Enski boltinn

Vill komast hjá því að af­henda City bikarinn

Aron Guðmundsson skrifar
Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, tekur í höndina á leikmanni Manchester City, Kevin De Bruyne, eftir að liðið hafði tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili
Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, tekur í höndina á leikmanni Manchester City, Kevin De Bruyne, eftir að liðið hafði tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili Vísir/Getty

Richard Masters, fram­kvæmda­stjóri ensku úr­vals­deildarinnar mun vera við­staddur leik Arsenal og E­ver­ton á Emira­tes leik­vanginum í Lundúnum í komandi loka­um­ferð deildarinnar þar sem að bar­áttan um Eng­lands­meistara­titilinn ræðst. Það gerir Masters þrátt fyrir að lík­legra þyki að Eng­lands­meistara­titillinn verði af­hentur í Manchester­borg.

The At­hletic greinir frá því að Masters, sem af­henti Manchester City bikarinn á síðasta tíma­bili, vilji forðast þær að­stæður núna í ljósi þess að fé­lagið hefur verið á­kært fyrir 115 meint brot á fjár­hags­reglum ensku úr­vals­deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Manchester City neitar sök.

Sú var reyndar einnig staðan á síðasta tímabili þegar að Masters afhenti City bikarinn en liðið situr á toppi ensku úr­vals­deildarinnar fyrir loka­um­ferðina með tveggja stiga for­ystu. Hefur ör­lögin í sínum höndum.

Sigur gegn West Ham á sunnu­daginn inn­siglar Eng­lands­meistara­titilinn. Sem yrði sá fjórði í röð hjá Manchester City. Það yrði met í sögu ensku úr­vals­deildarinnar. 

Ali­son Brittain, for­maður stjórnar ensku úr­vals­deildarinnar, verður á Eti­had leik­vanginum sem full­trúi deildarinnar.

Skytturnar í Arsenal geta þó enn orðið Eng­lands­meistarar fari svo að liðið vinni E­ver­ton og City geri jafn­tefli eða tapi leik sínum gegn West Ham.

Réttar­höld er tengjast þessum 115 meintu brotum Manchester City eiga að hefjast í októ­ber eða nóvember á þessu ári og búist er við því að dómur verði kveðinn upp sumarið 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×