Það má með sanni segja að það leynist ýmislegt í töskunni hjá Guggu.

Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því?
Lyklar: Lyklarnir eru í töskunni þegar ég man eftir þeim.

Sólgleraugu: Hvort sem það er sól eða ekki.

Jager skot: Ég er alltaf með lítið skot í töskunni þegar að ég fer út á lífið.

Ilmvatn: Minn stærsti ótti er að lykta illa.

Lítill hárbursti: Til að laga hárið.

Tyggjó: Engin andfýla.

Síminn er ofan í töskunni ef ég er ekki í honum.
Gloss og/eða varablýantur: Varirnar verða að vera glossaðar á öllum tímum!
Bronzer og bronzer-bursti: „Give me sun“bronzerinn frá Mac er uppáhaldið mitt.
Powderpuff og augnháragreiða: Til að laga mig.

Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi?
Kannski síminn minn, mér þykir rosalega vænt um hann.

Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni?
Ég tek alltaf góða skapið með.
Hver er þín uppáhalds taska og afhverju?
Foreldrar mínir gáfu mér svarta Hvisk tösku í afmælisgjöf fyrir einhverjum árum og mér þykir mjög vænt um hana. Hún er líka svo klassísk og fer við allt!

Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu?
Þegar að ég skipti um tösku þá tek ég til í leiðinni en annars er ég ekki mjög dugleg í því.
Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna?
Ég er oftast bara með eina litla „crossbody“ tösku, ég breyti samt frá djammtösku yfir í hversdagstösku.

Stór eða lítil taska og afhverju?
Lítil. Ég meika ekki að vera með stóra tösku, of mikið vesen!