Þriðji markahæsti landsliðsmaðurinn leggur skóna á hilluna Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2024 14:30 Mynd sem FIFA birti á samfélagsmiðlum sínum Chhetri til heiðurs. Unnin í myndvinnsluforriti. X / @fifaworldcup Indverska knattspynugoðsögnin og þriðji markahæsti landsliðsmaður heims, Sunil Chhetri, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann mun leika sinn síðasta landsleik gegn Kúveit, 6. júní næstkomandi. Chhetri er 39 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir indverska landsliðið frá frumraun sinni árið 2005. Hann skoraði sitt 94. mark í 150. landsleiknum gegn Afganistan og situr í þriðja sæti á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi á lista yfir landsliðsmörk núverandi leikmanna. Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar Indverjar tóku upp hið alíslenska víkingaklapp þegar þeir fögnuðu sigri. Chhetri var fyrirliði og fór fyrir fagnaðarlátunum í leikslok og tók að sér heimsfrægt hlutverk Arons Einars Gunnarssonar eins og sjá má hér fyrir neðan. Nothing beats postmatch celebrations with the fans 👏🇮🇳! #AsianCup2019 pic.twitter.com/JFbAxuHKTS— #AsianCup2023 (@afcasiancup) January 6, 2019 Hann tilkynnti ákvörðunina með tæplega tíu mínútna löngu myndskeiði á samfélagsmiðlum. Kveðjur til kappans hafa raðast inn síðan færslan var birt. Honum er eignaður stór hlutur í uppgangi fótbolta á Indlandi, sem hefur í gegnum tíðina verið gefnari fyrir krikket. Chhetri hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir störf sín utan vallar, bæði í þágu knattspyrnunnar og almannaheillar. View this post on Instagram A post shared by Sunil Chhetri (@chetri_sunil11) Indland Fótbolti Tengdar fréttir Indverjar að reyna að gera Víkingaklappið að sínu Indverjar eiga kannski ekki mikið sameiginlegt með okkur Íslendingum en í fótboltanum eru landsliðsmenn Indlands samt farnir að fagna sigri eins og strákarnir okkar. 7. janúar 2019 12:00 Á fljúgandi siglingu með víkingaklappið að vopni Indverjar hafa gert víkingaklappið að sínu og eru skyndilega farnir að vinna fótboltamót. 11. júní 2018 09:45 Indverji kominn upp fyrir Lionel Messi Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. 11. júlí 2019 14:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Chhetri er 39 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir indverska landsliðið frá frumraun sinni árið 2005. Hann skoraði sitt 94. mark í 150. landsleiknum gegn Afganistan og situr í þriðja sæti á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi á lista yfir landsliðsmörk núverandi leikmanna. Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar Indverjar tóku upp hið alíslenska víkingaklapp þegar þeir fögnuðu sigri. Chhetri var fyrirliði og fór fyrir fagnaðarlátunum í leikslok og tók að sér heimsfrægt hlutverk Arons Einars Gunnarssonar eins og sjá má hér fyrir neðan. Nothing beats postmatch celebrations with the fans 👏🇮🇳! #AsianCup2019 pic.twitter.com/JFbAxuHKTS— #AsianCup2023 (@afcasiancup) January 6, 2019 Hann tilkynnti ákvörðunina með tæplega tíu mínútna löngu myndskeiði á samfélagsmiðlum. Kveðjur til kappans hafa raðast inn síðan færslan var birt. Honum er eignaður stór hlutur í uppgangi fótbolta á Indlandi, sem hefur í gegnum tíðina verið gefnari fyrir krikket. Chhetri hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir störf sín utan vallar, bæði í þágu knattspyrnunnar og almannaheillar. View this post on Instagram A post shared by Sunil Chhetri (@chetri_sunil11)
Indland Fótbolti Tengdar fréttir Indverjar að reyna að gera Víkingaklappið að sínu Indverjar eiga kannski ekki mikið sameiginlegt með okkur Íslendingum en í fótboltanum eru landsliðsmenn Indlands samt farnir að fagna sigri eins og strákarnir okkar. 7. janúar 2019 12:00 Á fljúgandi siglingu með víkingaklappið að vopni Indverjar hafa gert víkingaklappið að sínu og eru skyndilega farnir að vinna fótboltamót. 11. júní 2018 09:45 Indverji kominn upp fyrir Lionel Messi Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. 11. júlí 2019 14:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Indverjar að reyna að gera Víkingaklappið að sínu Indverjar eiga kannski ekki mikið sameiginlegt með okkur Íslendingum en í fótboltanum eru landsliðsmenn Indlands samt farnir að fagna sigri eins og strákarnir okkar. 7. janúar 2019 12:00
Á fljúgandi siglingu með víkingaklappið að vopni Indverjar hafa gert víkingaklappið að sínu og eru skyndilega farnir að vinna fótboltamót. 11. júní 2018 09:45
Indverji kominn upp fyrir Lionel Messi Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. 11. júlí 2019 14:00