Sá sem át ekkert nema McDonalds í mánuð er fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2024 15:05 Morgan Spurlock við kynningu á myndinni á sínum tíma. Getty/Richard Hartog Morgan Spurlock sem vakti heimsathygli með heimildarmynd sinni Super Size Me árið 2004 er látinn 53 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Spurlock borðaði aðeins McDonald's hamborgaramáltíðir í einn mánuð og lýsti viðbrögðum líkamans við því. Bandaríkjamaðurinn fæddist 7. nóvember 1970 í Vestur-Virginíu og beindi sjónum sínum að leikritaskrifum áður en hann skapaði vefseríuna I Bet You Will árið 2002 þar sem fólk var hvatt til að taka þátt í áskorunum gegn peningagreiðslum. Meðal áskorana í seríunni var til dæmis að borða fulla krukku af majónesi fyrir þrjátíu þúsund krónur. Svo fór að MTV keypti af honum seríuna að því er fram kemur í umfjöllun Sky. Frægðarsól hans skein skærast árið 2004 þegar heimildarmyndin Super Size Me fór á flug. Þar var áskorun hans að borða aðeins McDonald's hamborgara í þrjátíu daga til að vekja athygli á offituvandanum í Bandaríkjunum. Myndin í heild má sjá að neðan. Hann borðaði að meðaltali fimm þúsund kaloríur á dag, valdi alltaf stærstu mögulegu máltíð í boði og hreyfði sig minna en venjulega, í samræmi við meðalhreyfingu meðal Bandaríkjamanns. Niðurstaðan var sú að hann bætti á sig rúmlega ellefu kílóum og sagðist auk þess finna fyrir einkennum þunglyndis og óþægindum í lifur. Myndin sló í gegn og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda. Hún varð einnig til þess að McDonald's hætti að bjóða upp á möguleikann á að kaupa „super size“ máltíðina, þá stærstu í boði. Spurlock var þó ekki laus við gagnrýni vegna myndarinnar. Sett var spurningarmerki við niðurstöðurnar þar sem Spurlock neitaði að deila skrásetningu máltíða sinna. Þá opnaði hann sig um mikla áfengisneyslu sína árið 2017 sem heimildarmyndagerðarfólk sagði að gæti útskýrt andlega vanheilsu hans og vandræði með lifur. Spurlock kom til Íslands árið 2011 til að kynna heimildarmynd sína The Greatest Movie Ever Sold sem fjallaði um vöruinnsetningar í bandarískum afþreyingariðnaði. Myndina í heild má sjá að neðan. Andlát Bandaríkin Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn fæddist 7. nóvember 1970 í Vestur-Virginíu og beindi sjónum sínum að leikritaskrifum áður en hann skapaði vefseríuna I Bet You Will árið 2002 þar sem fólk var hvatt til að taka þátt í áskorunum gegn peningagreiðslum. Meðal áskorana í seríunni var til dæmis að borða fulla krukku af majónesi fyrir þrjátíu þúsund krónur. Svo fór að MTV keypti af honum seríuna að því er fram kemur í umfjöllun Sky. Frægðarsól hans skein skærast árið 2004 þegar heimildarmyndin Super Size Me fór á flug. Þar var áskorun hans að borða aðeins McDonald's hamborgara í þrjátíu daga til að vekja athygli á offituvandanum í Bandaríkjunum. Myndin í heild má sjá að neðan. Hann borðaði að meðaltali fimm þúsund kaloríur á dag, valdi alltaf stærstu mögulegu máltíð í boði og hreyfði sig minna en venjulega, í samræmi við meðalhreyfingu meðal Bandaríkjamanns. Niðurstaðan var sú að hann bætti á sig rúmlega ellefu kílóum og sagðist auk þess finna fyrir einkennum þunglyndis og óþægindum í lifur. Myndin sló í gegn og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda. Hún varð einnig til þess að McDonald's hætti að bjóða upp á möguleikann á að kaupa „super size“ máltíðina, þá stærstu í boði. Spurlock var þó ekki laus við gagnrýni vegna myndarinnar. Sett var spurningarmerki við niðurstöðurnar þar sem Spurlock neitaði að deila skrásetningu máltíða sinna. Þá opnaði hann sig um mikla áfengisneyslu sína árið 2017 sem heimildarmyndagerðarfólk sagði að gæti útskýrt andlega vanheilsu hans og vandræði með lifur. Spurlock kom til Íslands árið 2011 til að kynna heimildarmynd sína The Greatest Movie Ever Sold sem fjallaði um vöruinnsetningar í bandarískum afþreyingariðnaði. Myndina í heild má sjá að neðan.
Andlát Bandaríkin Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira