Lowry hástökkvari dagsins og blandar sér í baráttuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. maí 2024 23:16 Shane Lowry lyfti sér upp um 27 sæti með spilamennsku sinni í dag. Michael Reaves/Getty Images Írinn Shane Lowry átti algjörlega ótrúlegan hring á þriðja degi PGA-meistaramótsins í golfi er hann lék á níu höggum undir pari í dag. Með spilamennsku sinni er Lowry svo sannarlega búinn að blanda sér í toppbaráttuna á mótinu og þegar þetta er ritað situr hann jafn Xander Schauffele og Sahith Theegala í öðru sæti mótsins. Lowry fékk sex fugla á fyrri níu holum dagsins og þrjá á seinni níu og stökk samtals upp um 27 sæti. Þegar þetta er ritað er hann einu höggi á eftir forystusauðnum Colin Morikawa sem hefur leikið fyrstu 15 holur dagsins á þremur höggum undir pari. Á eftir fjórmenningunum sem verma efstu tvö sætin sitja þeir Justin Rose, Robert MacIntyre og Viktor Hovland saman í fimmta sæti á tólf höggum undir pari, en Rose lék hring dagsins á sjö höggum undir pari og stökk upp um 18 sæti. Það er því ljóst að spennan verður mikil fyrir lokadeginum sem spilaður verður á morgun. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4. PGA-meistaramótið Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Með spilamennsku sinni er Lowry svo sannarlega búinn að blanda sér í toppbaráttuna á mótinu og þegar þetta er ritað situr hann jafn Xander Schauffele og Sahith Theegala í öðru sæti mótsins. Lowry fékk sex fugla á fyrri níu holum dagsins og þrjá á seinni níu og stökk samtals upp um 27 sæti. Þegar þetta er ritað er hann einu höggi á eftir forystusauðnum Colin Morikawa sem hefur leikið fyrstu 15 holur dagsins á þremur höggum undir pari. Á eftir fjórmenningunum sem verma efstu tvö sætin sitja þeir Justin Rose, Robert MacIntyre og Viktor Hovland saman í fimmta sæti á tólf höggum undir pari, en Rose lék hring dagsins á sjö höggum undir pari og stökk upp um 18 sæti. Það er því ljóst að spennan verður mikil fyrir lokadeginum sem spilaður verður á morgun. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4.
PGA-meistaramótið Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira