Lífið

Andri og Erla selja í Seljunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eign hjónanna er notalega innréttuð þar sem jarðlitatónar eru í forgrunni.
Eign hjónanna er notalega innréttuð þar sem jarðlitatónar eru í forgrunni.

Andri Heiðar Kristinsson fjárfestingastjóri og Erla Ósk Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Símanum hafa sett íbúð sína í Stuðlaseli í Breiðholti á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 87,9 milljónir.

Um er að ræða 122 fermetra íbúð á jarðhæð í tvíbýli ásamt bílskúr. Samtals eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Heimilið er innréttað á stílhreinan en hlýlegan hátt. Í eldhúsi er dökk viðarinnrétting með góðu skápaplássi og tvöföldum ísskáp. Opið er við eldhús og alrými, sem samanstendur af stofu og borðstofu. Útgengt er úr stofu í stóran garð með viðarverönd og heitum potti.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.

Falleg innrétting með góðu vinnuplássi.Fasteignaljósmyndun
Alrýmið rúmgott og bjart. Þaðan er útgengt í stóran og gróinn garð.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergi var nýlega endurnýjað.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.