Telja að Bruno verði áfram á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2024 07:00 Bruno Fernandes fer ekki fet nema eitthvað óvænt gerist. Shaun Botterill/Getty Images Þrátt fyrir orðróma þess efnis að Bruno Fernandes væri að hugsa sér til hreyfings þá hafi hann ákveðið að vera áfram í herbúðum Manchester United eftir að funda nýverið með félaginu. David Ornstein, hinn gríðarlegi áreiðanlegi blaðamaður The Athletic, greinir frá en ekki er langt síðan það var talið að hinn 29 ára gamli Bruno væri að íhuga að yfirgefa Rauðu djöflana eftir fjögurra ára veru í Manchester-borg. Manchester United met Bruno Fernandes last week to discuss his future, with the club making clear they want him to stay and the midfielder expressing a desire to remain at Old Trafford.More from @David_Ornstein ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 14, 2024 Fernandes og fylgdarlið hans settist hins vegar niður með forráðamönnum Man United og samkvæmt The Athletic fékk hann þar þá staðfestingu að liðið yrði áfram byggt í kringum fyrirliðann. Portúgalinn vildi staðfestingu á þeirri vegferð sem Man United væri á en það má reikna með gríðarlegum breytingum á leikmannahóp félagsins í sumar þökk sé innkomu Sir Jim Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS. Nú þegar hefur verið tekið til á skrifstofunni. Fernandes vill sjá sönnun þess að liðið geti verið samkeppnishæft á næstu árum en hann hefur fengið nóg af meðalmennsku. Það er því ekki hægt að útiloka að ef það komi risastórt tilboð í leikmanninn að hann gæti stokkið á það. Það er þó talið ólíklegt. Samningur Fernandes á Old Trafford rennur út sumarið 2026 með möguleika á árs framlengingu. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað jafn vel og undanfarin ár hefur Bruno samt skorað 15 mörk og gefið 11 stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Alls hefur hann spilað 230 leiki fyrir félagið, skorað 79 mörk og gefið 64 stoðsendingar. Forráðamenn Man United sem og stuðningsfólk félagsins vonast til að Portúgalinn bæti við þá tölu áður en tímabilinu lýkur og þá sérstaklega gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
David Ornstein, hinn gríðarlegi áreiðanlegi blaðamaður The Athletic, greinir frá en ekki er langt síðan það var talið að hinn 29 ára gamli Bruno væri að íhuga að yfirgefa Rauðu djöflana eftir fjögurra ára veru í Manchester-borg. Manchester United met Bruno Fernandes last week to discuss his future, with the club making clear they want him to stay and the midfielder expressing a desire to remain at Old Trafford.More from @David_Ornstein ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 14, 2024 Fernandes og fylgdarlið hans settist hins vegar niður með forráðamönnum Man United og samkvæmt The Athletic fékk hann þar þá staðfestingu að liðið yrði áfram byggt í kringum fyrirliðann. Portúgalinn vildi staðfestingu á þeirri vegferð sem Man United væri á en það má reikna með gríðarlegum breytingum á leikmannahóp félagsins í sumar þökk sé innkomu Sir Jim Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS. Nú þegar hefur verið tekið til á skrifstofunni. Fernandes vill sjá sönnun þess að liðið geti verið samkeppnishæft á næstu árum en hann hefur fengið nóg af meðalmennsku. Það er því ekki hægt að útiloka að ef það komi risastórt tilboð í leikmanninn að hann gæti stokkið á það. Það er þó talið ólíklegt. Samningur Fernandes á Old Trafford rennur út sumarið 2026 með möguleika á árs framlengingu. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað jafn vel og undanfarin ár hefur Bruno samt skorað 15 mörk og gefið 11 stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Alls hefur hann spilað 230 leiki fyrir félagið, skorað 79 mörk og gefið 64 stoðsendingar. Forráðamenn Man United sem og stuðningsfólk félagsins vonast til að Portúgalinn bæti við þá tölu áður en tímabilinu lýkur og þá sérstaklega gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira