Árás á tólf ára stúlku fór betur en á horfðist Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 16:00 Árásin átti sér stað í grennd við Víðistaðaskóla í Norðurbænum í Hafnarfirði í morgun en þó utan þess svæðis sem öryggismyndavélar skólans ná til. God Adgang Helgi Ingason, faðir tólf ára gamallar stúlku sem ráðist var á í morgun á leið sinni í skólann í Hafnarfirði, er nýkominn frá lögreglu þar sem hann gaf skýrslu. Hann segir stúlkuna furðu bratta eftir allt sem á gekk. „Þá vantaði aðallega ítarefni. Ég og stelpan fórum með þeim á vettvang og sýndum hvar þetta gerðist.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið en á stúlkuna var ráðist skammt frá Víðistaðaskóla í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Varúð! Óhætt er að segja að netið hafi logað eftir að frá því var greint í Facebook-hópi íbúa Norðurbæjar en þar lýsir móðir stúlkunnar því sem gerðist. Stúlkan var á leið í Víðistaðaskóla, hún var sein fyrir en maðurinn kom aftan að henni, tók hana hálstaki og greip fyrir munn hennar. „Varúð!“ segir í upphafi færslunnar og svo er haldið áfram: „Dóttir mín var á leið í Víðistaðaskóla í morgunn(örlítið sein) og maður kemur aftan að henni, tekur hana hálstaki og fyrir munninn. Hún nær að bíta hann, sparkar aftur fyrir sig og nær þá að rífa sig lausa. Þegar hún sparkar virðist hann blóta en ekki á tungumáli sem dóttir mín skilur. Lýsing hennar passar að nokkru leiti við manninn sem varað var við í byrjun maí en þessi var í svartri úlpu með hettu sem huldi andlit hans en ekki appelsínugulri,“ segir móðir stúlkunnar. Og bætir við: „Þetta var nálægt sparkvellinum við Víðistaðaskóla en rétt utan við það svæði sem myndavélar skólans ná til.“ Eins og fram kemur í frásögn móðurinn komu sambærileg atvik upp fyrir hálfum mánuði en þá hafði lögreglu borist tvær ábendingar um mann sem sagður var hafa áreitt börn nærri Engidalsskóla, skammt frá Víðistaðaskóla, og var sá sagður hafa elt einn dreng og ráðist á annan. DV hefur eftir Skúla Jónssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að þá hafi ekki tekist hafa upp á manninnum en málin virðist vera tengd. Brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín Helgi segir dóttur sína hressa, hún sé í uppnámi en talsvert betri en hún var í morgun. „Hún er að bera sig vel. Ég tók frí í vinnunni til að vera með henni allan daginn, svo hún væri ekki ein.“ Helgi þakkar það því að eftir að börn voru hrelld fyrir hálfum mánuði hafi verið rætt við börnin og þeim kynnt hvernig best væri að bregðast við í málum sem þessum. „Það var búið að taka samtalið við hana og hún kveikir strax á því að hún er í hættu. Í staðinn fyrir að frjósa þá bítur hún og sparkar og gerir allt til að losa sig og nær því. Eins og þú sérð á lýsingu móðurinnar þá er hún rétt í meginatriðum.“ Helgi segir manninn grípa um háls dóttur sinnar. „Hann nær hann að lyfta henni upp, en þegar hún nær höggi á hann nær hún að losa sig, tekur á rás og heyrir hann bölvar á einhverri tungumáli sem hún ekki þekkir. Það var ekkert Norðurlandamálanna og ekki pólska, en hún á vinkonu sem er pólsk.“ Málið komið í kæruferli Að sögn Helga virtist lögreglan taka þessu alvarlega. Og stelpan var tekin til skoðunar á Sólvangi. Hún var aum en heil að öðru leyti. „Eina sem þeir nefndu við mig var að þá grunar að þetta sé sami maður og var á ferð fyrir tveimur vikum. Hann var náttúrlega klæddur öðruvísi en lýsingarnar virðast að öðru leyti stemma. Þeir sögðu að hann virtist hafa verið óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni.“ Helgi segir sem sagt málið komið í ferli og hann vill brýna fyrir foreldrum að ræða stöðu sem þessa við börn sín. Það varð dóttur hans til bjargar. „Þess vegna frýs hún ekki. Þetta fór betur en hefði getað farið, ég prísa mig sælan fyrir það. Enginn varanlegur skaði skeður, já þetta fór eins vel og ömurlegar aðstæður bjóða uppá. Það er það eina sem ég get sagt, fór betur en á horfðist.“ Hafnarfjörður Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
„Þá vantaði aðallega ítarefni. Ég og stelpan fórum með þeim á vettvang og sýndum hvar þetta gerðist.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið en á stúlkuna var ráðist skammt frá Víðistaðaskóla í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Varúð! Óhætt er að segja að netið hafi logað eftir að frá því var greint í Facebook-hópi íbúa Norðurbæjar en þar lýsir móðir stúlkunnar því sem gerðist. Stúlkan var á leið í Víðistaðaskóla, hún var sein fyrir en maðurinn kom aftan að henni, tók hana hálstaki og greip fyrir munn hennar. „Varúð!“ segir í upphafi færslunnar og svo er haldið áfram: „Dóttir mín var á leið í Víðistaðaskóla í morgunn(örlítið sein) og maður kemur aftan að henni, tekur hana hálstaki og fyrir munninn. Hún nær að bíta hann, sparkar aftur fyrir sig og nær þá að rífa sig lausa. Þegar hún sparkar virðist hann blóta en ekki á tungumáli sem dóttir mín skilur. Lýsing hennar passar að nokkru leiti við manninn sem varað var við í byrjun maí en þessi var í svartri úlpu með hettu sem huldi andlit hans en ekki appelsínugulri,“ segir móðir stúlkunnar. Og bætir við: „Þetta var nálægt sparkvellinum við Víðistaðaskóla en rétt utan við það svæði sem myndavélar skólans ná til.“ Eins og fram kemur í frásögn móðurinn komu sambærileg atvik upp fyrir hálfum mánuði en þá hafði lögreglu borist tvær ábendingar um mann sem sagður var hafa áreitt börn nærri Engidalsskóla, skammt frá Víðistaðaskóla, og var sá sagður hafa elt einn dreng og ráðist á annan. DV hefur eftir Skúla Jónssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að þá hafi ekki tekist hafa upp á manninnum en málin virðist vera tengd. Brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín Helgi segir dóttur sína hressa, hún sé í uppnámi en talsvert betri en hún var í morgun. „Hún er að bera sig vel. Ég tók frí í vinnunni til að vera með henni allan daginn, svo hún væri ekki ein.“ Helgi þakkar það því að eftir að börn voru hrelld fyrir hálfum mánuði hafi verið rætt við börnin og þeim kynnt hvernig best væri að bregðast við í málum sem þessum. „Það var búið að taka samtalið við hana og hún kveikir strax á því að hún er í hættu. Í staðinn fyrir að frjósa þá bítur hún og sparkar og gerir allt til að losa sig og nær því. Eins og þú sérð á lýsingu móðurinnar þá er hún rétt í meginatriðum.“ Helgi segir manninn grípa um háls dóttur sinnar. „Hann nær hann að lyfta henni upp, en þegar hún nær höggi á hann nær hún að losa sig, tekur á rás og heyrir hann bölvar á einhverri tungumáli sem hún ekki þekkir. Það var ekkert Norðurlandamálanna og ekki pólska, en hún á vinkonu sem er pólsk.“ Málið komið í kæruferli Að sögn Helga virtist lögreglan taka þessu alvarlega. Og stelpan var tekin til skoðunar á Sólvangi. Hún var aum en heil að öðru leyti. „Eina sem þeir nefndu við mig var að þá grunar að þetta sé sami maður og var á ferð fyrir tveimur vikum. Hann var náttúrlega klæddur öðruvísi en lýsingarnar virðast að öðru leyti stemma. Þeir sögðu að hann virtist hafa verið óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni.“ Helgi segir sem sagt málið komið í ferli og hann vill brýna fyrir foreldrum að ræða stöðu sem þessa við börn sín. Það varð dóttur hans til bjargar. „Þess vegna frýs hún ekki. Þetta fór betur en hefði getað farið, ég prísa mig sælan fyrir það. Enginn varanlegur skaði skeður, já þetta fór eins vel og ömurlegar aðstæður bjóða uppá. Það er það eina sem ég get sagt, fór betur en á horfðist.“
„Dóttir mín var á leið í Víðistaðaskóla í morgunn(örlítið sein) og maður kemur aftan að henni, tekur hana hálstaki og fyrir munninn. Hún nær að bíta hann, sparkar aftur fyrir sig og nær þá að rífa sig lausa. Þegar hún sparkar virðist hann blóta en ekki á tungumáli sem dóttir mín skilur. Lýsing hennar passar að nokkru leiti við manninn sem varað var við í byrjun maí en þessi var í svartri úlpu með hettu sem huldi andlit hans en ekki appelsínugulri,“ segir móðir stúlkunnar. Og bætir við: „Þetta var nálægt sparkvellinum við Víðistaðaskóla en rétt utan við það svæði sem myndavélar skólans ná til.“
Hafnarfjörður Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent