisskap þessa Keflavíkurliðs. Við þekkjum Keflavík í Keflavík. Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort þeim tekst að vinna Grindvíkinga á útivelli en þeir voru langt frá því í síðasta leik liðanna í Smáranum. Hvernig sem fer annað kvöld þá verður þessa tímabils minnst fyrir karakter og skapgerð þessa Keflavíkurliðs sem endaði tólf ára bið eftir titli og fór með Íslandsmeistaraefnin úr Grindavík alla leið í oddaleik þar sem allt getur gerst. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Utan vallar Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Á stærstu stundum tímabilsins til þessa hefur karakter, samheldni og sigurvilji Keflvíkinga komið liðinu í gegnum mótlæti sem hefur svo sannarlega ekki verið að skornum skammti á þessari leiktíð. Pétri Ingvarssyni hefur á sínu fyrsta tímabili tekist að gjörbreyta hugarfari og ásýnd þessa Keflavíkurliðs. Um leið hefur það tekið upp hugarfar hans um að halda alltaf áfram sama hvað dynur á. Það gerði hann sem leikmaður og hélt því síðan áfram sem þjálfari. Fyrsti titill í tólf ár Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í mars og unnu þar sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Það stefndi þó ekki í það þegar liðið var fjórtán stigum undir á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í bikarúrslitaleiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Keflavíkurliðið kom til baka og gott betur. Liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-18 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Eftir vandræðalega stórt tap í öðrum leiknum á móti Álftanesi í átta liða úrslitunum þá svaraði Keflavíkurliðið með tveimur sigurleikjum í röð þar af 29 stiga sigri í endurkomu sinni í Forsetahöllina. Ballið búið, ekki satt? Í þessum leikjum fór Remy Martin á kostum eins og oft áður í vetur þegar allt er undir. Vandamálið var hins vegar að Martin sleit hásin í fyrsta leik undanúrslitanna á móti Grindavík. Ballið búið, ekki satt? Keflvíkingar töpuðu bæði leiknum og sínum besta leikmanni. Það að leggja árar í bát er hugtak sem er ekki til í orðaforða þessa Keflavíkurliðs. Það voru flestir búnir að afskrifa þá án Martin en þeir jöfnuðu einvígið í leik tvö. Dramatískur sigur en um leið táknrænn. Þeir létu okkur vita að þeir voru ekki hættir. Eftir stóran skell í þriðja leiknum í Smáranum töldu samt álíka margir að það yrði hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið. 15-1 byrjun 15-1 byrjun í gærkvöldi gaf aftur á móti skýr skilaboð og Keflavíkurliðið hljóp yfir Grindvíkinga langt fram í seinni hálfleik. Þá lenti liðið í enn einu mótlætinu þegar fyrirliðanum Halldóri Garðari Hermannssyni var vísað úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu ofan á óíþróttamannslega villu sína fyrr í leiknum. Liðið var þunnskipað án Martin og í enn verri stöðu nú þegar þessi baráttuhundur var líka kominn inn í klefa. Grindvíkingar svöruðu með svakalegum spretti og það leit út fyrir að Keflavíkurliðið væri að brotna. Þeir sönnuðu í staðinn fyrir okkur að þetta er lið sem vex við mótlæti og brotnar ekki svo auðveldlega. Liðið lifði af áhlaup Grindvíkinga og tókst að landa lífsnauðsynlegum sigri. Það er ekki hægt að halda öðru fram en að mótlæti smakkist vel í Keflavík. Keflavík í Keflavík en hvað með Smárann? Nú er bara að sjá hvernig liðið mætir til leiks í Smáranum annað kvöld. Það gerir enginn þau mistök lengur að afskrifa karakter og keppnisskap þessa Keflavíkurliðs. Við þekkjum Keflavík í Keflavík. Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort þeim tekst að vinna Grindvíkinga á útivelli en þeir voru langt frá því í síðasta leik liðanna í Smáranum. Hvernig sem fer annað kvöld þá verður þessa tímabils minnst fyrir karakter og skapgerð þessa Keflavíkurliðs sem endaði tólf ára bið eftir titli og fór með Íslandsmeistaraefnin úr Grindavík alla leið í oddaleik þar sem allt getur gerst.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Utan vallar Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira