Ekkert mjálm í Unu Torfa og Sinfó Jónas Sen skrifar 22. maí 2024 07:00 Una Torfa flutti að mestu eigin tónlist með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi var Ross Jamie Collins. Jónas Sen Jónas Sen skrifar um tónleika Unu Torfadóttur og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 16. maí. Ég benti á það í síðasta pistli að margar íslenskar söngkonur í dægurlagageiranum rauli fremur en að syngja. Oft er það óttalegt mjálm. Gaman er því að geta þess að allt annað var uppi á teningnum á tónleikum Unu Torfa með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudagskvöldið. Una hefur rödd sem er í senn brothætt og sterk. Á tónleikunum söng hún frá hjartanu. Það var enginn venjulegur söngur, heldur var hann einstaklega tilfinningaþrunginn og hástemmdur. Lögin hennar voru líka sérlega grípandi og skáldskapurinn hrífandi. Veiktist af krabbameini Una er kornung og skaust fram á sjónarsviðið fyrir stuttu síðan. Þjóðarathygli vakti þegar hún veiktist af krabbameini aðeins tvítug að aldri. Móðir hennar, Svandís Svavarsdóttir, þá heilbrigðisráðherra er Covid faraldurinn stóð sem hæst, tók sér hlé frá störfum til að styðja hana. Una hefur nú náð sér að fullu, en eflaust hefur lífsreynslan markað djúp spor í sál hennar. Veikindin hafa sennilega gert henni gott sem listakonu. Það var einhver dýpt og þroski í söng hennar sem verður að teljast óvanalegur hjá ungri manneskju. Vandaðar útsetningar Lögin á tónleikunum, sem voru flest eftir Unu, voru í útsetningum eftir Hafstein Þráinsson, Viktor Orra Árnason, Hrafnkel Orra Egilsson, Þórð Magnússon og fleiri. Útsetningarnar voru hæfilega fjölbreyttar, sem endurspegluðu hvað möguleikar sinfóníuhljómsveitar eru víðfeðmir. Þær voru aldrei tilgerðarlegar eða virkuðu eins og útsetjararnir væru að reyna að vera sniðugir. Ólíkir litir, hljóðfærasamsetningar og blæbrigði þjónuðu öll laglínunum og inntaki skáldskaparins. Þau undirstrikuðu merkingu tónlistarinnar og römmuðu hana inn, án þess nokkru sinni að þvælast fyrir tilfinningunni í lögunum. Afhverju ekki hallærislegt? Þannig er það ekki alltaf. Popptónleikar í sinfónískum búningi eru oft hallærislegir. Hljómsveitin virkaði t.d. klunnaleg þegar Ásgeir Trausti kom fram með henni haustið í fyrra. Útkoman var afar ósannfærandi; hvað var öðruvísi núna? Sennilega var það að miklu leyti stjórnandanum að þakka. Ross Jamie Collins bar næmt skynbragð á tónlistina og tókst að hrífa hljómsveitina með sér. Hún spilaði a.m.k. af mun meira öryggi en með Ásgeiri Trausta, og af sterkari innlifun, en þá var annar stjórnandi að verki. En svo er líka talsvert ríkulegri tilfinningabreidd í tónlist Unu en Ásgeirs Trausta, sem er fínlegri. Þetta mikla umfang hentaði sinfóníuhljómsveitinni betur. Stórkostlegir tónleikar Til að gera langa sögu stutta þá voru þetta stórkostlegir tónleikar. Söngkonan var svo einlæg og hljómsveitinni fylgdi henni það vel að maður varð hálf klökkur. Enda voru fagnaðarlætin á eftir hverju lagi gífurleg. Skemmtileg fjölbreytni var í dagskránni; eins og áður sagði var flest eftir Unu en hún tók auk þess nokkur lög eftir aðra höfunda. Tvö lög eftir hana sjálfa voru jafnframt án undirleiks hljómsveitarinnar. Eina sem er eftir, lag sem Una söng við eigin píanóleik og bróðir hennar Tumi Torfason spilaði listavel á flygilhorn, var ótrúlega magnað. Systkinin komu þá fram á svölunum fyrir ofan hljómsveitina, eins og þau væru bara ein í stofu að músísera. Una sagðist með þessu lagi hafa langað til að veita áheyrendunum innsýn í heimilislífið hennar, sem hefði alltaf verið fullt af tónlist. Lagið og flutningurinn var svo fallegur að ég fékk tár í augun. Ekki kæmi mér á óvart ef Una myndi meika það í útlöndum er fram líða stundir. Hún er einfaldlega það góð og hefur margt fram að færa. Slíkir hæfileikar eru ekki á hverju strái, það er alveg á hreinu. Niðurstaða: Dásamlegir tónleikar og einhverjir þeir bestu sem hér hafa verið haldnir í langan tíma. Gagnrýni Jónasar Sen Harpa Tónleikar á Íslandi Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ég benti á það í síðasta pistli að margar íslenskar söngkonur í dægurlagageiranum rauli fremur en að syngja. Oft er það óttalegt mjálm. Gaman er því að geta þess að allt annað var uppi á teningnum á tónleikum Unu Torfa með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudagskvöldið. Una hefur rödd sem er í senn brothætt og sterk. Á tónleikunum söng hún frá hjartanu. Það var enginn venjulegur söngur, heldur var hann einstaklega tilfinningaþrunginn og hástemmdur. Lögin hennar voru líka sérlega grípandi og skáldskapurinn hrífandi. Veiktist af krabbameini Una er kornung og skaust fram á sjónarsviðið fyrir stuttu síðan. Þjóðarathygli vakti þegar hún veiktist af krabbameini aðeins tvítug að aldri. Móðir hennar, Svandís Svavarsdóttir, þá heilbrigðisráðherra er Covid faraldurinn stóð sem hæst, tók sér hlé frá störfum til að styðja hana. Una hefur nú náð sér að fullu, en eflaust hefur lífsreynslan markað djúp spor í sál hennar. Veikindin hafa sennilega gert henni gott sem listakonu. Það var einhver dýpt og þroski í söng hennar sem verður að teljast óvanalegur hjá ungri manneskju. Vandaðar útsetningar Lögin á tónleikunum, sem voru flest eftir Unu, voru í útsetningum eftir Hafstein Þráinsson, Viktor Orra Árnason, Hrafnkel Orra Egilsson, Þórð Magnússon og fleiri. Útsetningarnar voru hæfilega fjölbreyttar, sem endurspegluðu hvað möguleikar sinfóníuhljómsveitar eru víðfeðmir. Þær voru aldrei tilgerðarlegar eða virkuðu eins og útsetjararnir væru að reyna að vera sniðugir. Ólíkir litir, hljóðfærasamsetningar og blæbrigði þjónuðu öll laglínunum og inntaki skáldskaparins. Þau undirstrikuðu merkingu tónlistarinnar og römmuðu hana inn, án þess nokkru sinni að þvælast fyrir tilfinningunni í lögunum. Afhverju ekki hallærislegt? Þannig er það ekki alltaf. Popptónleikar í sinfónískum búningi eru oft hallærislegir. Hljómsveitin virkaði t.d. klunnaleg þegar Ásgeir Trausti kom fram með henni haustið í fyrra. Útkoman var afar ósannfærandi; hvað var öðruvísi núna? Sennilega var það að miklu leyti stjórnandanum að þakka. Ross Jamie Collins bar næmt skynbragð á tónlistina og tókst að hrífa hljómsveitina með sér. Hún spilaði a.m.k. af mun meira öryggi en með Ásgeiri Trausta, og af sterkari innlifun, en þá var annar stjórnandi að verki. En svo er líka talsvert ríkulegri tilfinningabreidd í tónlist Unu en Ásgeirs Trausta, sem er fínlegri. Þetta mikla umfang hentaði sinfóníuhljómsveitinni betur. Stórkostlegir tónleikar Til að gera langa sögu stutta þá voru þetta stórkostlegir tónleikar. Söngkonan var svo einlæg og hljómsveitinni fylgdi henni það vel að maður varð hálf klökkur. Enda voru fagnaðarlætin á eftir hverju lagi gífurleg. Skemmtileg fjölbreytni var í dagskránni; eins og áður sagði var flest eftir Unu en hún tók auk þess nokkur lög eftir aðra höfunda. Tvö lög eftir hana sjálfa voru jafnframt án undirleiks hljómsveitarinnar. Eina sem er eftir, lag sem Una söng við eigin píanóleik og bróðir hennar Tumi Torfason spilaði listavel á flygilhorn, var ótrúlega magnað. Systkinin komu þá fram á svölunum fyrir ofan hljómsveitina, eins og þau væru bara ein í stofu að músísera. Una sagðist með þessu lagi hafa langað til að veita áheyrendunum innsýn í heimilislífið hennar, sem hefði alltaf verið fullt af tónlist. Lagið og flutningurinn var svo fallegur að ég fékk tár í augun. Ekki kæmi mér á óvart ef Una myndi meika það í útlöndum er fram líða stundir. Hún er einfaldlega það góð og hefur margt fram að færa. Slíkir hæfileikar eru ekki á hverju strái, það er alveg á hreinu. Niðurstaða: Dásamlegir tónleikar og einhverjir þeir bestu sem hér hafa verið haldnir í langan tíma.
Gagnrýni Jónasar Sen Harpa Tónleikar á Íslandi Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira