Schauffele hélt út og tryggði sér sigur með fugli á átjándu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 22:55 Xander Schauffele vann sitt fyrsta risamót í kvöld. Christian Petersen/Getty Images Xander Schauffele tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í kvöld er hann lék síðasta hring mótsins á sex höggum undir pari. Schauffele háði harða baráttu við Norðmanninn Viktor Hovland og Bandaríkjamanninn Bryson DeChambeau lengst framan af degi. Hovland stimplaði sig þó út úr baráttunni með skolla á átjándu braut. DeChambeau bjargaði fugli á átjándu holu og lék því hringinn samtals á sjö höggum undir pari. Með fuglinum jafnaði hann Schauffele á toppnum á samtals 20 höggum undir pari, en þá var Schauffele enn á sextándu holu. Schauffele þurfti því að næla sér í einn fugl á seinustu þremur holunum til að tryggja sér sigurinn og sleppa við bráðabana. Hann nældi í par á sextándu og sautjándu, en góð vippa á átjándu setti hann í kjörstöðu til að setja niður fugl og klára dæmið. Schauffele brást ekki bogalistinn af stuttu færi og hann tryggði sér sigurinn með fugli á seinustu holu mótsins. Bandaríkjamaðurinn tryggði sér þar með rúmar 460 milljónir króna í verðlaunafé. Þetta var hans fyrsti sigur á risamóti. Bryson DeChambeau hafnaði í öðru sæti á 20 höggum undir pari, einu höggi meira en Schauffele. Viktor Hovland varð þriðji á 18 höggum undir pari. PGA-meistaramótið Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Schauffele háði harða baráttu við Norðmanninn Viktor Hovland og Bandaríkjamanninn Bryson DeChambeau lengst framan af degi. Hovland stimplaði sig þó út úr baráttunni með skolla á átjándu braut. DeChambeau bjargaði fugli á átjándu holu og lék því hringinn samtals á sjö höggum undir pari. Með fuglinum jafnaði hann Schauffele á toppnum á samtals 20 höggum undir pari, en þá var Schauffele enn á sextándu holu. Schauffele þurfti því að næla sér í einn fugl á seinustu þremur holunum til að tryggja sér sigurinn og sleppa við bráðabana. Hann nældi í par á sextándu og sautjándu, en góð vippa á átjándu setti hann í kjörstöðu til að setja niður fugl og klára dæmið. Schauffele brást ekki bogalistinn af stuttu færi og hann tryggði sér sigurinn með fugli á seinustu holu mótsins. Bandaríkjamaðurinn tryggði sér þar með rúmar 460 milljónir króna í verðlaunafé. Þetta var hans fyrsti sigur á risamóti. Bryson DeChambeau hafnaði í öðru sæti á 20 höggum undir pari, einu höggi meira en Schauffele. Viktor Hovland varð þriðji á 18 höggum undir pari.
PGA-meistaramótið Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira