Tveir prestar og tveir djáknar vígðir í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2024 13:31 Allir eru velkomnir við athöfnina í Skálholsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu klukkan 17:00. Aðsend Það verður hátíðarstund í Skálholtsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu en þá verða vígðir tveir prestar og tveir djáknar. Vígsluvottar verða tíu prestar og djáknar. Vígslumessan er opin öllum. Athöfnin fer fram klukkan 17:00 í Skálholti og búist er við fjölmenni við athöfnina enda ekki á hverjum degi sem tveir prestar eru vígðir og tveir djáknar í sömu athöfninni. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti mun sjá um vígsluna. „Prestarnir eru Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, sem er að fara í Lágafellskirkju og svo er það hún Steinunn Anna Baldvinsdóttir í Seljakirkju og djáknarnir eru Bergþóra Ragnarsdóttir, sem kemur í Skálholtsprestakall og Ívar Valbergsson í Keflavíkurkirkju,” segir Kristján. Eru miklar serimoníur í kringum svona vígslu eða hvað? „Já, já, það er heilmikið. Það þarf að tóna þetta á latínu líka svo heilagur andi heyri þetta vel og skilja allt sem fram fer, hann er ákallaður yfir þá, sem eru að þiggja vígsluna og það er bara mjög djúpt og merkilegt í lífi allra að ganga undir það.” Og Kristján Björnsson verður í hlutverki biskups Íslands við vígsluna. „Já í athöfninni er ég það því ég gegni þjónustu biskups Íslands alltaf þegar biskup Íslands felur mér svona verkefni og vígslur eru bara mjög djúp og guðfræðileg atvik í lífi kirkjunnar og þá þarf að vera biskup til að gera það,” segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sem mun sjá um vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig tilfinning er það að fá að vera biskup í smástund? „Það er búið að vera mjög góð tilfinning alltaf”, segir hann hlæjandi. Það má bæta því við að Skálholtskórinn mun syngja við athöfnina á morgun og Jón Bjarnason verður organisti og auk þess munu tveir trompetleikarar spila. Vígslumessan er opin öllum og allir velkomnir í Skálholt á morgun, annan í hvítasunnu. Reiknað er með fjölmenni í Skálholt á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Athöfnin fer fram klukkan 17:00 í Skálholti og búist er við fjölmenni við athöfnina enda ekki á hverjum degi sem tveir prestar eru vígðir og tveir djáknar í sömu athöfninni. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti mun sjá um vígsluna. „Prestarnir eru Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, sem er að fara í Lágafellskirkju og svo er það hún Steinunn Anna Baldvinsdóttir í Seljakirkju og djáknarnir eru Bergþóra Ragnarsdóttir, sem kemur í Skálholtsprestakall og Ívar Valbergsson í Keflavíkurkirkju,” segir Kristján. Eru miklar serimoníur í kringum svona vígslu eða hvað? „Já, já, það er heilmikið. Það þarf að tóna þetta á latínu líka svo heilagur andi heyri þetta vel og skilja allt sem fram fer, hann er ákallaður yfir þá, sem eru að þiggja vígsluna og það er bara mjög djúpt og merkilegt í lífi allra að ganga undir það.” Og Kristján Björnsson verður í hlutverki biskups Íslands við vígsluna. „Já í athöfninni er ég það því ég gegni þjónustu biskups Íslands alltaf þegar biskup Íslands felur mér svona verkefni og vígslur eru bara mjög djúp og guðfræðileg atvik í lífi kirkjunnar og þá þarf að vera biskup til að gera það,” segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sem mun sjá um vígsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig tilfinning er það að fá að vera biskup í smástund? „Það er búið að vera mjög góð tilfinning alltaf”, segir hann hlæjandi. Það má bæta því við að Skálholtskórinn mun syngja við athöfnina á morgun og Jón Bjarnason verður organisti og auk þess munu tveir trompetleikarar spila. Vígslumessan er opin öllum og allir velkomnir í Skálholt á morgun, annan í hvítasunnu. Reiknað er með fjölmenni í Skálholt á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira