LaMelo kærður fyrir að keyra á ungan dreng Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 08:30 LaMelo Ball er sagður keyra glannalega sem og alltof hratt. Eric Espada/Getty Images Móðir ungs drengs í Charlotte í Bandaríkjunum hefur kært körfuboltamanninn LaMelo LaFrance Ball, leikmann Charlotte Hornets í NBA-deildinni, fyrir að keyra yfir fótinn á syni sínum þegar Ball var að keyra frá Spectrum-höllinni, heimavelli liðsins. Frá þessu er greint á hinum ýmsu miðlum, þar á meðal ESPN og The Athletic. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað í október á síðasta ári en nú sé búið að leggja fram kæru. Hinn 22 ára gamli LaMelo var að yfirgefa heimavöll Hornets-liðsins eftir að taka þátt í sérstökum stuðningsmannadegi. Hann var að keyra frá leikmannainngangi vallarins þar sem stuðningsfólk beið í von um eiginhandaáritun. A family has filed a lawsuit alleging LaMelo Ball drove over and broke the foot of their 11-year-old son who wanted an autograph after a Hornets fan event in October, per @wsoctv The boy's mom says Ball never signed anything before driving offMore here:… pic.twitter.com/kwij96Z0Mu— Bleacher Report (@BleacherReport) May 21, 2024 Þar á meðal var Tamaria McRae og 11 ára sonur hennar, Angell Joseph. Nálguðust þau bíl LaMelo þar sem hann var stopp á umferðarljósi við innganginn. Þegar ljósið varð grænt er LaMelo sagður hafa „gefið óvænt verulega í“ með þeim afleiðingum að hann keyrði yfir fót hins 11 ára gamla Angell Joseph. Í lögsókninni kemur fram að Angell Joseph hafi orðið fyrir alvarlegum og sársaukafullum meiðslum, á hann að hafa fótbrotnað við áreksturinn. Í lögsókninni segir einnig að Hornets þurfi að gera betur er kemur að öryggi gangandi vegfarenda við leikmannainngang Spectrum-hallarinnar. Fjölskyldan vill fá yfir 25 þúsund Bandaríkjadali (3.475.000 íslenskar krónur) í skaðabætur frá LaMelo og Hornets. Bæði Hornets og umboðsmaður LaMelo vildu ekki tjá sig um málið. Hornets valdi LaMelo með þriðja valrétti í nýliðavalinu 2020. Hann tók þátt í stjörnuleiknum árið 2022 og var með 24 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst að meðaltali á yfirstandandi leiktíð. Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Frá þessu er greint á hinum ýmsu miðlum, þar á meðal ESPN og The Athletic. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað í október á síðasta ári en nú sé búið að leggja fram kæru. Hinn 22 ára gamli LaMelo var að yfirgefa heimavöll Hornets-liðsins eftir að taka þátt í sérstökum stuðningsmannadegi. Hann var að keyra frá leikmannainngangi vallarins þar sem stuðningsfólk beið í von um eiginhandaáritun. A family has filed a lawsuit alleging LaMelo Ball drove over and broke the foot of their 11-year-old son who wanted an autograph after a Hornets fan event in October, per @wsoctv The boy's mom says Ball never signed anything before driving offMore here:… pic.twitter.com/kwij96Z0Mu— Bleacher Report (@BleacherReport) May 21, 2024 Þar á meðal var Tamaria McRae og 11 ára sonur hennar, Angell Joseph. Nálguðust þau bíl LaMelo þar sem hann var stopp á umferðarljósi við innganginn. Þegar ljósið varð grænt er LaMelo sagður hafa „gefið óvænt verulega í“ með þeim afleiðingum að hann keyrði yfir fót hins 11 ára gamla Angell Joseph. Í lögsókninni kemur fram að Angell Joseph hafi orðið fyrir alvarlegum og sársaukafullum meiðslum, á hann að hafa fótbrotnað við áreksturinn. Í lögsókninni segir einnig að Hornets þurfi að gera betur er kemur að öryggi gangandi vegfarenda við leikmannainngang Spectrum-hallarinnar. Fjölskyldan vill fá yfir 25 þúsund Bandaríkjadali (3.475.000 íslenskar krónur) í skaðabætur frá LaMelo og Hornets. Bæði Hornets og umboðsmaður LaMelo vildu ekki tjá sig um málið. Hornets valdi LaMelo með þriðja valrétti í nýliðavalinu 2020. Hann tók þátt í stjörnuleiknum árið 2022 og var með 24 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst að meðaltali á yfirstandandi leiktíð.
Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira