Rússneski íshokkímaðurinn Valeri Nichushkin hafði verið dæmdur í hálfs árs bann. Bandarískir fjölmiðlar segja frá banninu en ekki frá ástæðunum af hverju leikmaðurinn er kominn í þetta langa bann.
Colorado Avalanche er í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á móti Dallas Stars og hefur nú tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik einvígsins.
Avs forward Valeri Nichushkin suspended for at least 6 months an hour before Game 4 against Stars https://t.co/yRPTMe3S8D
— ESPN 690 (@ESPN690Jax) May 14, 2024
Nichushkin er markhæsti leikmaður allrar úrslitakeppninnar með níu mörk í átta leikjum. Liðið saknaði hans í líka í leiknum sem tapaðist 5-1.
Leikmenn Avalanche fréttu bara af banni hans um leið og þeir mættu til leiks því Nichushkin var með þeim á morgunæfingunni.
Nichushkin verður launalaus þessa sex mánuði sem hann er í banni.
Það fylgir þessum fréttum að Nichushkin er kominn á þriðja stig stuðningsmeðferðar leikmannasamtakanna.
Það að hann sé kominn á þriðja stigið þýðir að leikmaðurinn hefur brotið reglurnar á síðustu tveimur mánuðum.
Hinn 29 ára gamli Nichushkin var nefnilega líka frá keppni um miðjan janúar þegar hann var líka tekinn inn í umrædda stuðningsmeðferð. Hann var frá keppni fram í lok febrúar.
"We hope that he can find some peace and get help."
— TSN (@TSN_Sports) May 14, 2024
Coach Jared Bednar speaks on the Valeri Nichushkin situation. pic.twitter.com/SVezYNHQTF