„Það helltust yfir mann bara alls konar tilfinningar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 14:19 Kristófer Acox er klár í slaginn fyrir leikinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Kristófer Acox er mættur í sín sjöttu lokaúrslit á síðustu sjö árum. Úrslitaeinvígið á móti Grindavík hefst á Hlíðarenda í kvöld en Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliða Valsmanna um komandi einvígi. Fyrsti leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18.30. Fyrir leikinn settist Kristófer niður með umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds og ræddi við hann um allt sem kemur að Valsliðinu og úrslitaeinvíginu við Grindvíkinga. „Þið eruð komnir í úrslit þriðja árið í röð og þú varst nánast í sjokki í viðtali við Nablann eftir oddaleikinn gegn Njarðvík. Þetta er búin að vera rosaleg vegferð fyrir ykkur Valsmenn að komast alla leið í úrslitaeinvígið í ár,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Já, algjörlega. Ég fann svolítið fyrir því eftir leikinn þegar ég vissi að þetta væri komið. Það helltust yfir mann bara alls konar tilfinningar. Þetta er búið að vera upp og niður með margt hjá okkur í vetur við náum að sama skapi að halda dampi finnst mér mjög vel, heilt yfir tímabilið,“ sagði Kristófer Acox. „Að ná því að komast alla leið aftur í úrslit eftir allt saman þá horfir maður til baka og getur verið stoltur af því afreki. Auðvitað eru enn þá þrír leikir eftir sem við þurfum að vinna og við þurfum að halda haus,“ sagði Kristófer. „Við erum allir það nánir og kjarninn er búinn að vera nánast sá sami síðustu ár. Við höfum misst einhverja erlenda leikmenn en við erum allir mjög góðir saman. Þótt að Kári (Jónsson) og Joshua (Jefferson) séu búnir að detta út þá eru þeir í kringum mann daglega. Þeir mæta á æfingar, eru í klefanum og í leikjum. Við finnum enn þá fyrir þeim þótt þeir séu ekki með okkur á gólfinu,“ sagði Kristófer. „Við erum búnir að sýna það að það er mjög erfitt að brjóta okkur. Karakterinn klárlega kemur þar inn og hvað við erum allir nánir og horfum á þetta eins og litla fjölskyldu,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Kristófer: Það heltust yfir mann bara alls konar tilfinningar Subway-deild karla Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Fyrsti leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18.30. Fyrir leikinn settist Kristófer niður með umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds og ræddi við hann um allt sem kemur að Valsliðinu og úrslitaeinvíginu við Grindvíkinga. „Þið eruð komnir í úrslit þriðja árið í röð og þú varst nánast í sjokki í viðtali við Nablann eftir oddaleikinn gegn Njarðvík. Þetta er búin að vera rosaleg vegferð fyrir ykkur Valsmenn að komast alla leið í úrslitaeinvígið í ár,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Já, algjörlega. Ég fann svolítið fyrir því eftir leikinn þegar ég vissi að þetta væri komið. Það helltust yfir mann bara alls konar tilfinningar. Þetta er búið að vera upp og niður með margt hjá okkur í vetur við náum að sama skapi að halda dampi finnst mér mjög vel, heilt yfir tímabilið,“ sagði Kristófer Acox. „Að ná því að komast alla leið aftur í úrslit eftir allt saman þá horfir maður til baka og getur verið stoltur af því afreki. Auðvitað eru enn þá þrír leikir eftir sem við þurfum að vinna og við þurfum að halda haus,“ sagði Kristófer. „Við erum allir það nánir og kjarninn er búinn að vera nánast sá sami síðustu ár. Við höfum misst einhverja erlenda leikmenn en við erum allir mjög góðir saman. Þótt að Kári (Jónsson) og Joshua (Jefferson) séu búnir að detta út þá eru þeir í kringum mann daglega. Þeir mæta á æfingar, eru í klefanum og í leikjum. Við finnum enn þá fyrir þeim þótt þeir séu ekki með okkur á gólfinu,“ sagði Kristófer. „Við erum búnir að sýna það að það er mjög erfitt að brjóta okkur. Karakterinn klárlega kemur þar inn og hvað við erum allir nánir og horfum á þetta eins og litla fjölskyldu,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Kristófer: Það heltust yfir mann bara alls konar tilfinningar
Subway-deild karla Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira