Hafa aðeins meiri trú á Keflavík en Njarðvík í úrslitaeinvíginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Daniela Wallen og félagar í Keflavík hafa unnið alla fimm innbyrðis leiki liðanna í vetur. Vísir/Diego Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður í Blue-höllinni í Keflavík. Keflavík kláraði einvígi sitt á móti Stjörnunni í oddaleik á mánudagskvöldið en Njarðvíkurkonur hafa beðið í tíu daga eftir leik kvöldsins. Keflavík hefur ekki orðið Íslandsmeistari í sjö ár en Njarðvík getur unnið annan Íslandsmeistaratitil sinn á síðustu þremur árum. Þetta verður í annað skiptið sem Reykjanesbæjarliðin spila til úrslita um titilinn en það gerðist líka árið 2011 þegar Keflavík vann 3-0. Þjálfari Keflavíkur í dag, Sverrir Þór Sverrisson, þjálfaði þá Njarðvíkurliðið. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.30. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um það hvernig úrslitaeinvígið fer í ár. Keflavík er deildarmeistari og vann alla fimm leiki liðanna í vetur, fjóra í deild og einn í bikar. Sérfræðingarnir búast aftur á móti við mjög jöfnu einvígi en þær hafa aðeins meiri trú á Keflavíkurkonum í úrslitaeinvíginu. Njarðvíkurliðið leit vel út í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík þar sem liðið vann alla þrjá leikina. Keflavíkurkonur lentu aftur á móti óvænt í miklu basli með ungt lið Stjörnunnar og þurftu endurkomu í oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Þrír af fimm sérfræðingum spá Keflavík sigri en þær sem spá Keflavík sigri telja að einvígið fari alla leið í oddaleik. Þær tvær sem spá Njarðvík sigri sjá þær fyrir sér vinna einvígið 3-1. Fjórar af fimm spá Keflavíkurliðinu aftur á móti sigri í fyrsta leiknum í kvöld. Fari svo að Njarðvík vinni einvígið þá verður það í fyrsta sinn sem Njarðvíkurkonur vinna einvígi á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Keflavík hefur unnið öll þrjú einvígin til þessa og alls 8 af 9 leikjum liðanna í úrslitakeppni. Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Fyrsti leikurinn verður í Blue-höllinni í Keflavík. Keflavík kláraði einvígi sitt á móti Stjörnunni í oddaleik á mánudagskvöldið en Njarðvíkurkonur hafa beðið í tíu daga eftir leik kvöldsins. Keflavík hefur ekki orðið Íslandsmeistari í sjö ár en Njarðvík getur unnið annan Íslandsmeistaratitil sinn á síðustu þremur árum. Þetta verður í annað skiptið sem Reykjanesbæjarliðin spila til úrslita um titilinn en það gerðist líka árið 2011 þegar Keflavík vann 3-0. Þjálfari Keflavíkur í dag, Sverrir Þór Sverrisson, þjálfaði þá Njarðvíkurliðið. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.30. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um það hvernig úrslitaeinvígið fer í ár. Keflavík er deildarmeistari og vann alla fimm leiki liðanna í vetur, fjóra í deild og einn í bikar. Sérfræðingarnir búast aftur á móti við mjög jöfnu einvígi en þær hafa aðeins meiri trú á Keflavíkurkonum í úrslitaeinvíginu. Njarðvíkurliðið leit vel út í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík þar sem liðið vann alla þrjá leikina. Keflavíkurkonur lentu aftur á móti óvænt í miklu basli með ungt lið Stjörnunnar og þurftu endurkomu í oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Þrír af fimm sérfræðingum spá Keflavík sigri en þær sem spá Keflavík sigri telja að einvígið fari alla leið í oddaleik. Þær tvær sem spá Njarðvík sigri sjá þær fyrir sér vinna einvígið 3-1. Fjórar af fimm spá Keflavíkurliðinu aftur á móti sigri í fyrsta leiknum í kvöld. Fari svo að Njarðvík vinni einvígið þá verður það í fyrsta sinn sem Njarðvíkurkonur vinna einvígi á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Keflavík hefur unnið öll þrjú einvígin til þessa og alls 8 af 9 leikjum liðanna í úrslitakeppni. Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn
Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira