Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2024 08:00 Jón, Halla Hrund, Halla, Katrín, Baldur og Arnar Þór mætast í kappræðum. vísir Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. Nú er rétt um hálfur mánuður þar til þjóðin kýs sjöunda forseta lýðveldisins. Frá 8. apríl hafa verið birtar að minnsta kosti fimmtán kannanir um fylgi frambjóðenda þar sem fylgið hefur verið á mikilli hreyfingu. Í kvöld birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir töluverðar breytingar á fylginu. Að loknum kvöldfréttum koma þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir til fyrri kappræðna Stöðvar 2 fyrir komandi kosningar. Þar verður leitað viðbragða við könnuninni en frambjóðendur einnig spurðir spjörunum úr. Við heyrum einnig skoðanir almennings á forsetaembættinu og spyrjum nokkurra spurninga sem fólk hefur sent okkur. Fylgið hefur haldið áfram að sveiflast í maímánuði og þá ekki bara í efstu sætunum. Því í könnunum bæði Prósents og Gallups í síðustu viku tvöfölduðu Halla Tómasdóttir og Arnar Þór Jónsson fylgi sitt frá síðustu könnunum þar á undan. Halla Tómasdóttir mældist með um 12 prósent í síðustu könnunum Prósents og Gallup og Arnar Þór um 6 prósent. Aðrir frambjóðendur hafa ekki hlotið náð fyrir kjósendum í könnunum. Mælast oftast undir tveimur prósentum og jafnvel einu prósenti. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar ákvað því að bjóða sex efstu frambjóðendum til kappræðna í kvöld klukkan 18:55. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagksrá á Stöð 2 og Vísi. Þetta eru fyrri kappræður af tveimur. Frambjóðendur munu aftur mæta í beina útsendingu þegar tveir dagar verða til kosninga hinn 30. maí. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. 3. maí 2024 14:07 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Nú er rétt um hálfur mánuður þar til þjóðin kýs sjöunda forseta lýðveldisins. Frá 8. apríl hafa verið birtar að minnsta kosti fimmtán kannanir um fylgi frambjóðenda þar sem fylgið hefur verið á mikilli hreyfingu. Í kvöld birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir töluverðar breytingar á fylginu. Að loknum kvöldfréttum koma þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir til fyrri kappræðna Stöðvar 2 fyrir komandi kosningar. Þar verður leitað viðbragða við könnuninni en frambjóðendur einnig spurðir spjörunum úr. Við heyrum einnig skoðanir almennings á forsetaembættinu og spyrjum nokkurra spurninga sem fólk hefur sent okkur. Fylgið hefur haldið áfram að sveiflast í maímánuði og þá ekki bara í efstu sætunum. Því í könnunum bæði Prósents og Gallups í síðustu viku tvöfölduðu Halla Tómasdóttir og Arnar Þór Jónsson fylgi sitt frá síðustu könnunum þar á undan. Halla Tómasdóttir mældist með um 12 prósent í síðustu könnunum Prósents og Gallup og Arnar Þór um 6 prósent. Aðrir frambjóðendur hafa ekki hlotið náð fyrir kjósendum í könnunum. Mælast oftast undir tveimur prósentum og jafnvel einu prósenti. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar ákvað því að bjóða sex efstu frambjóðendum til kappræðna í kvöld klukkan 18:55. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagksrá á Stöð 2 og Vísi. Þetta eru fyrri kappræður af tveimur. Frambjóðendur munu aftur mæta í beina útsendingu þegar tveir dagar verða til kosninga hinn 30. maí.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. 3. maí 2024 14:07 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23
Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44
Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. 3. maí 2024 14:07