Tiger trúir enn á sjálfan sig: „Líður enn eins og ég geti unnið golfmót“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2024 23:30 Tiger Woods er klár í slaginn fyrir PGA Meistaramótið í golfi. Ross Kinnaird/Getty Images Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, hefur enn trú á því að hann geti unnið sinn sextánda risatitil þegar PGA-meistaramótið í golfi fer fram um helgina. Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hélt áfram að skrifa söguna í síðasta mánuði þegar hann komst í gegnum niðurskurinn á The Masters 24. árið í röð. Hann endaði þó að lokum í neðsta sæti af þeim sem komust í gegn. Woods greindi hins vegar frá því á The Masters að hann ætlaði sér að taka þátt á öllum risamótum ársins í fyrsta sinn síðan 2019. Hinn 48 ára gamli Tiger Woods segist ætla að taka það jákvæða með sér af The Masters yfir á PGA-meistaramótið. Tiger Woods has arrived at the 2024 PGA Championship 🐅#PGAChamp pic.twitter.com/RPX1KlKzyo— PGA Championship (@PGAChampionship) May 12, 2024 „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. PGA-meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. PGA-meistaramótið Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hélt áfram að skrifa söguna í síðasta mánuði þegar hann komst í gegnum niðurskurinn á The Masters 24. árið í röð. Hann endaði þó að lokum í neðsta sæti af þeim sem komust í gegn. Woods greindi hins vegar frá því á The Masters að hann ætlaði sér að taka þátt á öllum risamótum ársins í fyrsta sinn síðan 2019. Hinn 48 ára gamli Tiger Woods segist ætla að taka það jákvæða með sér af The Masters yfir á PGA-meistaramótið. Tiger Woods has arrived at the 2024 PGA Championship 🐅#PGAChamp pic.twitter.com/RPX1KlKzyo— PGA Championship (@PGAChampionship) May 12, 2024 „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. PGA-meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4.
PGA-meistaramótið Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira