Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 19:22 Haukur Hinriksson segir að reglur KSÍ um heimild leikmanna til að leika á meðan kærumál gegn þeim velkjast um í kerfinu, verði skýrðar á næstunni. Mál Alberts Guðmundssonar og spilamennska með landsliðinu hefur verið í umræðunni undanfarna mánuði. vísir Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar. Þetta segir Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við Vísi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Alberts vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Frá því var greint í gær að Albert hefði verið skilinn utan þess hóps sem kemur til með að leika æfingaleiki við karlalandslið Englands og Hollands. Åge Hareide sagði á blaðamannafundi að reglur KSÍ væru skýrar. Þær leiddu til þess að honum væri ekki heimilt að velja Albert á meðan mál hans hefur ekki endanlega verið fellt niður. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar, en héraðssaksóknari felldi niður málið gegn honum í febrúar á þessu ári. Brotaþoli kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu. Reglur KSÍ kveða á um það að leikmanni sé óheimilt að leika fyrir landslið Íslands á meðan mál tengt honum sé til „meðferðar á rannsóknarstigi eða hjá ákæruvaldi.“ Ákvörðun héraðssaksóknara var að vísu kærð á meðan Albert var mættur í síðasta landsliðsverkefni og var honum þar með heimilt að leika leikina gegn Ísrael og Úkraínu. Það hafi verið vegna tómarúms í reglunum, eins og Haukur orðar það. Greinargerð og tillögum skilað til stjórnar Vafi leikur hins vegar á því hvort túlka skuli fyrrgreinda reglu á þann hátt að undir meðferð falli bið eftir ákvörðun ríkissaksóknara í máli leikmanns. Haukur segir að stjórn sambandsins hafi ákveðið nokkru áður að túlka beri regluna þannig að undir hana falli tilvik sambærileg því sem uppi er nú. „Reglan er hins vegar nokkuð einföld og stutt. Hún er sennilega ekki nógu nákvæm og sér ekki fyrir öll tilvik í réttarvörslukerfinu,“ segir Hinrik. Það sé ástæða fyrir því að endurskoðun á reglunni hafi verið sett af stað. „Með það að markmiði að skýra hana nánar, þessa agnúa og vankanta og þau tilvik sem geti komið upp við meðferð mála, þannig að það leiki enginn vafi á túlkun reglunnar þegar þessi tilvik koma upp.“ Horft til fyrra máls Ákvörðun hafi verið tekin innan stjórnar um hvernig haga beri þessum tilvikum fyrir síðasta landsliðsglugga, segir Haukur. „Þetta var bara ákveðið fyrirfram, það var alls ekki vitað hvort þessi tiltekna ákvörðun um niðurfellingu yrði kærð eða ekki.“ Í kjölfar þessa verkefnis var sett af stað vinna sem er ætlað að skýra reglurnar. Sex einstaklingar, sem standa utan KSÍ, hafa skilað greinargerð og tillögum til stjórnar. Í því tilfelli sem hér um ræðir lá hins vegar fyrir fyrri ákvörðun stjórnar í máli Arons Einars Gunnarssonar, sem ekki var valinn í landsliðsverkefni á meðan ríkissasksóknari átti eftir að taka ákvörðun í kynferðisbrotamáli hans. Svo fór að niðurfelling héraðssaksóknara á málinu var staðfest. „Sjórnin hafði því enga aðra valkosti í þessu tilfelli en að horfa til þessa fordæmis,“ segir Haukur. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Þetta segir Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við Vísi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Alberts vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Frá því var greint í gær að Albert hefði verið skilinn utan þess hóps sem kemur til með að leika æfingaleiki við karlalandslið Englands og Hollands. Åge Hareide sagði á blaðamannafundi að reglur KSÍ væru skýrar. Þær leiddu til þess að honum væri ekki heimilt að velja Albert á meðan mál hans hefur ekki endanlega verið fellt niður. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar, en héraðssaksóknari felldi niður málið gegn honum í febrúar á þessu ári. Brotaþoli kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu. Reglur KSÍ kveða á um það að leikmanni sé óheimilt að leika fyrir landslið Íslands á meðan mál tengt honum sé til „meðferðar á rannsóknarstigi eða hjá ákæruvaldi.“ Ákvörðun héraðssaksóknara var að vísu kærð á meðan Albert var mættur í síðasta landsliðsverkefni og var honum þar með heimilt að leika leikina gegn Ísrael og Úkraínu. Það hafi verið vegna tómarúms í reglunum, eins og Haukur orðar það. Greinargerð og tillögum skilað til stjórnar Vafi leikur hins vegar á því hvort túlka skuli fyrrgreinda reglu á þann hátt að undir meðferð falli bið eftir ákvörðun ríkissaksóknara í máli leikmanns. Haukur segir að stjórn sambandsins hafi ákveðið nokkru áður að túlka beri regluna þannig að undir hana falli tilvik sambærileg því sem uppi er nú. „Reglan er hins vegar nokkuð einföld og stutt. Hún er sennilega ekki nógu nákvæm og sér ekki fyrir öll tilvik í réttarvörslukerfinu,“ segir Hinrik. Það sé ástæða fyrir því að endurskoðun á reglunni hafi verið sett af stað. „Með það að markmiði að skýra hana nánar, þessa agnúa og vankanta og þau tilvik sem geti komið upp við meðferð mála, þannig að það leiki enginn vafi á túlkun reglunnar þegar þessi tilvik koma upp.“ Horft til fyrra máls Ákvörðun hafi verið tekin innan stjórnar um hvernig haga beri þessum tilvikum fyrir síðasta landsliðsglugga, segir Haukur. „Þetta var bara ákveðið fyrirfram, það var alls ekki vitað hvort þessi tiltekna ákvörðun um niðurfellingu yrði kærð eða ekki.“ Í kjölfar þessa verkefnis var sett af stað vinna sem er ætlað að skýra reglurnar. Sex einstaklingar, sem standa utan KSÍ, hafa skilað greinargerð og tillögum til stjórnar. Í því tilfelli sem hér um ræðir lá hins vegar fyrir fyrri ákvörðun stjórnar í máli Arons Einars Gunnarssonar, sem ekki var valinn í landsliðsverkefni á meðan ríkissasksóknari átti eftir að taka ákvörðun í kynferðisbrotamáli hans. Svo fór að niðurfelling héraðssaksóknara á málinu var staðfest. „Sjórnin hafði því enga aðra valkosti í þessu tilfelli en að horfa til þessa fordæmis,“ segir Haukur.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira