Hafa aðeins meiri trú á Keflavík en Njarðvík í úrslitaeinvíginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Daniela Wallen og félagar í Keflavík hafa unnið alla fimm innbyrðis leiki liðanna í vetur. Vísir/Diego Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður í Blue-höllinni í Keflavík. Keflavík kláraði einvígi sitt á móti Stjörnunni í oddaleik á mánudagskvöldið en Njarðvíkurkonur hafa beðið í tíu daga eftir leik kvöldsins. Keflavík hefur ekki orðið Íslandsmeistari í sjö ár en Njarðvík getur unnið annan Íslandsmeistaratitil sinn á síðustu þremur árum. Þetta verður í annað skiptið sem Reykjanesbæjarliðin spila til úrslita um titilinn en það gerðist líka árið 2011 þegar Keflavík vann 3-0. Þjálfari Keflavíkur í dag, Sverrir Þór Sverrisson, þjálfaði þá Njarðvíkurliðið. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.30. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um það hvernig úrslitaeinvígið fer í ár. Keflavík er deildarmeistari og vann alla fimm leiki liðanna í vetur, fjóra í deild og einn í bikar. Sérfræðingarnir búast aftur á móti við mjög jöfnu einvígi en þær hafa aðeins meiri trú á Keflavíkurkonum í úrslitaeinvíginu. Njarðvíkurliðið leit vel út í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík þar sem liðið vann alla þrjá leikina. Keflavíkurkonur lentu aftur á móti óvænt í miklu basli með ungt lið Stjörnunnar og þurftu endurkomu í oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Þrír af fimm sérfræðingum spá Keflavík sigri en þær sem spá Keflavík sigri telja að einvígið fari alla leið í oddaleik. Þær tvær sem spá Njarðvík sigri sjá þær fyrir sér vinna einvígið 3-1. Fjórar af fimm spá Keflavíkurliðinu aftur á móti sigri í fyrsta leiknum í kvöld. Fari svo að Njarðvík vinni einvígið þá verður það í fyrsta sinn sem Njarðvíkurkonur vinna einvígi á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Keflavík hefur unnið öll þrjú einvígin til þessa og alls 8 af 9 leikjum liðanna í úrslitakeppni. Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Fyrsti leikurinn verður í Blue-höllinni í Keflavík. Keflavík kláraði einvígi sitt á móti Stjörnunni í oddaleik á mánudagskvöldið en Njarðvíkurkonur hafa beðið í tíu daga eftir leik kvöldsins. Keflavík hefur ekki orðið Íslandsmeistari í sjö ár en Njarðvík getur unnið annan Íslandsmeistaratitil sinn á síðustu þremur árum. Þetta verður í annað skiptið sem Reykjanesbæjarliðin spila til úrslita um titilinn en það gerðist líka árið 2011 þegar Keflavík vann 3-0. Þjálfari Keflavíkur í dag, Sverrir Þór Sverrisson, þjálfaði þá Njarðvíkurliðið. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.30. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um það hvernig úrslitaeinvígið fer í ár. Keflavík er deildarmeistari og vann alla fimm leiki liðanna í vetur, fjóra í deild og einn í bikar. Sérfræðingarnir búast aftur á móti við mjög jöfnu einvígi en þær hafa aðeins meiri trú á Keflavíkurkonum í úrslitaeinvíginu. Njarðvíkurliðið leit vel út í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík þar sem liðið vann alla þrjá leikina. Keflavíkurkonur lentu aftur á móti óvænt í miklu basli með ungt lið Stjörnunnar og þurftu endurkomu í oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Þrír af fimm sérfræðingum spá Keflavík sigri en þær sem spá Keflavík sigri telja að einvígið fari alla leið í oddaleik. Þær tvær sem spá Njarðvík sigri sjá þær fyrir sér vinna einvígið 3-1. Fjórar af fimm spá Keflavíkurliðinu aftur á móti sigri í fyrsta leiknum í kvöld. Fari svo að Njarðvík vinni einvígið þá verður það í fyrsta sinn sem Njarðvíkurkonur vinna einvígi á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Keflavík hefur unnið öll þrjú einvígin til þessa og alls 8 af 9 leikjum liðanna í úrslitakeppni. Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn
Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira