Fótbolti

Rekinn tveimur dögum eftir bikarmeistaratitilinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Massimiliano Allegri hefur verið leystur undan skyldum sínum sem þjálfari Juventus.
Massimiliano Allegri hefur verið leystur undan skyldum sínum sem þjálfari Juventus. Riccardo De Luca/Anadolu via Getty Images

Juventus hefur látið Massimiliano Allegri, þjálfara liðsins, taka poka sinn aðeins tveimur dögum eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu.

Juventus vann 1-0 sigur gegn Atalanta í úrslitum ítalska bikarsins, en Allegri fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma leiksins fyrir að nöldra í dómurum leiksins. Þjálfarinn brást hinn versti við og í bræði sinni byrjaði hann að afklæðast á hliðarlínunni.

Hann fór fyrst úr jakkanum og henti honum niður. Allegri reif svo af sér bindið þegar hann gekk af velli. Loks byrjaði hann að hneppa frá skyrtunni sinni og var orðinn ber niður á maga þegar hann hætti loks.

Juventus hefur nú sent frá sér tilkynningu þess efnis að Allegri hafi verið leystur undan skyldum sínum sem þjálfari liðsins.

„Uppsögnin kemur í kjölfar ákveðinnar hegðunnar í og eftir úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar sem félaginnu þykir ekki eiga við gildi Juventus og þeirrar hegðunnar sem þeir sem eru í forsvari fyrir félagið eiga að standa fyrir,“ segir meðal annars í tilkynningu Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×