Fótbolti

Fækka landsleikjagluggum og koma á fót HM fé­lags­liða

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gianni Infantino hampar heimsmeistarabikar félagsliða.
Gianni Infantino hampar heimsmeistarabikar félagsliða. asser Bakhsh - FIFA/FIFA via Getty Images

FIFA hefur sett á laggirnar heimsmeistaramót félagsliða kvenna í fótbolta. Mótið mun samanstanda af 16 félagsliðum og fara fram á fjögurra fresti, í fyrsta sinn í ársbyrjun 2026.

Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig lið öðlast þátttökurétt í mótinu en gera má ráð fyrir að þar eigist við sigurvegarar í helstu keppnum Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku. 

Samhliða þessu var ákveðið að fækka landsleikjagluggum frá sex niður í fimm til að dempa leikjaálag á leikmenn. Ólíkt því sem ákveðið var að gera karlamegin en þar var ákveðið að fjölga leikjum, við litla hrifningu leikmannasamtaka. 

HM félagsliða kvenna mun alltaf fara fram fyrir fyrsta landsleikjaglugga hvers árs og áður en úrslitakeppni Meistaradeildarinnar og bandaríska úrvalsdeildin hefst. 

„Nýtt almanak alþjóðlegs kvennafótbolta og breytingar á reglugerðinni eru mikilvægur þáttur í okkar skuldbindingu að færa kvennafótboltann á hærra stig með aukinni samkeppni alþjóðlega “ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir tilkynninguna. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×