„Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig“ Stefán Árni Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 24. maí 2024 14:27 Egill Ólafsson hreyfir sig daglega. Einar Árnason Flestir dagar hjá listamanninum Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn í miðborg Reykjavíkur þar sem hann plokkar upp rusl sem verður á vegi hans. Hann segist æfa fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins. Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. „Ég held því fram að þetta sé hreinasta gatan í Reykjavík. Ég tek allt svona upp og er mikið á höttunum á eftir plastglösunum en þau eru ekki í dag þar sem helgin er liðin,“ segir Egill þegar hann hitti Heimi Má Pétursson í miðborg Reykjavíkur í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Einar Árnason „Þetta fýkur allt út á sjó. Þetta endar í sjónum, ofan í hvölunum. En það er nú ekki það sem vakir fyrir mér. Þetta er bara til að ég fái hreyfinguna. Ég hreyfi mig alltaf á hverjum degi. Þarf helst að ganga svona tvo til þrjá kílómetra á dag til að vera í þokkalegu standi. Því Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig.“ Og það er ekki bara göngutúrinn heldur einbeitingin á klóna í plokkaranum sem styrkir Egil í baráttunni við Parkann eins og hann kallar sjúkdóminn. Fínhreyfingin hverfur „Fínhreyfingin, fínhreyfingin sem hverfur líka. Parkinn tekur fínhreyfinguna af mönnum. Menn geta ekki hneppt tölum og svona, rent upp buxnaklaufum og farið í sokka. Þá fer fínhreyfingin.“ Egill fer með aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd Baltasar Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem forsýnd var í vikunni og kemur til almennra sýninga rétt fyrir mánaðamót. Kristófer persóna Egils eltir ástina þvert yfir heiminn og vegna veikindanna reyndu langir vinnudagar og ferðalög á Egil, sem segir okkur frá því að hann hafi vaknað með fyrsta skjálftakastið þá um morguninn. Maður þarf að læra að treysta líka „Hann er eitthvað að þróast. Ég held að þetta geti líka bara verið þreyta. Undir álagi verður þetta oft meira áberandi. - Búið að ganga mikið á náttúrlega og sýna myndina? - Sýna myndina og maður fór í gegnum ákveðinn prósess þar. Ég var stressaður yfir þessu. Hafði ekki séð neitt en svo róaðist ég nú þegar ég sá að þetta var allt í góðum málum og í góðum höndum. Maður þarf að læra að treysta líka. Það er nú erfitt fyrir mann eins og mig. - Þú ert vanur að stjórna því sem þú gerir. - Stjórna frá A til Ö. Menn verða að læra það, það er mikil lexía.“ Heimir spyr Egil hvort hann sé fullkomnunarsinni þegar kemur að sköpun. Einar Árnason Fimmtíu ár í bransanum „Já, ég er dálítið leiðinlegur með það. Ég er svona perfektionalisti að því leytinu til að ég vil gera betur en vel. Það getur verið slæmt að vilja gera betur en vel. Það er best að kunna að hætta þegar hæst stendur. En ég er stundum að þráast við og halda áfram.“ Tónlistarferill Egils hófst fyrir alvöru með Spilverki þjóðanna. Upp úr næstu áramótum eru fimmtíu ár frá því hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið á tónleikum í Norræna húsinu í janúar 1975. „Fimmtíu ár, já. Ég er sjötíu og eins í dag að verða sjötíu og tveggja. Við vorum tuttugu og eins. Rétt rúmlega tvítug og Diddú var náttúrlega yngri. Við vorum bara unglingar.“ En er eitthvað sem Agli þykir vænst um af öllum þessum ferli? „Maður á nú ekki að gera upp á milli barnanna. En það er auðvitað tímabil Þursanna sem var náttúrlega erfiðast og mér þykir vænst um. Það er kannski þess vegna. Það var mjög erfiður tími. Vegna þess að það var diskótími. Tíminn var dálítið á móti okkur en við unnum á því og héldum út. Héldum út í heil þrjú ár. Það var langur tími á þeim tíma og gerðum fínar plötur held ég.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Tónlist Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. „Ég held því fram að þetta sé hreinasta gatan í Reykjavík. Ég tek allt svona upp og er mikið á höttunum á eftir plastglösunum en þau eru ekki í dag þar sem helgin er liðin,“ segir Egill þegar hann hitti Heimi Má Pétursson í miðborg Reykjavíkur í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Einar Árnason „Þetta fýkur allt út á sjó. Þetta endar í sjónum, ofan í hvölunum. En það er nú ekki það sem vakir fyrir mér. Þetta er bara til að ég fái hreyfinguna. Ég hreyfi mig alltaf á hverjum degi. Þarf helst að ganga svona tvo til þrjá kílómetra á dag til að vera í þokkalegu standi. Því Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig.“ Og það er ekki bara göngutúrinn heldur einbeitingin á klóna í plokkaranum sem styrkir Egil í baráttunni við Parkann eins og hann kallar sjúkdóminn. Fínhreyfingin hverfur „Fínhreyfingin, fínhreyfingin sem hverfur líka. Parkinn tekur fínhreyfinguna af mönnum. Menn geta ekki hneppt tölum og svona, rent upp buxnaklaufum og farið í sokka. Þá fer fínhreyfingin.“ Egill fer með aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd Baltasar Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem forsýnd var í vikunni og kemur til almennra sýninga rétt fyrir mánaðamót. Kristófer persóna Egils eltir ástina þvert yfir heiminn og vegna veikindanna reyndu langir vinnudagar og ferðalög á Egil, sem segir okkur frá því að hann hafi vaknað með fyrsta skjálftakastið þá um morguninn. Maður þarf að læra að treysta líka „Hann er eitthvað að þróast. Ég held að þetta geti líka bara verið þreyta. Undir álagi verður þetta oft meira áberandi. - Búið að ganga mikið á náttúrlega og sýna myndina? - Sýna myndina og maður fór í gegnum ákveðinn prósess þar. Ég var stressaður yfir þessu. Hafði ekki séð neitt en svo róaðist ég nú þegar ég sá að þetta var allt í góðum málum og í góðum höndum. Maður þarf að læra að treysta líka. Það er nú erfitt fyrir mann eins og mig. - Þú ert vanur að stjórna því sem þú gerir. - Stjórna frá A til Ö. Menn verða að læra það, það er mikil lexía.“ Heimir spyr Egil hvort hann sé fullkomnunarsinni þegar kemur að sköpun. Einar Árnason Fimmtíu ár í bransanum „Já, ég er dálítið leiðinlegur með það. Ég er svona perfektionalisti að því leytinu til að ég vil gera betur en vel. Það getur verið slæmt að vilja gera betur en vel. Það er best að kunna að hætta þegar hæst stendur. En ég er stundum að þráast við og halda áfram.“ Tónlistarferill Egils hófst fyrir alvöru með Spilverki þjóðanna. Upp úr næstu áramótum eru fimmtíu ár frá því hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið á tónleikum í Norræna húsinu í janúar 1975. „Fimmtíu ár, já. Ég er sjötíu og eins í dag að verða sjötíu og tveggja. Við vorum tuttugu og eins. Rétt rúmlega tvítug og Diddú var náttúrlega yngri. Við vorum bara unglingar.“ En er eitthvað sem Agli þykir vænst um af öllum þessum ferli? „Maður á nú ekki að gera upp á milli barnanna. En það er auðvitað tímabil Þursanna sem var náttúrlega erfiðast og mér þykir vænst um. Það er kannski þess vegna. Það var mjög erfiður tími. Vegna þess að það var diskótími. Tíminn var dálítið á móti okkur en við unnum á því og héldum út. Héldum út í heil þrjú ár. Það var langur tími á þeim tíma og gerðum fínar plötur held ég.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Tónlist Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira