Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni sjálfsagður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. maí 2024 17:06 Kári Stefánsson segir að Íslensk Erfðagreining hafi starfað í umboði sóttvarnarlæknis og segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi rifjaði nýverið upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Helga að það hefði verið áfall, þegar hún sá að „forsætisráðherra í manns eigin landi hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína.“ Kári Stef tók til varna og sagði Helgu fara með rangt mál. Sjá: Segir Helgu fara með rangt mál Helga sagði svo í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði brugðist hlutverki sínu þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Kári birti pistil síðdegis í dag þar sem hann sagði að samkvæmt sóttvarnarlögum væri það sóttvarnarlæknir sem ákveði til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisi, og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi sé það sóttvarnarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarði hvað teljist sóttvarnarráðstöfun, og að sóttvarnarlögin trompi persónuverndarlögin þegar ákvæði þeirra rekist á, í miðri farsótt. Héraðsdómur dæmdi Erfðagreiningu í vil Kári skrifar einnig um deiluna um það hvort sú vinna sem Íslensk Erfðagreining hafi unnið, hefði verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki sé það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn, þegar skiptar skoðanir séu á því. Þess vegna hafi ákvörðun Persónuverndar verið kærð, enda hafi héraðsdómur dæmt erfðagreiningu í vil. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hefði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til, og Katrín hafi því verið ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni, og þar af leiðandi Íslenska erfðagreiningu, hafi verið sjálfsagður. Ákvörðun Persónuverndar ekki í samræmi við lög Kári segir í samtali við fréttastofu að málið sé hið undarlegasta. „Við hentum frá okkur öllum verkefnum og fórum að sinna verkefnum sóttvarnarlæknis, og gerðum það á eigin kostnað. Hjálpuðum við að greina alla sem sýktust og svo framvegis, og úr þessu varð heljarinnar vinna. Þetta var allt gert í umboði sóttvarnarlæknis og samkvæmt lögum er það sóttvarnarlæknir sem á að skipuleggja sóttvarnir þegar faraldur gengur yfir.“ Einhvers staðar á leiðinni hafi Persónuvernd komist að því að ÍE væri að vinna vísindarannsókn í heimildaleysi. Persónuvernd hafi ákvarðað, að ÍE hefði brotið lög. „Ég hótaði ekki Helgu að fara í mál við Persónuvernd, ég sagði að við myndum vísa þessari einu ákvörðun til dómstóla, sem við og gerðum, og héraðsdómur er þegar búinn að kveða upp þann dóm, að ákvörðun Persónuverndar væri ekki í samræmi við lög,“ segir Kári. Svo hafi Helga komist að þeirri niðurstöðu að Katrín hefði brugðist skyldum sínum með því að styðja ekki Persónuvernd. Kári segir að sóttvarnarlæknir hafi auðvitað verið að vinna í umboði ríkisstjórnarinnar, í samræmi við lög. Þegar Katrín standi frammi fyrir því annars vegar að styðja Persónuvernd og hins vegar sóttvarnarlækni, þá skilji Kári vel að hún hafi tekið þá ákvörðun að styðja sóttvarnarlækni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi rifjaði nýverið upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Helga að það hefði verið áfall, þegar hún sá að „forsætisráðherra í manns eigin landi hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína.“ Kári Stef tók til varna og sagði Helgu fara með rangt mál. Sjá: Segir Helgu fara með rangt mál Helga sagði svo í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði brugðist hlutverki sínu þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Kári birti pistil síðdegis í dag þar sem hann sagði að samkvæmt sóttvarnarlögum væri það sóttvarnarlæknir sem ákveði til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisi, og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi sé það sóttvarnarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarði hvað teljist sóttvarnarráðstöfun, og að sóttvarnarlögin trompi persónuverndarlögin þegar ákvæði þeirra rekist á, í miðri farsótt. Héraðsdómur dæmdi Erfðagreiningu í vil Kári skrifar einnig um deiluna um það hvort sú vinna sem Íslensk Erfðagreining hafi unnið, hefði verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki sé það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn, þegar skiptar skoðanir séu á því. Þess vegna hafi ákvörðun Persónuverndar verið kærð, enda hafi héraðsdómur dæmt erfðagreiningu í vil. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hefði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til, og Katrín hafi því verið ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni, og þar af leiðandi Íslenska erfðagreiningu, hafi verið sjálfsagður. Ákvörðun Persónuverndar ekki í samræmi við lög Kári segir í samtali við fréttastofu að málið sé hið undarlegasta. „Við hentum frá okkur öllum verkefnum og fórum að sinna verkefnum sóttvarnarlæknis, og gerðum það á eigin kostnað. Hjálpuðum við að greina alla sem sýktust og svo framvegis, og úr þessu varð heljarinnar vinna. Þetta var allt gert í umboði sóttvarnarlæknis og samkvæmt lögum er það sóttvarnarlæknir sem á að skipuleggja sóttvarnir þegar faraldur gengur yfir.“ Einhvers staðar á leiðinni hafi Persónuvernd komist að því að ÍE væri að vinna vísindarannsókn í heimildaleysi. Persónuvernd hafi ákvarðað, að ÍE hefði brotið lög. „Ég hótaði ekki Helgu að fara í mál við Persónuvernd, ég sagði að við myndum vísa þessari einu ákvörðun til dómstóla, sem við og gerðum, og héraðsdómur er þegar búinn að kveða upp þann dóm, að ákvörðun Persónuverndar væri ekki í samræmi við lög,“ segir Kári. Svo hafi Helga komist að þeirri niðurstöðu að Katrín hefði brugðist skyldum sínum með því að styðja ekki Persónuvernd. Kári segir að sóttvarnarlæknir hafi auðvitað verið að vinna í umboði ríkisstjórnarinnar, í samræmi við lög. Þegar Katrín standi frammi fyrir því annars vegar að styðja Persónuvernd og hins vegar sóttvarnarlækni, þá skilji Kári vel að hún hafi tekið þá ákvörðun að styðja sóttvarnarlækni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira