Lífið

Davíð Smári og Kolla selja glæsi­lega útsýnishæð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kolla og Davíð Smári hafa innréttað heimilið á glæsilegan máta.
Kolla og Davíð Smári hafa innréttað heimilið á glæsilegan máta. Instagram

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra og eiginkona hans Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheill, hafa sett glæsilega 268 fermetra eign við Dalbraut á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 139,9 milljónir.

Húsið var byggt árið 1956 en hefur verið endurnýjað að miklu leyti síðastliðin ár auk þess sem búið er að breyta bílskúr í huggulega stúdíóíbúð. Aðalhæð eignarinnar telur 184,7 fermetra og skiptist í þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi, eldhús, tvær stofur, borðstofu, geymslu og þvottahús. 

Heimili hjónanna er innréttað á glæsilegan og stílhreinan máta með veglegum húsgögnum, listaverkum og grænum plöntum í forgrunni.

Opið er á milli eldhúss og stofurýmis sem er rúmgott og bjart með stórum gluggum og fallegu útsýni. Í eldhúsi er stílhrein svört innrétting með góðu skápaplássi og stórri eyja með hvítum Terrazzo marmara á borðum. 

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×