Fyrsti stríðsþristurinn lentur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 19:17 Vélin bíður nú félaga sinna á Reykjavíkurflugvelli. Josh Fadaely-Sidhu Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. Reykjavík er liður í ferðalagi vélanna frá Norður-Ameríku til Evrópu þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli innrásarinnar í Normandí, D-deginum svokallaða, þann sjötta júní 1944. Fyrir fimm árum, í tilefni 75 ára afmælis D-dagsins höfðu alls fimmtán þristar viðdvöl hér landi á leið sinni yfir Atlantshafið. Flutti fallhlífarhermenn til meginlandsins Vélin sem lenti fyrir skemmstu á Reykjavíkurflugvelli ber nafnið „Placid Lassie“ og var smíðuð í júlí ársins 1943 í Kaliforníu, samkvæmt upplýsingum frá Tunison-samtökunum. Snemma morguns hinn örlagaríka D-dag tók Lassie á loft ásamt restinni flugsveitinni sinni frá Englandi og til Frakklands þar sem varnarlið nasista beið þeirra. Sveitin bar 155 menn og búnað þeirra yfir Ermasundið. Næstu daga tók vélin þátt í að flytja nauðsynlegan búnað og vistir til fótgönguliðanna á meginlandinu. Og nú er hún á Reykjavíkurflugvelli. Claudia Janse van Rensburg, forstjóri ACE FBO, fyrirtækisins sem sér um skipulagningu millilendingarinnar á Íslandi, segir alveg einstakt að fá að taka þátt í að halda upp á flugsöguna með þessum hætti. „Vélarnar eru af gerð DC-3. Mjög gamlar vélar. Þær voru smíðaðar á fjórða og fimmta áratugnum og var svo breytt í herflugvélar í stríðinu. Það komast um þrjátíu farþegar í hverja. Svo voru þetta fyrstu vélarnar sem réðust inn í Normandí árið 1944,“ segir Claudia. Séð inn í stjórnklefa Lassie þar sem smæsti áhafnarmeðlimurinn leynist.Josh Fadaely-Sidhu Hún minnist sérstaklega á vélina „That's all, brother“ sem lendir í Reykjavík á morgun. Hún er alveg einstaklega sögulega merkileg vegna þess að hún leiddi innrásina í Normandí. Hún er því ein merkasta vél flugsögunnar og líklega sú allra merkasta sem enn flýgur. „Tilfinningaþrungin stund“ Eins og fram kom er „Placid Lassie“ lent fyrst þriggja véla sem von er á að lendi í kvöld. Tvær aðrar vélar gera sér leið hingað yfir Atlantshafið á morgun. Claudia segir að vélarnar séu aðgengilegar flugáhugamönnum strax á morgun þegar þær eru lentar. Þá verður hægt að taka myndir af vélunum og jafnvel tala við áhöfnina. Uppfært 20:51: Áætlað var að þriðja vélin lenti í kvöld en vegna bilunar varð hún eftir á Grænlandi. Vonast er til þess að hún komi til landsins á morgun. Vélin og áhafnarmeðlimur.Josh Fadaely-Sidhu „Ég get ekki lýst því hversu spennandi þetta er. Ég hríðskelf og get varla andað. Sem mikil flugáhugakona sem hefur alltaf langað til að vinna innan fluggeirans er alveg ótrúlegt að fá að taka þátt í einhverju svona,“ segir Claudia. „Sérstaklega þar sem við erum að minnast þessarar stóru stundar í flugsögunni. Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund,“ bætir hún við. Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Reykjavík er liður í ferðalagi vélanna frá Norður-Ameríku til Evrópu þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli innrásarinnar í Normandí, D-deginum svokallaða, þann sjötta júní 1944. Fyrir fimm árum, í tilefni 75 ára afmælis D-dagsins höfðu alls fimmtán þristar viðdvöl hér landi á leið sinni yfir Atlantshafið. Flutti fallhlífarhermenn til meginlandsins Vélin sem lenti fyrir skemmstu á Reykjavíkurflugvelli ber nafnið „Placid Lassie“ og var smíðuð í júlí ársins 1943 í Kaliforníu, samkvæmt upplýsingum frá Tunison-samtökunum. Snemma morguns hinn örlagaríka D-dag tók Lassie á loft ásamt restinni flugsveitinni sinni frá Englandi og til Frakklands þar sem varnarlið nasista beið þeirra. Sveitin bar 155 menn og búnað þeirra yfir Ermasundið. Næstu daga tók vélin þátt í að flytja nauðsynlegan búnað og vistir til fótgönguliðanna á meginlandinu. Og nú er hún á Reykjavíkurflugvelli. Claudia Janse van Rensburg, forstjóri ACE FBO, fyrirtækisins sem sér um skipulagningu millilendingarinnar á Íslandi, segir alveg einstakt að fá að taka þátt í að halda upp á flugsöguna með þessum hætti. „Vélarnar eru af gerð DC-3. Mjög gamlar vélar. Þær voru smíðaðar á fjórða og fimmta áratugnum og var svo breytt í herflugvélar í stríðinu. Það komast um þrjátíu farþegar í hverja. Svo voru þetta fyrstu vélarnar sem réðust inn í Normandí árið 1944,“ segir Claudia. Séð inn í stjórnklefa Lassie þar sem smæsti áhafnarmeðlimurinn leynist.Josh Fadaely-Sidhu Hún minnist sérstaklega á vélina „That's all, brother“ sem lendir í Reykjavík á morgun. Hún er alveg einstaklega sögulega merkileg vegna þess að hún leiddi innrásina í Normandí. Hún er því ein merkasta vél flugsögunnar og líklega sú allra merkasta sem enn flýgur. „Tilfinningaþrungin stund“ Eins og fram kom er „Placid Lassie“ lent fyrst þriggja véla sem von er á að lendi í kvöld. Tvær aðrar vélar gera sér leið hingað yfir Atlantshafið á morgun. Claudia segir að vélarnar séu aðgengilegar flugáhugamönnum strax á morgun þegar þær eru lentar. Þá verður hægt að taka myndir af vélunum og jafnvel tala við áhöfnina. Uppfært 20:51: Áætlað var að þriðja vélin lenti í kvöld en vegna bilunar varð hún eftir á Grænlandi. Vonast er til þess að hún komi til landsins á morgun. Vélin og áhafnarmeðlimur.Josh Fadaely-Sidhu „Ég get ekki lýst því hversu spennandi þetta er. Ég hríðskelf og get varla andað. Sem mikil flugáhugakona sem hefur alltaf langað til að vinna innan fluggeirans er alveg ótrúlegt að fá að taka þátt í einhverju svona,“ segir Claudia. „Sérstaklega þar sem við erum að minnast þessarar stóru stundar í flugsögunni. Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund,“ bætir hún við.
Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira