Á kjörskrá voru 3574 og kusu þar af 2721. Það svarar til 76,1% þátttöku, „sem er frábært“ segir á heimasíðu SSF.
Niðurstöður voru eftirfarandi:
- Já = 1292 eða samtals 47,48%
- Nei = 1322 eða samtals 48,59%
- Tek ekki afstöðu = 107 eða samtals 3,93%
Fram kemur á heimasíðu SSF að Samtök atvinnulífsins telji að svarið „Tek ekki afstöðu“ eigi að telja með „já“ atkvæðum. Samninganefnd SSF telur þvert á það að félagsmenn hafi fellt kjarasamninginn.
„Stjórn SSF mun koma saman og ræða stöðuna. Mögulega verður látið á málið reyna fyrir Félagsdómi ef með þarf,“ segir á heimasíðu SSF.