Ahmed Qasem kom Elfsburg í 1-0 á 49. mínútu og Johan Larsson skoraði það seinna rétt fyrir leikslok.
Andri Fannar spilaði allan leikinn á miðju Elfsborg. Eggert Aron Guðmundsson var á varmannabekknum en hann er að koma til baka eftir meiðsli.
Gísli Eyjólfsson og Birnir Snær Ingason voru báðir í byrjunarliði Halmstad í kvöld. Gísli var einn besti maður liðsoins.
Birnir fór af velli á 67. mínútu. Hann var valinn leikmaður ársins í Bestu deildinni í fyrra en á enn eftir að koma að marki með beinum hætti (mörk eða stoðsending) í fyrstu níu deildarleikjum sínum með Halmstad.
Eftir þennan góða sigur þá er Elfsborg í sjötta sæti deildarinnar með sextán stig út úr fyrstu ellefu leikjunum. Elfsborg komst upp fyrir Halmstad sem er áfram með fimmtán stig.