Ísland í öðru sæti Regnbogakortsins um réttindi hinsegin fólks Bjarndís Helga Tómasdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa 15. maí 2024 08:46 Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Það eru gleðifréttir að Ísland er nú í öðru sæti kortsins og uppfyllir 83% af viðmiðum ILGA-Europe um réttindi hinsegin fólks. Það er frábær árangur og því er vert að staldra við og líta yfir farinn veg. Fyrir aðeins sjö árum sat Ísland í 17. sæti kortsins og uppfyllti aðeins 47% lagalegra viðmiða. Það er því dálítið sérstök gleði að þrátt fyrir bakslag í almennri umræðu síðustu ár hefur löggjöfin á Íslandi aldrei verið betri þegar kemur að hinsegin málefnum. Mikilvægar breytingar á stuttum tíma Um síðustu áramót tóku gildi lög um bann við bælingarmeðferð, sem er afar jákvætt og mikilvægt skref. Eins hafa þau teymi heilbrigðiskerfisins sem þjónusta trans fólk bætt áætlanir og þjónustu sína í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði, sem enn er verið að vinna inn í reglugerðir og áætlanir. Einnig hefur breytum sem tengjast hinseginleikanum, þ.e. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni, verið bætt við 70. gr. almennra hegningarlaga er varðar þætti sem hafa áhrif á refsihæð glæpa. Regnbogakortið hefur tekið þó nokkrum breytingum á síðasta áratug sem sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í hinsegin baráttunni. Það er baráttu þúsunda einstaklinga í fjölda landa að þakka hversu ítarlegt og vandað regnbogakortið er, og á síðustu árum hafa enn fleiri hópar stigið fram og krafist sjálfsagðra réttinda. Þess ber þó að geta að kortið mælir einungis lagalega stöðu en er ekki eftirlit með framkvæmd, það er á herðum félaga hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa í hverju landi fyrir sig. Í ár skiptist kortið í sjö flokka: Fjölskyldumál, jafnrétti og bann við mismunun, hatursglæpi- og áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi, alþjóðlega vernd og líkamlega friðhelgi intersex fólks. Í fyrra var Ísland í fimmta sæti af 49 og uppfyllti 71% af þeim lagalegu skilyrðum sem kortið mælir. Baráttan er ekki búin Það er sannarlega gleðiefni hve Regnbogakortið lýsir miklum árangri í málefnum hinsegin fólks hér á landi. En á meðan við fögnum árangrinum hér á Íslandi býr hinsegin fólk í víða í Evrópu og Mið-Asíu enn við mikla ólgu, óvissu og óöryggi. Pólitískur ágreiningur um réttarstöðu hinsegin fólks hefur orðið til þess að lönd detta niður listann eða standa í stað. Í sumum landanna má rekja þetta fall beint til þess skipulagða áróðurs sem beitt hefur verið gegn trans fólki. Sums staðar er slíkum áróðri og hinsegin réttindum almennt beitt sem pólitísku vopni af stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum. Það er rétt að minnast þess að svo grafalvarleg staða er ekki bara uppi í löndum fjarri og ólíkum Íslandi heldur til dæmis í nágrannalöndum eins og Bretlandi, sem hefur fallið hratt niður Regnbogakortið undanfarin ár. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna þá falla þau öll niður listann þar sem ekki var unnt að endurskrifa aðgerðaráætlanir í málaflokknum. Það er því mikilvægt að muna að baráttan fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er síður en svo unnin. Árangur okkar hér á landi hefur ekki komið af sjálfu sér. Á síðustu árum hafa Samtökin ’78 eflt samtal við löggjafar- og framkvæmdarvaldið, sem og samfélagið í heild sinni. Krafan um aukin réttindi kemur frá samfélaginu sjálfu, og því mikilvægt fyrir okkur að vera vel vakandi og miðla þeim skilaboðum til stjórnvalda. Við viljum þakka samfélaginu fyrir stuðninginn og samstöðuna sem hefur skapað þennan árangur á síðustu árum og minnum á að Samtökin ’78 munu áfram standa vörð um réttindi hinsegin fólks, og munu ekki gefa neitt eftir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78.Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Það eru gleðifréttir að Ísland er nú í öðru sæti kortsins og uppfyllir 83% af viðmiðum ILGA-Europe um réttindi hinsegin fólks. Það er frábær árangur og því er vert að staldra við og líta yfir farinn veg. Fyrir aðeins sjö árum sat Ísland í 17. sæti kortsins og uppfyllti aðeins 47% lagalegra viðmiða. Það er því dálítið sérstök gleði að þrátt fyrir bakslag í almennri umræðu síðustu ár hefur löggjöfin á Íslandi aldrei verið betri þegar kemur að hinsegin málefnum. Mikilvægar breytingar á stuttum tíma Um síðustu áramót tóku gildi lög um bann við bælingarmeðferð, sem er afar jákvætt og mikilvægt skref. Eins hafa þau teymi heilbrigðiskerfisins sem þjónusta trans fólk bætt áætlanir og þjónustu sína í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði, sem enn er verið að vinna inn í reglugerðir og áætlanir. Einnig hefur breytum sem tengjast hinseginleikanum, þ.e. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni, verið bætt við 70. gr. almennra hegningarlaga er varðar þætti sem hafa áhrif á refsihæð glæpa. Regnbogakortið hefur tekið þó nokkrum breytingum á síðasta áratug sem sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í hinsegin baráttunni. Það er baráttu þúsunda einstaklinga í fjölda landa að þakka hversu ítarlegt og vandað regnbogakortið er, og á síðustu árum hafa enn fleiri hópar stigið fram og krafist sjálfsagðra réttinda. Þess ber þó að geta að kortið mælir einungis lagalega stöðu en er ekki eftirlit með framkvæmd, það er á herðum félaga hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa í hverju landi fyrir sig. Í ár skiptist kortið í sjö flokka: Fjölskyldumál, jafnrétti og bann við mismunun, hatursglæpi- og áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi, alþjóðlega vernd og líkamlega friðhelgi intersex fólks. Í fyrra var Ísland í fimmta sæti af 49 og uppfyllti 71% af þeim lagalegu skilyrðum sem kortið mælir. Baráttan er ekki búin Það er sannarlega gleðiefni hve Regnbogakortið lýsir miklum árangri í málefnum hinsegin fólks hér á landi. En á meðan við fögnum árangrinum hér á Íslandi býr hinsegin fólk í víða í Evrópu og Mið-Asíu enn við mikla ólgu, óvissu og óöryggi. Pólitískur ágreiningur um réttarstöðu hinsegin fólks hefur orðið til þess að lönd detta niður listann eða standa í stað. Í sumum landanna má rekja þetta fall beint til þess skipulagða áróðurs sem beitt hefur verið gegn trans fólki. Sums staðar er slíkum áróðri og hinsegin réttindum almennt beitt sem pólitísku vopni af stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum. Það er rétt að minnast þess að svo grafalvarleg staða er ekki bara uppi í löndum fjarri og ólíkum Íslandi heldur til dæmis í nágrannalöndum eins og Bretlandi, sem hefur fallið hratt niður Regnbogakortið undanfarin ár. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna þá falla þau öll niður listann þar sem ekki var unnt að endurskrifa aðgerðaráætlanir í málaflokknum. Það er því mikilvægt að muna að baráttan fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er síður en svo unnin. Árangur okkar hér á landi hefur ekki komið af sjálfu sér. Á síðustu árum hafa Samtökin ’78 eflt samtal við löggjafar- og framkvæmdarvaldið, sem og samfélagið í heild sinni. Krafan um aukin réttindi kemur frá samfélaginu sjálfu, og því mikilvægt fyrir okkur að vera vel vakandi og miðla þeim skilaboðum til stjórnvalda. Við viljum þakka samfélaginu fyrir stuðninginn og samstöðuna sem hefur skapað þennan árangur á síðustu árum og minnum á að Samtökin ’78 munu áfram standa vörð um réttindi hinsegin fólks, og munu ekki gefa neitt eftir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78.Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun