Lífið samstarf

Langar þig að fylgjast með vin­sælum húðmeðferðum?

Húðin
Lára G. Sigurðardóttir læknir og Sigríður Arna Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur eigendur húðmeðferðarstofunnar HÚÐIN skin clinic.
Lára G. Sigurðardóttir læknir og Sigríður Arna Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur eigendur húðmeðferðarstofunnar HÚÐIN skin clinic.

Húðin og LPG Reykjavík verða með opið hús á morgun í tilefni opnunar nýs húsnæðis í Skipholti 50b, fimmtudaginn 23. maí. Þar munu gestir fá að fylgjast með meðferðum eins og fylliefnum, LPG, örnálameðferð, ávaxtasýrumeðferð og húðþéttingarmeðferð. Ásamt því verða frábær tilboð, allt að 30% af meðferðum.

Hér er Facebook viðburður opna hússins fyrir þá sem vilja skrá sig og sjá nánari upplýsingar um tímasetningar.

Fylliefni sett í munnvik og varir. Myndin sýnir fyrir og eftir meðferð.

„Við ætlum að sýna fimm vinsælar meðferðir á opna húsinu, en fólk er alltaf forvitið um meðferðirnar. Við erum mjög spenntar og hlökkum til að svara öllum spurningum sem munu koma.“ Segir Sigríður Arna hjúkrunarfræðingur og einn eigandi húðmeðferðarstofunnar.

Fylliefni sett í munnvik og línu frá nefi að munnvikum. Mynin sýnir fyrir og eftir meðferð.

Meðferðir sem verða sýndar:

  • Fylliefni, hér munu gestir geta fylgst með hvernig fylliefnum er komið undir húð.
  • Sýrumeðferðir, bæði ávaxtasýrur annars vegar, sem gefa húðinni góðan raka og vinna og vinna á fínum línum, litabreytingum og bólum og sterkar byltingakenndar PRX-T33 sýrur hins vegar, sem auka ljóma húðarinnar og vinna á slappri húð, hrukkum, húðslitum, örum og litabreytingum.
  • Húðþétting sem er gríðalega vinsæl um þessar mundir
  • Örnálameðferð þar sem er farið djúpt í húðina til að vinna á djúpum og fínum línum
  • FaceStim sem er ný meðferð hjá okkur og sú eina sinnar tegundar hér á landi.

Allar meðferðirnar sem Húðin býður upp á verða á 30% afslætti og það á einnig við um gjafabréf á húðmeðferðir, en það hefur verið vinsælt að kaupa gjafabréf og gefa t.d. í afmælisgjafir, tækifærisgjafir eða jólagjafir. Síðan verða allar húðvörur frá Jan Marini á 15% afslætti, en þar má t.d. nefna vinsæla hreinsinn frá Jan Marini sem Kendall Jenner lofsamar í nýjasta „get ready with me“ myndbandi fyrir Vogue.

Happdrætti með fókus á heilbrigða húð

Það er til mikils að vinna í happdrættinu, en án þess að gefa of mikið upp fréttum við að það væru meðferðir bæði hjá Húðinni og LPG Reykjavík, húðvörur frá Jan Marini og aðrar frábærar vörur sem þær mæla með fyrir heilbrigða húð.

Glæný meðferð verður kynnt

„Við munum kynna glænýja meðferð til sögunnar á Íslandi sem kallast FaceStim, en sú meðferð örvar vöðvana í andlitinu, kollagenið og gefur mjúkvefjafyllingu og síðast en ekki síst gefur lyftingu. Eftir því sem við verðum eldri byrjar húðin að síga í andlitinu og þessi meðferð hjálpar til við að lyfta.

Dermapen meðferð við örum og vægum bólum. Myndin sýnir fyrir og eftir meðferð.

Frí ráðgjöf sérfræðinga

„Hjá okkur er ekki eitt gildir fyrir alla svo við leggjum mikið upp úr persónulegri ráðgjöf við val á meðferðum. Því gefst gestum kostur á að bóka sig í fría ráðgjöf á opnu húsi. Hjúkrunarfræðingar munu ráðleggja hvaða meðferðir henta hverjum og einum ásamt ráðgjöf varðandi húðumhirðu og val á húðvörum.

Hér starfa læknar, hjúkrunafræðingar og snyrtifræðingar við meðferðirnar og við leggjum höfuðáherslu á að veita faglega og persónulega þjónustu. Við gefum öllum þann tíma sem þau þurfa í meðferðunum og við viljum að öllum líði vel hjá okkur.“ Segir Sigríður Arna

Fínpússun þar sem fylling hefur tapast

„Viðskiptavinir okkar eru á öllum aldri, með mismunandi húðgerðir og þarfir, allt frá því að vinna á öldunareinkennum og yfir í að fyrirbyggja, styrkja og halda húðinni vel við. Við leggjum ríka áherslu á náttúrulegt útlit, til dæmis þegar kemur að fylliefnum viljum við frekar gera minna en meira og eftir því sem fólk kemur oftar þarf minna af efninu til að viðhalda og yfirleitt getur liðið lengra á milli meðferða. Uppbyggingin verður þannig náttúruleg og varanleg að hluta til.“

Fylliefni sett í munnvik og varir. Myndin sýnir fyrir og eftir meðferð.
„Við notum náttúruleg fylliefni sem binda vatn þúsundfalt svo fyllingin er meira og minna raki. Við leggjum áherslu á að ýkja ekki, heldur bæta í þar sem fylling hefur tapast og halda náttúrlegum hlutföllum í andliti viðkomandi svo við lítum á þetta meira sem fínpússun en annað.

Allar ítarlegri upplýsingar um meðferðirnar og húðvörurnar er að finna á www.hudin.is

Öflug meðferð við bólgum og losar stíflur

Notast er við endermologie aðferð með LPG Alliance tæki. Meðferðin er meðal annars öflug gegn bólgum og verkjum.

LPG Reykjavík býður upp á meðferðir, bæði fyrir líkama og andlit. Meðferðirnar hafa notið mikilla vinsælda enda öflug meðferð sem vinnur gegn bólgum og verkjum, eykur blóðflæði og losar um stíflur í sogæðakerfinu. 

„Tækið vinnur einnig vel á appelsínuhúð og erfiðri fitusöfnun og verður húðin stinnari, en notast er við svokallaða endermologie aðferð með tæki sem heitir LPG Alliance og er það nýjasta tækið á markaðnum,” segir Rósa Sævarsdóttir, sérfræðingur í LPG meðferðum hjá LPG Reykjavík. 

Rósa Sævarsdóttir, sérfræðingur í LPG meðferðum.

Einnig eru seldar hágæða næringar- og húðvörur með náttúrulegum innihaldsefnum. LPG Reykjavík býður upp á 5,10 og 15 tíma kort með allt að 25% afslætti af meðferðum. Í opnu húsi gefst gestum kostur á að fylgjast með LPG meðferð en nánari upplýsingar um meðferðina er að finna hér.

Dagskrá fimmtudaginn 23.maí 2024

  • 16:00 Hús opnar fyrir gesti og gangandi - hægt verður að skrá sig í fría ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi
  • 16:15 Cinderella, Jan Marini ávaxtasýrur og LPG meðferðir sýndar
  • 17:00 Fylliefni og Dermapen meðferðir sýndar
  • 17:30 Facestim og PRX ávaxtasýrur sýndar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.