Greint er frá verkefninu í færslu slökkviliðsins á Facebook. Útkallið barst frá Neyðarlínunni um klukkan hálf tvö. Þegar að var komið logaði eldur í fjórum af sex hjólum sem lagt hafði verið í vegkantinum.
„Strax var farið í það að bjarga þeim tveimur hjólum sem eftir voru en mikill reykur, eldur og hiti var í hinum fjórum. Slökkvistarf gekk vel þrátt fyrir nokkuð krefjandi aðstæður en altjón varð á hjólunum.“
Eldsupptök eru telin mega rekja til bilunar í einu af hjólunum sem var númer þrjú í röðinni. Eldur í því varð til þess að eldur barst í næstu hjól fyrir aftan með aðstoð vindsins.