Af hverju skjólshús? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 13:01 Það er hálf öld síðan að svokölluð „Safehouses“ hófu starfsemi í Bandaríkjunum og Evrópu, hér nefnd skjólshús. Úrræði sem sköpuð voru af fólki sem hafði reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og vildi eiga val. Rannsóknir hafa sýnt að þessi úrræði gefa hefðbundinni nálgun ekkert eftir hvað varðar árangur. Úrræði byggð á bata- og notendarannsóknum fer fjölgandi. Hér heima bera nokkur úrræði nöfn þessu tengdu s.s. Batamiðstöðin, Bataskólinn og Batahúsið. Fyrstu skrif um skjólshús á Íslandi (þá nefnt griðarstaður) var grein Margrétar Bárðardóttur sálfræðings sem birtist í Geðhjálparblaðinu árið 1989. Frá þeim tíma hefur reglulega verið talað um möguleikana á skjólshúsi hér á landi og sérstaklega síðasta áratuginn eða svo. Slíkt úrræði er í takt við áherslur WHO, Samnings sameinuðu þjóðanna, stefnu stjórnvalda og Geðhjálpar um að hefja notendaáherslur til vegs og virðingar. Mental Health Europe hefur sett á oddinn mikilvægi samvinnu og nýsköpunar byggða á sömu áherslum. Stjórnvöld hafa kallað eftir umbótum í geðheilbrigðisþjónustunni sem inniber breytta hugmyndafræði. Geðdeildir eru afar mikilvæg þjónusta en henta alls ekki öllum. Í skjólshúsi þarf t.d. enga sjúkdómsgreiningu með tilheyrandi inngripum. Aðaláherslan er lögð á samveru og tengsl meðan viðkomandi er að átta sig og komast áfram með eigið líf. Starfsmenn eru allir með notendareynslu eða jafningjar eins og það er kallað í dag. Traustur kjarni eru samtök sem halda utan um námskeið og fræðslu fyrir nýja stétt jafningjastarfsmanna í geðheilbrigðiskerfinu. Samtökin voru tilnefnd til lýðheilsuverðlauna forseta Íslands í apríl og fengu þar verðskuldaða athygli og nokkra umfjöllun. Traustur kjarni hefur staðið fyrir jafningjastarfsmannanámskeiðum síðustu tvö árin og hafa 90 einstaklingar útskrifast. Félagasamtökin hafa það að markmiði að skapa verðmæti úr lífsreynslu og að auka atvinnuþátttöku fólks sem hefur átt erfitt að fóta sig á vinnumarkaði. Samtökin hafa sl. misseri einnig haft það á stefnuskrá sinni að koma hér upp skjólshúsi að erlendri fyrirmynd og að leitað fanga víða til þess að þetta megi takast sem best. Traustur kjarni er m.a. í samstarfi við Intentional Peer Support Workers, alþjóðasamtök notenda sem standa fyrir jafningjastarfsnámskeiðum víðs vegar í heiminum, veita handleiðslu og halda utan um námshópa. Úrræði í þriðja geiranum hafa fyrir löngu séð verðmæti í jafningjastarfsmönnum og það er fagnaðarefni að geðsvið Landspítalans og geðheilsugæslan ráði nú jafningjastarfsmenn. Jafningjastarfsmenn eru mikilvægir í félags- og geðheilbrigðisþjónustunni því að sérfræðiþekking í samskiptum hefur því miður oft verið beitt á kostnað mennskunnar. Lyfjamiðuð nálgun sem hentar best fyrir tiltekin hóp í meðferð er oft á kostnað virkrar hlustunar og því miður eru alltaf hópur sem slík meðferð gerir ekkert gagn fyrir og jafnvel bara illt verra. Persónulegar upplifanir sem ekki falla að raunveruleika þess sem aldrei hefur upplifað slíkt fá ekki áheyrn og er þannig ýtt út af borðinu í meðferðinni. Sérfræðingavæðingin getur ýtt undir forræðishyggju sem hindrar fólk að finna eigin leiðir út úr vandanum. Geðrof er þannig ekkert endilega sjúkdómseinkenni heldur geta verið viðbragð manneskjunnar við erfiðum aðstæðum, áföllum eða lífskrísum. Að ná bata án greininga, viðeigandi lyfja og meðferðar er ekki í takt við hefðbundin viðhorf. Þessu þarf að breyta. Skjólshús er ekki sett til höfuðs þess sem fyrir er heldur sem val fyrir þá sem það kjósa og koma að eigin frumkvæði vitandi að hefðbundin læknisfræðileg meðferð er ekki í boði. Þegar eru til dagsúrræði sem byggja á sömu hugmyndafræði og gætu stutt við starfsemi Skjólshúss. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja þegar þessi úrræði. Þau deila lykilþáttum hugmyndafræði skjólshúsa og áhugavert væri að skoða mögulega samstarfsfleti í framtíðinni. Jafningjastarfmenn ættu að vinna þvert á þessa staði. Það fyrirkomulag myndi auka samstarf og samfellu á milli staða sem stjórnvöld hafa lengi óskað eftir. Það væri mikið framfaraskref að bæta við slíku sólarhringsúrræði sem rekið væri sem tilraunaverkefni til nokkra ára. Allt sem til þarf er vilji til samstarfs og hugsjón um að breyta þurfi og breyta megi staðnaðri nálgun okkar á geðheilbrigðismál. Þannig fengjum við raunverulegan og öflugan valkost við það sem nú er. Það græða allir og ekki síst þeir notendur kerfisins sem svo sárlega þurfa á annars konar þjónustu að halda. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hálf öld síðan að svokölluð „Safehouses“ hófu starfsemi í Bandaríkjunum og Evrópu, hér nefnd skjólshús. Úrræði sem sköpuð voru af fólki sem hafði reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og vildi eiga val. Rannsóknir hafa sýnt að þessi úrræði gefa hefðbundinni nálgun ekkert eftir hvað varðar árangur. Úrræði byggð á bata- og notendarannsóknum fer fjölgandi. Hér heima bera nokkur úrræði nöfn þessu tengdu s.s. Batamiðstöðin, Bataskólinn og Batahúsið. Fyrstu skrif um skjólshús á Íslandi (þá nefnt griðarstaður) var grein Margrétar Bárðardóttur sálfræðings sem birtist í Geðhjálparblaðinu árið 1989. Frá þeim tíma hefur reglulega verið talað um möguleikana á skjólshúsi hér á landi og sérstaklega síðasta áratuginn eða svo. Slíkt úrræði er í takt við áherslur WHO, Samnings sameinuðu þjóðanna, stefnu stjórnvalda og Geðhjálpar um að hefja notendaáherslur til vegs og virðingar. Mental Health Europe hefur sett á oddinn mikilvægi samvinnu og nýsköpunar byggða á sömu áherslum. Stjórnvöld hafa kallað eftir umbótum í geðheilbrigðisþjónustunni sem inniber breytta hugmyndafræði. Geðdeildir eru afar mikilvæg þjónusta en henta alls ekki öllum. Í skjólshúsi þarf t.d. enga sjúkdómsgreiningu með tilheyrandi inngripum. Aðaláherslan er lögð á samveru og tengsl meðan viðkomandi er að átta sig og komast áfram með eigið líf. Starfsmenn eru allir með notendareynslu eða jafningjar eins og það er kallað í dag. Traustur kjarni eru samtök sem halda utan um námskeið og fræðslu fyrir nýja stétt jafningjastarfsmanna í geðheilbrigðiskerfinu. Samtökin voru tilnefnd til lýðheilsuverðlauna forseta Íslands í apríl og fengu þar verðskuldaða athygli og nokkra umfjöllun. Traustur kjarni hefur staðið fyrir jafningjastarfsmannanámskeiðum síðustu tvö árin og hafa 90 einstaklingar útskrifast. Félagasamtökin hafa það að markmiði að skapa verðmæti úr lífsreynslu og að auka atvinnuþátttöku fólks sem hefur átt erfitt að fóta sig á vinnumarkaði. Samtökin hafa sl. misseri einnig haft það á stefnuskrá sinni að koma hér upp skjólshúsi að erlendri fyrirmynd og að leitað fanga víða til þess að þetta megi takast sem best. Traustur kjarni er m.a. í samstarfi við Intentional Peer Support Workers, alþjóðasamtök notenda sem standa fyrir jafningjastarfsnámskeiðum víðs vegar í heiminum, veita handleiðslu og halda utan um námshópa. Úrræði í þriðja geiranum hafa fyrir löngu séð verðmæti í jafningjastarfsmönnum og það er fagnaðarefni að geðsvið Landspítalans og geðheilsugæslan ráði nú jafningjastarfsmenn. Jafningjastarfsmenn eru mikilvægir í félags- og geðheilbrigðisþjónustunni því að sérfræðiþekking í samskiptum hefur því miður oft verið beitt á kostnað mennskunnar. Lyfjamiðuð nálgun sem hentar best fyrir tiltekin hóp í meðferð er oft á kostnað virkrar hlustunar og því miður eru alltaf hópur sem slík meðferð gerir ekkert gagn fyrir og jafnvel bara illt verra. Persónulegar upplifanir sem ekki falla að raunveruleika þess sem aldrei hefur upplifað slíkt fá ekki áheyrn og er þannig ýtt út af borðinu í meðferðinni. Sérfræðingavæðingin getur ýtt undir forræðishyggju sem hindrar fólk að finna eigin leiðir út úr vandanum. Geðrof er þannig ekkert endilega sjúkdómseinkenni heldur geta verið viðbragð manneskjunnar við erfiðum aðstæðum, áföllum eða lífskrísum. Að ná bata án greininga, viðeigandi lyfja og meðferðar er ekki í takt við hefðbundin viðhorf. Þessu þarf að breyta. Skjólshús er ekki sett til höfuðs þess sem fyrir er heldur sem val fyrir þá sem það kjósa og koma að eigin frumkvæði vitandi að hefðbundin læknisfræðileg meðferð er ekki í boði. Þegar eru til dagsúrræði sem byggja á sömu hugmyndafræði og gætu stutt við starfsemi Skjólshúss. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja þegar þessi úrræði. Þau deila lykilþáttum hugmyndafræði skjólshúsa og áhugavert væri að skoða mögulega samstarfsfleti í framtíðinni. Jafningjastarfmenn ættu að vinna þvert á þessa staði. Það fyrirkomulag myndi auka samstarf og samfellu á milli staða sem stjórnvöld hafa lengi óskað eftir. Það væri mikið framfaraskref að bæta við slíku sólarhringsúrræði sem rekið væri sem tilraunaverkefni til nokkra ára. Allt sem til þarf er vilji til samstarfs og hugsjón um að breyta þurfi og breyta megi staðnaðri nálgun okkar á geðheilbrigðismál. Þannig fengjum við raunverulegan og öflugan valkost við það sem nú er. Það græða allir og ekki síst þeir notendur kerfisins sem svo sárlega þurfa á annars konar þjónustu að halda. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun