Erlent

Rússar sagðir hafa skotið geimvopni á spor­baug

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Margir óttast að vopnakapphlaup sé að hefjast í geimnum.
Margir óttast að vopnakapphlaup sé að hefjast í geimnum. Getty

Bandaríkjamenn segja að Rússar hafi skotið á loft gervihnetti í síðustu viku sem þeir telja að sé vopnum búinn og geti því skotið aðra gervihnetti niður.

Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að hnötturinn sé nú á sama sporbaugi og bandarískur gervihnöttur á vegum stjórnvalda og að áfram verði fylgst grannt með næstu skrefum Rússa. Rússar hafa hinsvegar ekkert viljað tjá sig um málið, að sögn BBC.

Rússar og Bandaríkjamenn hafa margsinnis deilt um notkun vopna í geimnum og hafa ásakanir gengið á víxl um að til standi að vopnvæða geiminn.

Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa þeir síðan margsinnis ítrekað að bandarískir gervihnettir sem aðstoði Úkraínumenn í stríðinu séu sjálfkrafa lögleg skotmörk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×