„Auðvitað voru einhverjir villtir draumar um að fara í úrslitin“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2024 22:11 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Leikurinn í kvöld var síðasti leikurinn hans að sinni sem þjálfari Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, getur gengið sáttur frá borði nú þegar hann lætur af störfum en nýliðarnir voru hársbreidd frá því að leggja deildarmeistara Keflavíkur í oddaleik í kvöld, lokatölur kvöldsins 81-76. „Þær gerðu vel hér í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með svæðisvörnina. Þegar við opnuðum hana þá skoppaði boltinn ekki okkar megin og það gerist stundum í þessu lífi. Svona eru bara íþróttir. Það er oft stutt á milli í þessu. Það er kannski hægt að snúa þessu við. Þegar við unnum þær í Garðabænum þá kannski rúllaði hann upp úr hjá þeim og ofan í hjá okkur.“ Arnar gat ekki annað en hrósað Keflvíkingum og því starfi sem hefur verið í gangi í Keflavík undanfarin ár. „Ég held að það sé bara ágætt að byrja á því að óska Keflvíkingum til hamingju og óska þeim góðs gengis í úrslitum. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þetta lið. Uppaldar stelpur úr Keflavík með tvo atvinnumenn með sér. Mér finnst þær bara ógeðslega flottar. Batakveðjur á Birnu, ég vona innilega að hún verði tilbúin því ég hlakka til að horfa á þessa seríu sem er framundan.“ Það sást glöggt á viðbrögðum leikmanna Stjörnunnar í leikslok að þær voru drullusvekktar að tapa en á sama tíma geta þær verið stoltar af árangri tímabilsins. Arnar var raunsær allan tímann en viðurkenndi að tilhugsunin um að ná í úrslitin hefði kitlað. „Auðvitað voru einhverjir villtir draumar þegar þetta var komið svona að fara í úrslitin. En að sama skapi get ég ekki sagt annað en að þessar stelpur lögðu allt í sölurnar. Þær eru ótrúlega þroskaðar miðað við aldur og það ber að hrósa þeim fyrir það. Klippa: Arnar kveður Stjörnuna Hann fór síðan aðeins yfir síðustu ár og þá vinnu sem hans konur hafa lagt á sig til að ná þessum árangri og hrósaði Keflvíkingum sömuleiðis. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég er búinn að þjálfa þær í fjögur ár. Tók við stelpum sem stór hluti var hjá Brynjari Karli á undan. Þegar ég fékk þær þá fékk ég stelpur í 8. bekk sem skildu öll hugtök, gátu dripplað með hægri og vinstri, gátu spilað körfubolta og voru ótrúlega tilbúnar að spila af mikilli ákefð.“ Hann sagði að sú mikla vinna sem hefur verið lögð í þjálfun þessa liðs vera að skila sér og lagði áherslu á að það mætti ekki gefa neinn afslátt af þjálfun kvennabolta. „Þetta er það sem þarf að gera. Alvöru þjálfun á stelpur og þá kemur svona. Ekki gefa afslátt þar og þá kemur svona. Það er ekki búið að gefa afslátt hér í Keflavík. Þess vegna eru þær bestar. Þær eru ekki bestar vegna þess að það er einhver „sugar daddy“ að dæla í þetta pening. En ég vona samt að þessar stelpur séu að fá borgað því þær eiga það skilið. Það voru þúsund manns að horfa á þær hér í kvöld og þær eru ógeðslega góðar.“ Arnar er sannfærður um að þessi tvö lið séu skipuð sterkustu íslensku leikmönnunum í deildinni. „Það hefur ekki verið afsláttur af kvennaþjálfun í Keflavík í mörg ár og þess vegna eru þær bestar. Þessar stelpur sem eru að koma upp í Stjörnunni hafa heldur ekki fengið afslátt af þjálfun og aldrei fengið annars flokks þjálfara, ekki frekar en hér og það skilar sér í því að held að þetta séu heilt yfir tvö best mönnuðu liðin af Íslendingum, allavega uppöldum.“ Þetta var síðasti leikur Arnars í bili með Stjörnuna og aðspurður hvort hann væri með einhver skilaboð til íslensku körfuboltaþjóðarinnar í lokin glotti hann bara og þakkaði fyrir sig. „Nei nei, ætli þið séuð ekki bara fegin að vera laus við mig í bili? Takk fyrir mig!“ Takk sömuleiðis Arnar! Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Sjá meira
„Þær gerðu vel hér í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með svæðisvörnina. Þegar við opnuðum hana þá skoppaði boltinn ekki okkar megin og það gerist stundum í þessu lífi. Svona eru bara íþróttir. Það er oft stutt á milli í þessu. Það er kannski hægt að snúa þessu við. Þegar við unnum þær í Garðabænum þá kannski rúllaði hann upp úr hjá þeim og ofan í hjá okkur.“ Arnar gat ekki annað en hrósað Keflvíkingum og því starfi sem hefur verið í gangi í Keflavík undanfarin ár. „Ég held að það sé bara ágætt að byrja á því að óska Keflvíkingum til hamingju og óska þeim góðs gengis í úrslitum. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þetta lið. Uppaldar stelpur úr Keflavík með tvo atvinnumenn með sér. Mér finnst þær bara ógeðslega flottar. Batakveðjur á Birnu, ég vona innilega að hún verði tilbúin því ég hlakka til að horfa á þessa seríu sem er framundan.“ Það sást glöggt á viðbrögðum leikmanna Stjörnunnar í leikslok að þær voru drullusvekktar að tapa en á sama tíma geta þær verið stoltar af árangri tímabilsins. Arnar var raunsær allan tímann en viðurkenndi að tilhugsunin um að ná í úrslitin hefði kitlað. „Auðvitað voru einhverjir villtir draumar þegar þetta var komið svona að fara í úrslitin. En að sama skapi get ég ekki sagt annað en að þessar stelpur lögðu allt í sölurnar. Þær eru ótrúlega þroskaðar miðað við aldur og það ber að hrósa þeim fyrir það. Klippa: Arnar kveður Stjörnuna Hann fór síðan aðeins yfir síðustu ár og þá vinnu sem hans konur hafa lagt á sig til að ná þessum árangri og hrósaði Keflvíkingum sömuleiðis. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég er búinn að þjálfa þær í fjögur ár. Tók við stelpum sem stór hluti var hjá Brynjari Karli á undan. Þegar ég fékk þær þá fékk ég stelpur í 8. bekk sem skildu öll hugtök, gátu dripplað með hægri og vinstri, gátu spilað körfubolta og voru ótrúlega tilbúnar að spila af mikilli ákefð.“ Hann sagði að sú mikla vinna sem hefur verið lögð í þjálfun þessa liðs vera að skila sér og lagði áherslu á að það mætti ekki gefa neinn afslátt af þjálfun kvennabolta. „Þetta er það sem þarf að gera. Alvöru þjálfun á stelpur og þá kemur svona. Ekki gefa afslátt þar og þá kemur svona. Það er ekki búið að gefa afslátt hér í Keflavík. Þess vegna eru þær bestar. Þær eru ekki bestar vegna þess að það er einhver „sugar daddy“ að dæla í þetta pening. En ég vona samt að þessar stelpur séu að fá borgað því þær eiga það skilið. Það voru þúsund manns að horfa á þær hér í kvöld og þær eru ógeðslega góðar.“ Arnar er sannfærður um að þessi tvö lið séu skipuð sterkustu íslensku leikmönnunum í deildinni. „Það hefur ekki verið afsláttur af kvennaþjálfun í Keflavík í mörg ár og þess vegna eru þær bestar. Þessar stelpur sem eru að koma upp í Stjörnunni hafa heldur ekki fengið afslátt af þjálfun og aldrei fengið annars flokks þjálfara, ekki frekar en hér og það skilar sér í því að held að þetta séu heilt yfir tvö best mönnuðu liðin af Íslendingum, allavega uppöldum.“ Þetta var síðasti leikur Arnars í bili með Stjörnuna og aðspurður hvort hann væri með einhver skilaboð til íslensku körfuboltaþjóðarinnar í lokin glotti hann bara og þakkaði fyrir sig. „Nei nei, ætli þið séuð ekki bara fegin að vera laus við mig í bili? Takk fyrir mig!“ Takk sömuleiðis Arnar!
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Sjá meira