Sló aðra á heimilinu ítrekað með hleðslusnúru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 13:51 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, með því að beita fyrrverandi eiginkonu hans og börn ítrekuðu ofbeldi. Fólst það meðal annars að slá þau með hleðslusnúru. Kæra var lögð fram hjá lögreglu í febrúar á síðasta ári en áður hafði barnavernd fengið málið á borð til sín frá leikskóla yngstu stúlkunnar á heimilinu. Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi kynnst konunni, sem nefnd er brotaþoli í málinu, árið 2011. Kvað hún manninn vera góðan föður, en hann elski son þeirra mest „af því að hann væri strákur,“ eins og segir í dómnum. Hegðun hans hefði breyst eftir að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi og þau bundið enda á hjónabandið árið 2019 eða 2020. Virðast þau hafa haldið samband eftir það en í dómnum kemur fram að konan hafi verið háð manninum fjárhagslega og hvað bílferðir varðar. „Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili,“ er haft eftir konunni. Þá er margvíslegu ofbeldi lýst, bæði gagnvart börnunum og henni. Ofbeldið hefði hafist eftir vinnuslysið, hann tæki utan um höfuð konunnar og barnanna og notað hleðslusnúru til að lemja konuna og börnin, yfirleitt í lærin eða fætuna. Maðurinn ætti það til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Stundum þannig að konan færi á milli til þess að vernda börnin, en hann þá slegið hana í bakið í staðinn. Við skýrslutöku kvaðst konan vera þreytt á að hræðast manninn, sem sendi henni að auki ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana „hóru, svín og Shrek.“ Í málinu var litið til gagna frá félagsráðgjafa og skýrsutöku barnanna hjá Barnahúsi. Þar greindi tvö barnanna, þá átta og sex ára, frá ofbeldi af hálfu föður síns. Það gerði eitt barnanna, þá tíu ára, ekki og kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús. Ákærði neitaði sök, sagðist vera í góðu sambandi við fjölskylduna og kvaðst ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. Hann hefði aldrei orðið reiður út í börnin en þau hefðu meðal annars skemmt þrjú sjónvörp. Það gerðu þau stundum „til að fá nýjan iPad þegar ný tegund væri komin út“. Í niðurstöðu héraðsdóms var framburður mannsins talinn ótrúverðugur. Dómurinn taldi á hinn bógin sannað að maðurinn hefði slegið aðra á heimilinu með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Var háttsemi hans því felld undir það ákvæði hegningarlaga sem kveður á um brot í nánu sambandi, en ekki að brot hans nái þeim þröskuldi að teljast stórfelld. Var hann þar með dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og til að greiða öllum þremur börnum sínum 200 þúsund krónur í miskabætur. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kæra var lögð fram hjá lögreglu í febrúar á síðasta ári en áður hafði barnavernd fengið málið á borð til sín frá leikskóla yngstu stúlkunnar á heimilinu. Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi kynnst konunni, sem nefnd er brotaþoli í málinu, árið 2011. Kvað hún manninn vera góðan föður, en hann elski son þeirra mest „af því að hann væri strákur,“ eins og segir í dómnum. Hegðun hans hefði breyst eftir að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi og þau bundið enda á hjónabandið árið 2019 eða 2020. Virðast þau hafa haldið samband eftir það en í dómnum kemur fram að konan hafi verið háð manninum fjárhagslega og hvað bílferðir varðar. „Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili,“ er haft eftir konunni. Þá er margvíslegu ofbeldi lýst, bæði gagnvart börnunum og henni. Ofbeldið hefði hafist eftir vinnuslysið, hann tæki utan um höfuð konunnar og barnanna og notað hleðslusnúru til að lemja konuna og börnin, yfirleitt í lærin eða fætuna. Maðurinn ætti það til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Stundum þannig að konan færi á milli til þess að vernda börnin, en hann þá slegið hana í bakið í staðinn. Við skýrslutöku kvaðst konan vera þreytt á að hræðast manninn, sem sendi henni að auki ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana „hóru, svín og Shrek.“ Í málinu var litið til gagna frá félagsráðgjafa og skýrsutöku barnanna hjá Barnahúsi. Þar greindi tvö barnanna, þá átta og sex ára, frá ofbeldi af hálfu föður síns. Það gerði eitt barnanna, þá tíu ára, ekki og kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús. Ákærði neitaði sök, sagðist vera í góðu sambandi við fjölskylduna og kvaðst ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. Hann hefði aldrei orðið reiður út í börnin en þau hefðu meðal annars skemmt þrjú sjónvörp. Það gerðu þau stundum „til að fá nýjan iPad þegar ný tegund væri komin út“. Í niðurstöðu héraðsdóms var framburður mannsins talinn ótrúverðugur. Dómurinn taldi á hinn bógin sannað að maðurinn hefði slegið aðra á heimilinu með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Var háttsemi hans því felld undir það ákvæði hegningarlaga sem kveður á um brot í nánu sambandi, en ekki að brot hans nái þeim þröskuldi að teljast stórfelld. Var hann þar með dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og til að greiða öllum þremur börnum sínum 200 þúsund krónur í miskabætur.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira