Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 14:45 Örvar er spenntur fyrir framtíðinni á Grillhúsinu þar sem gestir eiga ekki bara von á borgara heldur gætu verið blústónleikar, pílukeppni eða pöbbkvis í gangi. Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjókokkinn fyrir um 30 árum og starfaði sem kokkur á frystitogurum árum saman. Þess á milli vann hann á veitingastöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi. Örvar segist hafa rekið augun í auglýsingu um sölu á Grillhúsinu í Borgarnesi um áramótin en þá hafði hann starfað sem rekstrarstjóri staðarins í nokkra mánuði. „Ég sá bara tækifæri til að stimpla mig inn í bæinn,“ segir Örvar. Hann hafi búið í Borgarnesi sem krakki. „Það er leiðinlegt hvernig þróunin hefur verið. Borgnesingar hafa sótt alla afþreyingu út úr bænum. En ég ætla að reyna að snúa þessu við,“ segir Örvar. Pílusalur opnaður Spenna er fyrir nýjum pílusal sem Örvar hyggst opna í öðru rými í húsinu. Opnunin er handan við hornið. Þá stendur hann fyrir alls konar viðburðum og hefur raunar gert undanfarna mánuði. Þar ber hæst pöbbkviss, trúbadorar og síðast en ekki síst blúshátíð þar sem fjórar hljómsveitir tróðu upp. Andrea Gylfadóttir blúsdrottning á meðal flytjenda. Blúsað við þjóðveg 1. Grillhúsið stendur við Þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum Borgarnesi. „Það hefur verið fín mæting á alla þessa viðburði, hvort sem það er pöbbkvis, trúbador eða blús. Það þarf greinilega bara að vera eitthvað til staðar fyrir fólkið og þá mætir það.“ Grillhúsið í Borgarnesi var auglýst til sölu ásamt tveimur veitingastöðum Grillhússins í Reykjavík um áramótin. Eigendur TGI Fridays keyptu reksturinn í Reykjavík en Örvar fer fyrir hópnum sem keypti útibúið í Borgarnesi. Opið í annan endann „Þetta er alveg dýrt. Miklu meira en ein fjölskylda ræður við. Ég þurfti að finna mannskap með mér og fann þá. Mjög góða og reynslumikla menn.“ Staðurinn opnar dyr sínar á hverjum degi klukkan ellefu og Örvar ætlar að hafa opið þangað til fólk er hætt að mæta. „Það fyrsta sem ég gerði var að ég tók út að það loki klukkan níu eða tíu. Það er algjör óþarfi að vera með sex starfsmenn í húsi og ekkert að gerast. En svo ef það er eitthvað að gerast þá vil ég hafa opið,“ segir Örvar. Þó ekki lengur en til eitt eins og tilskilin leyfi segja til um. En það er eitt alveg ljóst í huga Örvars: „Borgarnes verður staðurinn í sumar.“ Veitingastaðir Borgarbyggð Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Örvar segist hafa rekið augun í auglýsingu um sölu á Grillhúsinu í Borgarnesi um áramótin en þá hafði hann starfað sem rekstrarstjóri staðarins í nokkra mánuði. „Ég sá bara tækifæri til að stimpla mig inn í bæinn,“ segir Örvar. Hann hafi búið í Borgarnesi sem krakki. „Það er leiðinlegt hvernig þróunin hefur verið. Borgnesingar hafa sótt alla afþreyingu út úr bænum. En ég ætla að reyna að snúa þessu við,“ segir Örvar. Pílusalur opnaður Spenna er fyrir nýjum pílusal sem Örvar hyggst opna í öðru rými í húsinu. Opnunin er handan við hornið. Þá stendur hann fyrir alls konar viðburðum og hefur raunar gert undanfarna mánuði. Þar ber hæst pöbbkviss, trúbadorar og síðast en ekki síst blúshátíð þar sem fjórar hljómsveitir tróðu upp. Andrea Gylfadóttir blúsdrottning á meðal flytjenda. Blúsað við þjóðveg 1. Grillhúsið stendur við Þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum Borgarnesi. „Það hefur verið fín mæting á alla þessa viðburði, hvort sem það er pöbbkvis, trúbador eða blús. Það þarf greinilega bara að vera eitthvað til staðar fyrir fólkið og þá mætir það.“ Grillhúsið í Borgarnesi var auglýst til sölu ásamt tveimur veitingastöðum Grillhússins í Reykjavík um áramótin. Eigendur TGI Fridays keyptu reksturinn í Reykjavík en Örvar fer fyrir hópnum sem keypti útibúið í Borgarnesi. Opið í annan endann „Þetta er alveg dýrt. Miklu meira en ein fjölskylda ræður við. Ég þurfti að finna mannskap með mér og fann þá. Mjög góða og reynslumikla menn.“ Staðurinn opnar dyr sínar á hverjum degi klukkan ellefu og Örvar ætlar að hafa opið þangað til fólk er hætt að mæta. „Það fyrsta sem ég gerði var að ég tók út að það loki klukkan níu eða tíu. Það er algjör óþarfi að vera með sex starfsmenn í húsi og ekkert að gerast. En svo ef það er eitthvað að gerast þá vil ég hafa opið,“ segir Örvar. Þó ekki lengur en til eitt eins og tilskilin leyfi segja til um. En það er eitt alveg ljóst í huga Örvars: „Borgarnes verður staðurinn í sumar.“
Veitingastaðir Borgarbyggð Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira